Styttri vinnuvika – ekki bara fyrir fullorðna Berglind Robertson Grétarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:31 Í ársbyrjun 2021 tekur í gildi stytting vinnuvikunnar hjá mörgum starfsstéttum á Íslandi og þar á meðal starfsfólki leikskóla. Það er í höndum hvers leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar í samræmi við aðstæður í hverjum skóla. Vandinn er hinsvegar sá að ekki má það kosta sveitarfélögin sem reka leikskólana, það er enginn vilji til að setja aukafjármagn til að auðvelda þessa framkvæmd. Ekki má skerða þjónustuna með styttri opnunartíma og heldur ekki ráða fleira starfsfólk til afleysinga. Hvað þýðir þetta fyrir börnin í leikskólanum? Þetta þýðir að þegar starfsfólkið er með allt niður í 36 tíma vinnuviku, en enginn starfsmaður kemur til að leysa af, þá eru meiri líkur á því að þjónustan gagnvart yngstu þegnum landsins sé skert og börnin ekki eins örugg í leikskólanum. Leikskólinn verður þá gæslustofnun en ekki menntastofnun eins og fram kemur í lögum um leikskóla. Leikskólinn er nefnilega fyrsta skólastigið, ekki bara á tyllidögum þegar það hentar stjórnmálamönnun. Allt of algengt er að litið sé á leikskólann sem „geymslustað“ fyrir börnin til að létta á foreldrum til að stunda vinnu. Mikil umræða er á meðal leikskólakennara og stjórnenda leikskóla um hvernig á að vera hægt að láta styttingu vinnuvikunnar ganga upp án þess að skerða þjónustu eða búa til meira álag en nú þegar er fyrir börn og starfsfólk. Margir hafa ákveðið að taka þetta á jákvæðninni og að hugsa í lausnum því starfsfólk leikskóla eru oft sérfræðingar í að „redda málum“ og „hlaupa hraðar“. Við erum svo góðhjörtuð og jákvæð. Ótrúleg meðvirkni er búin að einkenna leikskóla á Íslandi í mörg ár og er þetta enn einn liðurinn í því. Starfsfólk leikskóla er einn stærsti hópur sem leitar til Virks starfsendurhæfingarsjóðs meðal annars vegna krefjandi starfsaðstæðna sem hefur einkennt leikskóla á Íslandi. Leikskólabörn hér á landi eru með lengstu viðveruna af öllum OECD löndum, allt of oft í litlum rýmum og stórum barnahópum. Samt má ekki kosta neitt að bæta starfsaðstæður barna og starfsfólk leikskóla. Því miður eru margir stjórnmálamenn sem átta sig ekki á að börn eru lifandi efniviður en ekki pappír sem hægt er að setja til hliðar þegar farið er fyrr úr vinnu vegna styttri viðveru. Tölvunarfræðingurinn getur slökkt á tölvunni og bifvélavirkinn leggur frá sér verkfærin en það er ekki hægt að „hengja börn upp á snaga“ þegar færra starfsfólk er að störfum í leikskólanum. Það er verið að stefna öryggi barnanna í hættu og draga úr fagmennsku leikskólastigsins. Leikskólabörn geta ekki tekið upp símann og hringt í Umboðsmann barna eða barnavernd og látið vita þegar aðstæður þeirra eru óviðunandi. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu 0-6 ára barna og vilja vera talsmenn barnanna og láta í sér heyra, en tala því miður oft fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og þeirra sem ráða í málaflokki leikskólanna. Stytting vinnuvikunnar á ekki bara að vera fyrir fullorðna, heldur eiga börnin einnig að fá að njóta þess að vera meira með fjölskyldum sínum. Sveitarfélögin eiga að geta boðið upp á sveigjanlegan vistunartíma í leikskólunum, svo þegar foreldrar eru með styttri viðveru í vinnu þá fari börnin fyrr heim úr leikskólanum. Þannig skapast betri aðstæður fyrir stjórnendur leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar - ekki einungis fyrir starfsfólkið heldur börnum og fjölskyldum þeirra til heilla. Það ætti ekki að kosta svo mikið. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2021 tekur í gildi stytting vinnuvikunnar hjá mörgum starfsstéttum á Íslandi og þar á meðal starfsfólki leikskóla. Það er í höndum hvers leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar í samræmi við aðstæður í hverjum skóla. Vandinn er hinsvegar sá að ekki má það kosta sveitarfélögin sem reka leikskólana, það er enginn vilji til að setja aukafjármagn til að auðvelda þessa framkvæmd. Ekki má skerða þjónustuna með styttri opnunartíma og heldur ekki ráða fleira starfsfólk til afleysinga. Hvað þýðir þetta fyrir börnin í leikskólanum? Þetta þýðir að þegar starfsfólkið er með allt niður í 36 tíma vinnuviku, en enginn starfsmaður kemur til að leysa af, þá eru meiri líkur á því að þjónustan gagnvart yngstu þegnum landsins sé skert og börnin ekki eins örugg í leikskólanum. Leikskólinn verður þá gæslustofnun en ekki menntastofnun eins og fram kemur í lögum um leikskóla. Leikskólinn er nefnilega fyrsta skólastigið, ekki bara á tyllidögum þegar það hentar stjórnmálamönnun. Allt of algengt er að litið sé á leikskólann sem „geymslustað“ fyrir börnin til að létta á foreldrum til að stunda vinnu. Mikil umræða er á meðal leikskólakennara og stjórnenda leikskóla um hvernig á að vera hægt að láta styttingu vinnuvikunnar ganga upp án þess að skerða þjónustu eða búa til meira álag en nú þegar er fyrir börn og starfsfólk. Margir hafa ákveðið að taka þetta á jákvæðninni og að hugsa í lausnum því starfsfólk leikskóla eru oft sérfræðingar í að „redda málum“ og „hlaupa hraðar“. Við erum svo góðhjörtuð og jákvæð. Ótrúleg meðvirkni er búin að einkenna leikskóla á Íslandi í mörg ár og er þetta enn einn liðurinn í því. Starfsfólk leikskóla er einn stærsti hópur sem leitar til Virks starfsendurhæfingarsjóðs meðal annars vegna krefjandi starfsaðstæðna sem hefur einkennt leikskóla á Íslandi. Leikskólabörn hér á landi eru með lengstu viðveruna af öllum OECD löndum, allt of oft í litlum rýmum og stórum barnahópum. Samt má ekki kosta neitt að bæta starfsaðstæður barna og starfsfólk leikskóla. Því miður eru margir stjórnmálamenn sem átta sig ekki á að börn eru lifandi efniviður en ekki pappír sem hægt er að setja til hliðar þegar farið er fyrr úr vinnu vegna styttri viðveru. Tölvunarfræðingurinn getur slökkt á tölvunni og bifvélavirkinn leggur frá sér verkfærin en það er ekki hægt að „hengja börn upp á snaga“ þegar færra starfsfólk er að störfum í leikskólanum. Það er verið að stefna öryggi barnanna í hættu og draga úr fagmennsku leikskólastigsins. Leikskólabörn geta ekki tekið upp símann og hringt í Umboðsmann barna eða barnavernd og látið vita þegar aðstæður þeirra eru óviðunandi. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu 0-6 ára barna og vilja vera talsmenn barnanna og láta í sér heyra, en tala því miður oft fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna og þeirra sem ráða í málaflokki leikskólanna. Stytting vinnuvikunnar á ekki bara að vera fyrir fullorðna, heldur eiga börnin einnig að fá að njóta þess að vera meira með fjölskyldum sínum. Sveitarfélögin eiga að geta boðið upp á sveigjanlegan vistunartíma í leikskólunum, svo þegar foreldrar eru með styttri viðveru í vinnu þá fari börnin fyrr heim úr leikskólanum. Þannig skapast betri aðstæður fyrir stjórnendur leikskóla að útfæra styttingu vinnuvikunnar - ekki einungis fyrir starfsfólkið heldur börnum og fjölskyldum þeirra til heilla. Það ætti ekki að kosta svo mikið. Höfundur er leikskólastjóri.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun