Afleiðingar COVID-19 fyrir heimabúandi einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra Hulda Sveinsdóttir og Friðný B. Sigurðardóttir skrifa 24. nóvember 2020 12:34 Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur breytt lífi margra og haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ekki síst fyrir heimabúandi fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í upphafi faraldursins lokuðu mörg samfélög á þjónustu eins og dagþjálfanir veita og enn eru takmarkanir í þjónustu til að forðast útbreiðslu COVID-19. Það sem á ætíð við um heilabilunarsjúkdóma er að það að gera ekki neitt er alltaf versti kosturinn. Sjúkdómurinn felur í sér hnignun og til að hægja á henni er mikilvægt að vera virkur og taka þátt í daglegu lífi og markvisst að örva og viðhalda andlegri og líkamlegri færni. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu dönsku Alzheimersamtakanna eru afleiðingarnar COVID-19 alvarlegar fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Samkvæmt dönsku skýrslunni hefur þriðjungi fólks með heilabilun hrakað líkamlega á tímum COVID-19 og hjá fjórða hverjum sýna niðurstöður versnandi minni og að hæfileikinn til að tjá sig hefur farið aftur. Hjá einstaklingum með heilabilun er töluverð hætta á að um varanlega skerðingu sé að ræða. Andlegt heilsufar versnaði hjá helmingi aðstandenda vegna COVID-19. Niðurstöðurnar eru í takti við athuganir sem gerðar hafa verið í öðrum löndum um áhrif Kórónu faraldursins á fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í dönsku rannsókninni kemur einnig fram að þriðji hver einstaklingur með heilabilun hefur upplifað einangrun og fjórði hver aðstandandi hefur upplifað sig einmana. Einmanaleiki hefur neikvæð áhrif á andlegt heilbrigði hjá bæði einstaklingnum sjálfum og aðstandendum. Líkurnar á að lífsgæði skerðist eru sex til sjö sinnum meiri ef heilsufar versnar hjá fólki með heilabilun og ef aðstandendur eru einmana. Fjórði hver aðstandandi einangraði sig af ótta við að smitast af COVID 19 og áttundi hver fór ekki til læknis, sjúkraþjálfara eða annað. Fjórir af hverjum tíu aðstandendum upplifðu meiri ágreining við einstaklinginn og nærri sex af hverjum tíu upplifðu sig úrvinda af þreytu og höfðu því minni getu til að annast hinn veika. Þriðja hver fjölskylda upplifði skerðingu á þjónustu frá sveitarfélögum í Danmörku þar sem dregið var úr þjónustu frá heimahjúkrun og heimaþjónustu vegna Kórónu faraldursins. Fjórar af hverjum tíu fjölskyldum upplifðu að sértækar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun lokuðu. Það hafði í för með sér hnignun á hreyfifærni, hæfileikinn til að tjá sig og eiga í samskiptum fór versnandi. Lífsgleði dalaði almennt og fimmta hver fjölskylda fékk ekki reglubundnar heimsóknir frá heilabilunarráðgjafa eins og venjan er í Danmörku. Dagþjálfanir gegna mikilvægu hlutverki gagnvart fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Til að viðhalda færni og draga úr þróun sjúkdómsins eins lengi og kostur er hjá fólki með heilabilun og til að hvíla aðstandendur getur aðgangur að dagþjálfun því verið afgerandi. Fram til þessa hafa Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) haft að leiðarljósi að halda þjónustu dagþjálfunar opinni þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi geisað. Ýtrustu sóttvarna hefur verið gætt og enn sem komið er hefur ekkert smit komið upp. Vegna samkomutakmarkana hefur þurft að fækka dögum hjá hluta skjólstæðinga og eins hafa sumir notendur ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví og aðrir verið á úthringi lista og fengið stuðning starfsfólks dagþjálfunar. Reynt hefur verið að halda starfseminni opinni með takmörkunum sem settar hafa verið af yfirvöldum. Allt skipulag hjá ÖA miðar að því að vinna gegn mögulegum neikvæðum afleiðingum, halda starfsemi og lífinu sem eðlilegustu fyrir notendur og fjölskyldur þeirra, minnka ótta og kvíða og viðhalda virkni til. Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi á ÖA Friðný B. Sigurðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu ÖA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur breytt lífi margra og haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ekki síst fyrir heimabúandi fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í upphafi faraldursins lokuðu mörg samfélög á þjónustu eins og dagþjálfanir veita og enn eru takmarkanir í þjónustu til að forðast útbreiðslu COVID-19. Það sem á ætíð við um heilabilunarsjúkdóma er að það að gera ekki neitt er alltaf versti kosturinn. Sjúkdómurinn felur í sér hnignun og til að hægja á henni er mikilvægt að vera virkur og taka þátt í daglegu lífi og markvisst að örva og viðhalda andlegri og líkamlegri færni. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu dönsku Alzheimersamtakanna eru afleiðingarnar COVID-19 alvarlegar fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Samkvæmt dönsku skýrslunni hefur þriðjungi fólks með heilabilun hrakað líkamlega á tímum COVID-19 og hjá fjórða hverjum sýna niðurstöður versnandi minni og að hæfileikinn til að tjá sig hefur farið aftur. Hjá einstaklingum með heilabilun er töluverð hætta á að um varanlega skerðingu sé að ræða. Andlegt heilsufar versnaði hjá helmingi aðstandenda vegna COVID-19. Niðurstöðurnar eru í takti við athuganir sem gerðar hafa verið í öðrum löndum um áhrif Kórónu faraldursins á fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Í dönsku rannsókninni kemur einnig fram að þriðji hver einstaklingur með heilabilun hefur upplifað einangrun og fjórði hver aðstandandi hefur upplifað sig einmana. Einmanaleiki hefur neikvæð áhrif á andlegt heilbrigði hjá bæði einstaklingnum sjálfum og aðstandendum. Líkurnar á að lífsgæði skerðist eru sex til sjö sinnum meiri ef heilsufar versnar hjá fólki með heilabilun og ef aðstandendur eru einmana. Fjórði hver aðstandandi einangraði sig af ótta við að smitast af COVID 19 og áttundi hver fór ekki til læknis, sjúkraþjálfara eða annað. Fjórir af hverjum tíu aðstandendum upplifðu meiri ágreining við einstaklinginn og nærri sex af hverjum tíu upplifðu sig úrvinda af þreytu og höfðu því minni getu til að annast hinn veika. Þriðja hver fjölskylda upplifði skerðingu á þjónustu frá sveitarfélögum í Danmörku þar sem dregið var úr þjónustu frá heimahjúkrun og heimaþjónustu vegna Kórónu faraldursins. Fjórar af hverjum tíu fjölskyldum upplifðu að sértækar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun lokuðu. Það hafði í för með sér hnignun á hreyfifærni, hæfileikinn til að tjá sig og eiga í samskiptum fór versnandi. Lífsgleði dalaði almennt og fimmta hver fjölskylda fékk ekki reglubundnar heimsóknir frá heilabilunarráðgjafa eins og venjan er í Danmörku. Dagþjálfanir gegna mikilvægu hlutverki gagnvart fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Til að viðhalda færni og draga úr þróun sjúkdómsins eins lengi og kostur er hjá fólki með heilabilun og til að hvíla aðstandendur getur aðgangur að dagþjálfun því verið afgerandi. Fram til þessa hafa Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) haft að leiðarljósi að halda þjónustu dagþjálfunar opinni þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi geisað. Ýtrustu sóttvarna hefur verið gætt og enn sem komið er hefur ekkert smit komið upp. Vegna samkomutakmarkana hefur þurft að fækka dögum hjá hluta skjólstæðinga og eins hafa sumir notendur ákveðið að fara í sjálfskipaða sóttkví og aðrir verið á úthringi lista og fengið stuðning starfsfólks dagþjálfunar. Reynt hefur verið að halda starfseminni opinni með takmörkunum sem settar hafa verið af yfirvöldum. Allt skipulag hjá ÖA miðar að því að vinna gegn mögulegum neikvæðum afleiðingum, halda starfsemi og lífinu sem eðlilegustu fyrir notendur og fjölskyldur þeirra, minnka ótta og kvíða og viðhalda virkni til. Hulda Sveinsdóttir, heilabilunarráðgjafi á ÖA Friðný B. Sigurðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu ÖA
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun