Núverandi fyrirkomulag á landamærum gildir til 1. febrúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2020 13:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum næstu tvo mánuði. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að núverandi fyrirkomulag á landamærum gildi áfram til 1. febrúar. Tillagan var samþykkt. Þetta tjáði Katrín fréttatofu að loknum fundinum um klukkan eitt í dag. Í núverandi fyrirkomulag stendur fólki til boða að fara annaðhvort í tvöfalda skimun með sóttkví á milli eða að fara í fjórtán daga sóttkví. Frá 10. desember getur fólk á EES-svæðinu framvísað Covid-19 vottorðum á landamærum. Berghildur Erla Bernharðsdóttir ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi. Ætla að sjá hverju gjaldfrjáls skimun skili Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til á dögunum að gera skimun á landamærum gjaldfrjálsa og sömuleiðis að gera skimun á landamærum að skyldu. Fallist var á fyrri tillögu Þórólf og varð skimunin gjaldfrjáls fyrr í vikunni. „Við metum þetta þannig að það sé mjög mikilvægt að það séu engar fjárhagslegar hindranir. En það er líka mikilvægt, í ljósi þess að skimun er læknisrannsókn, að það er ekki svo að fólk verði með auðveldum hætti þvingað til læknisrannsóknar. Katrín segir að 2,6% fólks sem komi til landsins hafi kosið fjórtán daga sóttkví fram yfir skimun. Nú ætli þau að bíða og sjá hverju það skilar að hafa skimunina gjaldfrjálsa. Full ástæða til að gæta varúðar Katín segir að núverandi fyrirkomulag hafi gefist mjög vel en vinna sé í skoðun hvað muni taka við. Ýmsar leiðir séu til skoðunar, þar á meðal tillaga sem fram kom frá verkefnahópi á dögunum um þrefalda skimun og smitgát fyrir ferðamenn á milli skimana. Aðspurð hvort samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna við ákvörðunina um fyrirkomulag á landamærum segir Katrín að slíkt samtal sé í gangi og tillögur þaðan skoðaðar. Hún bendir á að faraldurinn sé víðast hvar í vexti á meðan Íslendingar séu á þeim stað að okkar aðgerðir eru að skila árangri. „Það er full ástæða til að gæta áfram ítrustu varúðarráðstafana á landamærum.“ Forsætisráðherra segir að fyrirkomulag sem taki gildi 1. febrúar verði kynnt ekki síðar en 15. janúar. Vottorð vegna Covid-19 á EES-svæðinu Þá nefndi Katín að þeir sem hafi fengið Covid-19 og eru innan Evrópska efnahagssvæðisins muni frá 10. desember geta framvíst vottorðum þess efnis á landamærum. Hingað til hafi aðeins íslensk vottorð verið tekin gild. Mikil vinna hafi staðið yfir um viðurkenningu vottorða og byggt á þeirri vinnu. Að neðan má sjá tilkynningu sem Stjórnarráðið sendi vegna málsins á öðrum tímanum. Sóttvarnaráðstöfunum á landamærum Íslands verður fram haldið í óbreyttri mynd þar til 1. febrúar á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnar í morgun. Þar var ennfremur tekin sú ákvörðun að frá og með 10. desember verði vottorð um að fólk hafi fengið COVID-19 og að sýking sé afstaðin tekin gild og veiti undanþágu frá þeim kröfum sem annars eru gerðar. Næsta ákvörðun um fyrirkomulag á landamærum verður tekin eigi síðar en 15. janúar. Ákvörðunin byggir m.a. á minnisblaði vinnuhóps heilbrigðisráðuneytisins um viðurkenningu vottorða og efnahagslegu mati starfshóps fjármála- og efnahagsráðuneytisins á tillögum að breyttum aðgerðum á landamærum. Farþegar geta samkvæmt þessu áfram valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. 17. nóvember 2020 13:45 Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31 Leggja til að ferðamenn geti sloppið við sóttkví með vottorði um fyrra smit Erlendir ferðamenn ættu að geta lagt fram vottorð um að þeir hafi náð bata af Covid-19 og þannig verið undanþegnir kröfum um sóttkví við komuna til Íslands, að mati starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust. 13. nóvember 2020 21:11 Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að núverandi fyrirkomulag á landamærum gildi áfram til 1. febrúar. Tillagan var samþykkt. Þetta tjáði Katrín fréttatofu að loknum fundinum um klukkan eitt í dag. Í núverandi fyrirkomulag stendur fólki til boða að fara annaðhvort í tvöfalda skimun með sóttkví á milli eða að fara í fjórtán daga sóttkví. Frá 10. desember getur fólk á EES-svæðinu framvísað Covid-19 vottorðum á landamærum. Berghildur Erla Bernharðsdóttir ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi. Ætla að sjá hverju gjaldfrjáls skimun skili Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til á dögunum að gera skimun á landamærum gjaldfrjálsa og sömuleiðis að gera skimun á landamærum að skyldu. Fallist var á fyrri tillögu Þórólf og varð skimunin gjaldfrjáls fyrr í vikunni. „Við metum þetta þannig að það sé mjög mikilvægt að það séu engar fjárhagslegar hindranir. En það er líka mikilvægt, í ljósi þess að skimun er læknisrannsókn, að það er ekki svo að fólk verði með auðveldum hætti þvingað til læknisrannsóknar. Katrín segir að 2,6% fólks sem komi til landsins hafi kosið fjórtán daga sóttkví fram yfir skimun. Nú ætli þau að bíða og sjá hverju það skilar að hafa skimunina gjaldfrjálsa. Full ástæða til að gæta varúðar Katín segir að núverandi fyrirkomulag hafi gefist mjög vel en vinna sé í skoðun hvað muni taka við. Ýmsar leiðir séu til skoðunar, þar á meðal tillaga sem fram kom frá verkefnahópi á dögunum um þrefalda skimun og smitgát fyrir ferðamenn á milli skimana. Aðspurð hvort samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna við ákvörðunina um fyrirkomulag á landamærum segir Katrín að slíkt samtal sé í gangi og tillögur þaðan skoðaðar. Hún bendir á að faraldurinn sé víðast hvar í vexti á meðan Íslendingar séu á þeim stað að okkar aðgerðir eru að skila árangri. „Það er full ástæða til að gæta áfram ítrustu varúðarráðstafana á landamærum.“ Forsætisráðherra segir að fyrirkomulag sem taki gildi 1. febrúar verði kynnt ekki síðar en 15. janúar. Vottorð vegna Covid-19 á EES-svæðinu Þá nefndi Katín að þeir sem hafi fengið Covid-19 og eru innan Evrópska efnahagssvæðisins muni frá 10. desember geta framvíst vottorðum þess efnis á landamærum. Hingað til hafi aðeins íslensk vottorð verið tekin gild. Mikil vinna hafi staðið yfir um viðurkenningu vottorða og byggt á þeirri vinnu. Að neðan má sjá tilkynningu sem Stjórnarráðið sendi vegna málsins á öðrum tímanum. Sóttvarnaráðstöfunum á landamærum Íslands verður fram haldið í óbreyttri mynd þar til 1. febrúar á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnar í morgun. Þar var ennfremur tekin sú ákvörðun að frá og með 10. desember verði vottorð um að fólk hafi fengið COVID-19 og að sýking sé afstaðin tekin gild og veiti undanþágu frá þeim kröfum sem annars eru gerðar. Næsta ákvörðun um fyrirkomulag á landamærum verður tekin eigi síðar en 15. janúar. Ákvörðunin byggir m.a. á minnisblaði vinnuhóps heilbrigðisráðuneytisins um viðurkenningu vottorða og efnahagslegu mati starfshóps fjármála- og efnahagsráðuneytisins á tillögum að breyttum aðgerðum á landamærum. Farþegar geta samkvæmt þessu áfram valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins.
Sóttvarnaráðstöfunum á landamærum Íslands verður fram haldið í óbreyttri mynd þar til 1. febrúar á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnar í morgun. Þar var ennfremur tekin sú ákvörðun að frá og með 10. desember verði vottorð um að fólk hafi fengið COVID-19 og að sýking sé afstaðin tekin gild og veiti undanþágu frá þeim kröfum sem annars eru gerðar. Næsta ákvörðun um fyrirkomulag á landamærum verður tekin eigi síðar en 15. janúar. Ákvörðunin byggir m.a. á minnisblaði vinnuhóps heilbrigðisráðuneytisins um viðurkenningu vottorða og efnahagslegu mati starfshóps fjármála- og efnahagsráðuneytisins á tillögum að breyttum aðgerðum á landamærum. Farþegar geta samkvæmt þessu áfram valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. 17. nóvember 2020 13:45 Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31 Leggja til að ferðamenn geti sloppið við sóttkví með vottorði um fyrra smit Erlendir ferðamenn ættu að geta lagt fram vottorð um að þeir hafi náð bata af Covid-19 og þannig verið undanþegnir kröfum um sóttkví við komuna til Íslands, að mati starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust. 13. nóvember 2020 21:11 Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. 17. nóvember 2020 13:45
Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31
Leggja til að ferðamenn geti sloppið við sóttkví með vottorði um fyrra smit Erlendir ferðamenn ættu að geta lagt fram vottorð um að þeir hafi náð bata af Covid-19 og þannig verið undanþegnir kröfum um sóttkví við komuna til Íslands, að mati starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust. 13. nóvember 2020 21:11
Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. 11. nóvember 2020 19:52