Tekist á um útgöngubann á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 16:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum í dag. vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem skipaðaður var í haust. Tilgangur breytinganna er að skýra ákvæði laga um opinberrar sóttvarnir, í ljósi þeirrar reynslu sem skapast hefur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að heilbrigðisráðherra fái heimild til þess að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, vakti einmitt athygli á þessari heimild á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvort jafn íþyngjandi og alvarlegt inngrip inn í frelsi fólks og heimild til þess að setja útgöngubann sé ekki betur geymd þar til eftir að við erum komin úr þessum skafli. Vegna þess að það er ýmislegt sem mér finnst að þurfi að skoða,“ sagði Þórhildur Sunna og bætti við að hún teldi að Alþingi og eftirlitsstofnanir þyrftu að hafa meira eftirlitsvald og vera nokkurs konar neyðarhemill. Svandís hvatti þingið til þess að skoða einmitt þennan þátt frumvarpsins afar vel. „Vegna þess að þetta er mjög viðkvæm heimild.“ Hún sagði heimildina aftur á móti nauðsynlega í neyðartilvikum og að starfshópurinn, sem vann að gerð frumvarpsins, hafi talið rétt að kveða á um hana í lögum. Frumvarpið var ekki sett í samráðsgátt stjórnvalda og vakti Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, athygli á því að frumvarpið hefði ekki verið borið undir sóttvarnaráð. Svandís sagðist hafa talið að rétt að koma málinu sem allra fyrst til Alþingis og að ítarlegri umfjöllun ætti eftir að fara fram á vettvangi velferðarnefndar. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði jafnframt athugasemd við fyrirhugaða heimild heilbrigðisráðherra til að setja útgöngubann og spurði hvort ekki væri réttara að ráðherra þyrfti að leita samþykkis Alþingis til að gera svo. Svandís fór yfir mögulega aðkomu þingsins og benti á að það væri að lokum alltaf í höndum framkvæmdavaldsins að taka ákvarðanir sem þola enga bið, líkt og um mögulega setningu útgöngubanns, á grundvelli þeirra laga sem þingið hefur samþykkt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem skipaðaður var í haust. Tilgangur breytinganna er að skýra ákvæði laga um opinberrar sóttvarnir, í ljósi þeirrar reynslu sem skapast hefur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að heilbrigðisráðherra fái heimild til þess að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, vakti einmitt athygli á þessari heimild á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvort jafn íþyngjandi og alvarlegt inngrip inn í frelsi fólks og heimild til þess að setja útgöngubann sé ekki betur geymd þar til eftir að við erum komin úr þessum skafli. Vegna þess að það er ýmislegt sem mér finnst að þurfi að skoða,“ sagði Þórhildur Sunna og bætti við að hún teldi að Alþingi og eftirlitsstofnanir þyrftu að hafa meira eftirlitsvald og vera nokkurs konar neyðarhemill. Svandís hvatti þingið til þess að skoða einmitt þennan þátt frumvarpsins afar vel. „Vegna þess að þetta er mjög viðkvæm heimild.“ Hún sagði heimildina aftur á móti nauðsynlega í neyðartilvikum og að starfshópurinn, sem vann að gerð frumvarpsins, hafi talið rétt að kveða á um hana í lögum. Frumvarpið var ekki sett í samráðsgátt stjórnvalda og vakti Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, athygli á því að frumvarpið hefði ekki verið borið undir sóttvarnaráð. Svandís sagðist hafa talið að rétt að koma málinu sem allra fyrst til Alþingis og að ítarlegri umfjöllun ætti eftir að fara fram á vettvangi velferðarnefndar. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði jafnframt athugasemd við fyrirhugaða heimild heilbrigðisráðherra til að setja útgöngubann og spurði hvort ekki væri réttara að ráðherra þyrfti að leita samþykkis Alþingis til að gera svo. Svandís fór yfir mögulega aðkomu þingsins og benti á að það væri að lokum alltaf í höndum framkvæmdavaldsins að taka ákvarðanir sem þola enga bið, líkt og um mögulega setningu útgöngubanns, á grundvelli þeirra laga sem þingið hefur samþykkt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira