Tekst á við enn eina krísuna Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 12:23 Janet Yellen yrði fyrsta konan til að sinna embætti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Yellen var stefnuráði Seðlabanka Bandaríkjanna á árinum 2008 og 2009 og varð svo seðlabankastjóri árið 2014. Í forsetatíð Bill Clinton var Yellen þar að auki hans helsti ráðgjafi þegar fjárhagskreppa varð í Asíu. Nú á Yellen að taka við fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna í miðri efnahagskrísu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og miklu atvinnuleysi. Verði Yellen skipuð í embættið, eins og fjölmiðlar vestanhafs staðhæfa, yrði hún fyrsta konan til að taka við stjórn fjármálaráðuneytisins í nærri því 232 ára sögu þess, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún varð einnig fyrsta konan til að verða seðlabankastjóri. Hagfræðingar búast við því að dreifing bóluefna muni leiða til aukins hagvaxtar á næsta ári en vara við því að hraði og umfangs viðsnúnings velti að miklu leyti á því hvort þingið muni samþykkja neyðarpakka til að koma hagkerfinu í gegnum næstu mánuði. Yellen hefur lýst því yfir að hún styðji frekari neyðaraðgerðir og þá sérstaklega til yfirvalda í ríkjum og borgum Bandaríkjanna, sem hún segir þurfa umfangsmikla aðstoð. Hún segir að verði slík aðstoð ekki veitt myndi það hægja verulega á viðsnúningi í hagkerfinu. Viðræður um slíkan pakka á milli Demókrata, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikana, sem stjórna öldungadeildinni, hafa þó engu skilað í marga mánuði. Samkvæmt AP hafa þær sérstaklega strandað á umræðum um fjárhagsaðstoð til ríkja. Biden er einnig sagður ætla að skipa Antony Blinken sem utanríkisráðherra, en sá mun einnig hafa næg verkefni fyrir höndum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53 Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að skipa Janet Yellen í embætti fjármálaráðherra. Yellen var stefnuráði Seðlabanka Bandaríkjanna á árinum 2008 og 2009 og varð svo seðlabankastjóri árið 2014. Í forsetatíð Bill Clinton var Yellen þar að auki hans helsti ráðgjafi þegar fjárhagskreppa varð í Asíu. Nú á Yellen að taka við fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna í miðri efnahagskrísu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og miklu atvinnuleysi. Verði Yellen skipuð í embættið, eins og fjölmiðlar vestanhafs staðhæfa, yrði hún fyrsta konan til að taka við stjórn fjármálaráðuneytisins í nærri því 232 ára sögu þess, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún varð einnig fyrsta konan til að verða seðlabankastjóri. Hagfræðingar búast við því að dreifing bóluefna muni leiða til aukins hagvaxtar á næsta ári en vara við því að hraði og umfangs viðsnúnings velti að miklu leyti á því hvort þingið muni samþykkja neyðarpakka til að koma hagkerfinu í gegnum næstu mánuði. Yellen hefur lýst því yfir að hún styðji frekari neyðaraðgerðir og þá sérstaklega til yfirvalda í ríkjum og borgum Bandaríkjanna, sem hún segir þurfa umfangsmikla aðstoð. Hún segir að verði slík aðstoð ekki veitt myndi það hægja verulega á viðsnúningi í hagkerfinu. Viðræður um slíkan pakka á milli Demókrata, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikana, sem stjórna öldungadeildinni, hafa þó engu skilað í marga mánuði. Samkvæmt AP hafa þær sérstaklega strandað á umræðum um fjárhagsaðstoð til ríkja. Biden er einnig sagður ætla að skipa Antony Blinken sem utanríkisráðherra, en sá mun einnig hafa næg verkefni fyrir höndum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53 Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06 Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53
Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06
Kerry fær lykilhlutverk í stjórn Bidens John Kerry, utanríkisráðherra í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verður sérstakur loftslagsráðgjafi Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden og teymi hans vinnan nú hörðum höndum að því að fylla væntanlega ríkistjórn. 23. nóvember 2020 21:49