Dæmdur fyrir líkamsárás, húsbrot og hótanir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2020 19:09 Dómur yfir manninum féll í Héraðsdómi Suðurlands. Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, húsbrot, hótanir og brot gegn fíkniefnalögum. Manninum var einnig gert að greiða konunni sem árásin beindist að hálfa milljón króna í miskabætur. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum segir að maðurinn hafi ruðst í heimildarleysi inn á heimili konu á síðasta ári. Hann hafi verið í bræðiskasti og ráðist að manni sem var gestur á heimili konunnar, hótað honum lífláti, elt hann um húsnæðið og kýlt til hans en ekki hitt. Konunni hafi þá tekist að skilja mennina í sundur þannig að gestinum tókst að komast fáklæddur á hlaupum út úr húsinu. Þá hafi hinn dæmdi hins vegar veist að konunni með því að grípa um handleggi hennar og hrinda henni til þannig að hún féll utan í veggi og á kommóðu, með þeim afleiðingum að á henni sá. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, sem hann játaði fyrir dómi, en alls fundust 25 kannabisplöntur á heimili hans á síðasta ári. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2007. Síðan þá hafi hann níu sinnum verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar, samtals í 51 mánuð. Flestir dómanna snúa að umferðarlagabrotum mannsins, en hann hafði ekki verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot fram að þessu. Litið var til sakaferils mannsins þegar refsing var ákveðin. Auk fimm mánaða fangelsisvistar og miskabóta til konunnar sem árásin beindist að er manninum gert að greiða sakarkostnað, rúmlega 2,1 milljón til verjanda síns og rúmlega 676.000 krónur til réttargæslumanns brotaþola, auk aksturkostnaðar. Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, húsbrot, hótanir og brot gegn fíkniefnalögum. Manninum var einnig gert að greiða konunni sem árásin beindist að hálfa milljón króna í miskabætur. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum segir að maðurinn hafi ruðst í heimildarleysi inn á heimili konu á síðasta ári. Hann hafi verið í bræðiskasti og ráðist að manni sem var gestur á heimili konunnar, hótað honum lífláti, elt hann um húsnæðið og kýlt til hans en ekki hitt. Konunni hafi þá tekist að skilja mennina í sundur þannig að gestinum tókst að komast fáklæddur á hlaupum út úr húsinu. Þá hafi hinn dæmdi hins vegar veist að konunni með því að grípa um handleggi hennar og hrinda henni til þannig að hún féll utan í veggi og á kommóðu, með þeim afleiðingum að á henni sá. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, sem hann játaði fyrir dómi, en alls fundust 25 kannabisplöntur á heimili hans á síðasta ári. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2007. Síðan þá hafi hann níu sinnum verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar, samtals í 51 mánuð. Flestir dómanna snúa að umferðarlagabrotum mannsins, en hann hafði ekki verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot fram að þessu. Litið var til sakaferils mannsins þegar refsing var ákveðin. Auk fimm mánaða fangelsisvistar og miskabóta til konunnar sem árásin beindist að er manninum gert að greiða sakarkostnað, rúmlega 2,1 milljón til verjanda síns og rúmlega 676.000 krónur til réttargæslumanns brotaþola, auk aksturkostnaðar.
Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira