Auðunn Gestsson er látinn Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2020 19:02 List án landamæra. Auðunn Gestsson les úr þá nýútkominni ljóðabók sinni, árið 2013. Auðunn Gestsson fyrrverandi blaðasali og ljóðskáld er fallinn frá. Auðunn andaðist á miðvikudag síðastliðinn. Auðunn setti sannarlega svip sinn á bæinn, sér í lagi á þeim tíma sem blöð voru seld í lausasölu. Þeir Óli blaðasali voru kóngarnir. Auðunn var fæddur í Flatey á Breiðafirði 27. febrúar 1937. Talið var, fram að andláti hans að hann væri elsti lifandi einstaklingurinn sem var með Downs-heilkenni. Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir, frænka Auðuns, reyndi að fá hann skráðan í heimsmetabók Guinness en það tókst ekki. Óhætt er að segja að Auðunn hafi verið goðsögn þegar kom að blaðasölu. Hér er viðtal við hann í Vísi þann 27. febrúar 1978. Kolbrún sagði í samtali við RÚV fyrir tæpum þremur árum að hjá Guinness sé skráð frú K frá Illinois í Bandaríkjunum elst en hún andaðist 83 ára að aldri. „Ég ætla ekki að hætta að reyna að fá Auðun skráðan hjá Guinness,“ sagði Kolbrún þá og ætlaði að bíða í þrjú ár. Þetta var því tæpt með heimsmetið. Auðunn var alveg einstaklega vel liðinn og setti tíma og rúm ekki fyrir sig, þannig taldi hann Emil í Kattholti sinn besta vin, reyndar tvíburabróður hvorki meira né minna og það stóð jafnvel til að hann myndi giftast Ídu, en ekkert varð af því vegna anna Auðuns. Þetta kemur meðal annars í skemmtilegum aðfararorðum ljóðabókar Auðuns, Ljóðin mín, sem kom út árið 20013, en þau ritar Margrét Gestsdóttir, en Auðunn var ömmubróðir hennar. Þá birtist við hann bráðskemmtilegt viðtal á Vísi þar sem hann ræddi um ljóðabókina sem þá var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Í aðfararorðum Margrétar, æviágripum höfundar, segir að ásamt vinnunni hefur ... „Auðunn einnig haldið áfram að þroska listræna hæfileika sína til munns og handa. Málverk og teikningar hans skipta tugum og skáldfákurinn hefur aldrei verið langt undan. [...] Auðunn hefur jafnan verið í hávegum hafður af stórfjölskyldu sinni sem lofar það hátt og í hljóði að betur fór en á horfðist á þeim tíma þegar Auðunn mátti gráta undan harðýgi Fagins með Óliver Twist og fleiri vinum sínum. Að því tímabili undanskildu hefur hann gengið sólskinsmegin í lífinu. Geðprýði hans er við brugðið en Auðunn er einstaklega jákvæður maður sem margir hafa bundist tryggðarböndum í gegnum tíðina. Auðuni liggur gott orð til þeirra sem á vegi hans verða.“ Auðunn lætur eftir sig fjölda vina, ættingja sem syrgja hann og tvær systur sem lifa lita bróður sinn, 90 og 99 ára gamlar. Í bókinni Ljóðin mín er meðal annars að finna þetta ljóð: Vorvísa Vorið er komið, grundirnar gróa, syngur lóan dirrindí. Litlir vinir sitja úti í grasi með lappirnar upp í loft, kitlar í iljarnar. Andlát Ljóðlist Reykjavík Fjölmiðlar Downs-heilkenni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Auðunn Gestsson fyrrverandi blaðasali og ljóðskáld er fallinn frá. Auðunn andaðist á miðvikudag síðastliðinn. Auðunn setti sannarlega svip sinn á bæinn, sér í lagi á þeim tíma sem blöð voru seld í lausasölu. Þeir Óli blaðasali voru kóngarnir. Auðunn var fæddur í Flatey á Breiðafirði 27. febrúar 1937. Talið var, fram að andláti hans að hann væri elsti lifandi einstaklingurinn sem var með Downs-heilkenni. Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir, frænka Auðuns, reyndi að fá hann skráðan í heimsmetabók Guinness en það tókst ekki. Óhætt er að segja að Auðunn hafi verið goðsögn þegar kom að blaðasölu. Hér er viðtal við hann í Vísi þann 27. febrúar 1978. Kolbrún sagði í samtali við RÚV fyrir tæpum þremur árum að hjá Guinness sé skráð frú K frá Illinois í Bandaríkjunum elst en hún andaðist 83 ára að aldri. „Ég ætla ekki að hætta að reyna að fá Auðun skráðan hjá Guinness,“ sagði Kolbrún þá og ætlaði að bíða í þrjú ár. Þetta var því tæpt með heimsmetið. Auðunn var alveg einstaklega vel liðinn og setti tíma og rúm ekki fyrir sig, þannig taldi hann Emil í Kattholti sinn besta vin, reyndar tvíburabróður hvorki meira né minna og það stóð jafnvel til að hann myndi giftast Ídu, en ekkert varð af því vegna anna Auðuns. Þetta kemur meðal annars í skemmtilegum aðfararorðum ljóðabókar Auðuns, Ljóðin mín, sem kom út árið 20013, en þau ritar Margrét Gestsdóttir, en Auðunn var ömmubróðir hennar. Þá birtist við hann bráðskemmtilegt viðtal á Vísi þar sem hann ræddi um ljóðabókina sem þá var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Í aðfararorðum Margrétar, æviágripum höfundar, segir að ásamt vinnunni hefur ... „Auðunn einnig haldið áfram að þroska listræna hæfileika sína til munns og handa. Málverk og teikningar hans skipta tugum og skáldfákurinn hefur aldrei verið langt undan. [...] Auðunn hefur jafnan verið í hávegum hafður af stórfjölskyldu sinni sem lofar það hátt og í hljóði að betur fór en á horfðist á þeim tíma þegar Auðunn mátti gráta undan harðýgi Fagins með Óliver Twist og fleiri vinum sínum. Að því tímabili undanskildu hefur hann gengið sólskinsmegin í lífinu. Geðprýði hans er við brugðið en Auðunn er einstaklega jákvæður maður sem margir hafa bundist tryggðarböndum í gegnum tíðina. Auðuni liggur gott orð til þeirra sem á vegi hans verða.“ Auðunn lætur eftir sig fjölda vina, ættingja sem syrgja hann og tvær systur sem lifa lita bróður sinn, 90 og 99 ára gamlar. Í bókinni Ljóðin mín er meðal annars að finna þetta ljóð: Vorvísa Vorið er komið, grundirnar gróa, syngur lóan dirrindí. Litlir vinir sitja úti í grasi með lappirnar upp í loft, kitlar í iljarnar.
Andlát Ljóðlist Reykjavík Fjölmiðlar Downs-heilkenni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira