Telja eftirlitsmenn Trump hindra endurtalningu í Wisconsin Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 14:50 Starfsmenn kjörstjórnar í Milwaukee handtelja atkvæði í endurtalningu sem framboð Trump fór fram á. Á móti þeim sitja eftirlitsmenn sem fylgjast með talningunni. Fulltrúar Trump eru sagðir hafa hægt mjög á talningunni með aragrúa athugasemda og spurninga. AP/Nam Y. Huh Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk um 20.600 fleiri atkvæði en Trump í Wisconsin sem var eitt af lykilríkjunum sem tryggðu Biden sigur í forsetakosningunum 3. nóvember. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna ósigur með vísan til stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik. Að kröfu framboðs Trump var ráðist í að telja atkvæði í Milwaukee- og Dane-sýslum í Wisconsin aftur. Báðar sýslur eru sterk vígi Demókrataflokksins og fór framboðið ekki fram á endurtalningu í öðrum sýslum. Engin fordæmi eru fyrir að endurtalning breyti svo afgerandi kosningaúrslitum, að sögn AP-fréttastofunnar. Framboðið vill láta ógilda tugi þúsunda utankjörfundaratkvæða af ýmsum ástæðum. Gera athugasemdir við hvert einasta atkvæði Endurtalningin hefur dregist á langinn og er langt á eftir áætlun vegna fjölda kvartana sem berast frá repúblikönum. George Christenson, starfsmaður Milwaukee-sýslu, sgeir að margir eftirlitsmenn Trump brjóti reglur með því að trufla starfsmenn kjörstjórnar sem telja atkvæðin stanslaust með spurningum og athugasemdum. „Það er óásættanlegt,“ segir Christenson sem telur ljóst að margir eftirlitsmennina viti greinilega ekki hvað þeir eru að gera. Tim Posnanski, yfirmaður kjörstjórnar, segir að svo virðist sem að tveir fulltrúar framboðsins séu sums staðar við einn starfsmann sem telur atkvæði í trássi við reglur um að aðeins einn eftirlitsmaður geri það. Einhverjir eftirlitsmenn Trump hafi haldi því fram að þeir væru óháðir eftirlitsmenn. Í einhverjum tilfellum hafa eftirlitsmennirnir gert athugasemdir við hvert einasta atkvæði sem er talið upp úr poka vegna þess að þau voru brotin saman. Posnanski sakar framboð Trump um að koma ekki fram í góðri trú. Því hafnar Joe Voiland, lögmaður fyrir hönd framboðsins. Hann vilji draga úr spennu á milli framboðsins og kjörstjórna. Fréttir hafa borist af því að lögreglufulltrúar hafi leidd að minnsta kosti einn eftirlitsmann Trump út úr byggingu þar sem atkvæði eru talin eftir að hann ýtti starfsmanni kjörstjórnar sem hafði tekið kápu hans af stól talningarmanns. Öðrum eftirlitsmanni var vísað af staðnum á föstudaginn fyrir að nota ekki grímu á réttan hátt eins og krafist er á talningarstað. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Yfirmenn kjörstjórnar í Wisconsin sökuðu eftirlitsmenn á vegum framboðs Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, um að reyna að hindra endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum þar í gær. Framboðið fór sjálft fram á endurtalninguna. Joe Biden, frambjóðandi demókrata, fékk um 20.600 fleiri atkvæði en Trump í Wisconsin sem var eitt af lykilríkjunum sem tryggðu Biden sigur í forsetakosningunum 3. nóvember. Trump og bandamenn hans hafa neitað að viðurkenna ósigur með vísan til stoðlausra ásakana um stórfelld kosningasvik. Að kröfu framboðs Trump var ráðist í að telja atkvæði í Milwaukee- og Dane-sýslum í Wisconsin aftur. Báðar sýslur eru sterk vígi Demókrataflokksins og fór framboðið ekki fram á endurtalningu í öðrum sýslum. Engin fordæmi eru fyrir að endurtalning breyti svo afgerandi kosningaúrslitum, að sögn AP-fréttastofunnar. Framboðið vill láta ógilda tugi þúsunda utankjörfundaratkvæða af ýmsum ástæðum. Gera athugasemdir við hvert einasta atkvæði Endurtalningin hefur dregist á langinn og er langt á eftir áætlun vegna fjölda kvartana sem berast frá repúblikönum. George Christenson, starfsmaður Milwaukee-sýslu, sgeir að margir eftirlitsmenn Trump brjóti reglur með því að trufla starfsmenn kjörstjórnar sem telja atkvæðin stanslaust með spurningum og athugasemdum. „Það er óásættanlegt,“ segir Christenson sem telur ljóst að margir eftirlitsmennina viti greinilega ekki hvað þeir eru að gera. Tim Posnanski, yfirmaður kjörstjórnar, segir að svo virðist sem að tveir fulltrúar framboðsins séu sums staðar við einn starfsmann sem telur atkvæði í trássi við reglur um að aðeins einn eftirlitsmaður geri það. Einhverjir eftirlitsmenn Trump hafi haldi því fram að þeir væru óháðir eftirlitsmenn. Í einhverjum tilfellum hafa eftirlitsmennirnir gert athugasemdir við hvert einasta atkvæði sem er talið upp úr poka vegna þess að þau voru brotin saman. Posnanski sakar framboð Trump um að koma ekki fram í góðri trú. Því hafnar Joe Voiland, lögmaður fyrir hönd framboðsins. Hann vilji draga úr spennu á milli framboðsins og kjörstjórna. Fréttir hafa borist af því að lögreglufulltrúar hafi leidd að minnsta kosti einn eftirlitsmann Trump út úr byggingu þar sem atkvæði eru talin eftir að hann ýtti starfsmanni kjörstjórnar sem hafði tekið kápu hans af stól talningarmanns. Öðrum eftirlitsmanni var vísað af staðnum á föstudaginn fyrir að nota ekki grímu á réttan hátt eins og krafist er á talningarstað.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Sjá meira
Tilraunir Trump til að breyta úrslitum stranda á Georgíu og Michigan Langsóttar tilraunir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði urðu fyrir enn einum áföllunum í gær. 21. nóvember 2020 09:38