Tekist á um útgöngubann á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 16:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum í dag. vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem skipaðaður var í haust. Tilgangur breytinganna er að skýra ákvæði laga um opinberrar sóttvarnir, í ljósi þeirrar reynslu sem skapast hefur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að heilbrigðisráðherra fái heimild til þess að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, vakti einmitt athygli á þessari heimild á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvort jafn íþyngjandi og alvarlegt inngrip inn í frelsi fólks og heimild til þess að setja útgöngubann sé ekki betur geymd þar til eftir að við erum komin úr þessum skafli. Vegna þess að það er ýmislegt sem mér finnst að þurfi að skoða,“ sagði Þórhildur Sunna og bætti við að hún teldi að Alþingi og eftirlitsstofnanir þyrftu að hafa meira eftirlitsvald og vera nokkurs konar neyðarhemill. Svandís hvatti þingið til þess að skoða einmitt þennan þátt frumvarpsins afar vel. „Vegna þess að þetta er mjög viðkvæm heimild.“ Hún sagði heimildina aftur á móti nauðsynlega í neyðartilvikum og að starfshópurinn, sem vann að gerð frumvarpsins, hafi talið rétt að kveða á um hana í lögum. Frumvarpið var ekki sett í samráðsgátt stjórnvalda og vakti Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, athygli á því að frumvarpið hefði ekki verið borið undir sóttvarnaráð. Svandís sagðist hafa talið að rétt að koma málinu sem allra fyrst til Alþingis og að ítarlegri umfjöllun ætti eftir að fara fram á vettvangi velferðarnefndar. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði jafnframt athugasemd við fyrirhugaða heimild heilbrigðisráðherra til að setja útgöngubann og spurði hvort ekki væri réttara að ráðherra þyrfti að leita samþykkis Alþingis til að gera svo. Svandís fór yfir mögulega aðkomu þingsins og benti á að það væri að lokum alltaf í höndum framkvæmdavaldsins að taka ákvarðanir sem þola enga bið, líkt og um mögulega setningu útgöngubanns, á grundvelli þeirra laga sem þingið hefur samþykkt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem skipaðaður var í haust. Tilgangur breytinganna er að skýra ákvæði laga um opinberrar sóttvarnir, í ljósi þeirrar reynslu sem skapast hefur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að heilbrigðisráðherra fái heimild til þess að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, vakti einmitt athygli á þessari heimild á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvort jafn íþyngjandi og alvarlegt inngrip inn í frelsi fólks og heimild til þess að setja útgöngubann sé ekki betur geymd þar til eftir að við erum komin úr þessum skafli. Vegna þess að það er ýmislegt sem mér finnst að þurfi að skoða,“ sagði Þórhildur Sunna og bætti við að hún teldi að Alþingi og eftirlitsstofnanir þyrftu að hafa meira eftirlitsvald og vera nokkurs konar neyðarhemill. Svandís hvatti þingið til þess að skoða einmitt þennan þátt frumvarpsins afar vel. „Vegna þess að þetta er mjög viðkvæm heimild.“ Hún sagði heimildina aftur á móti nauðsynlega í neyðartilvikum og að starfshópurinn, sem vann að gerð frumvarpsins, hafi talið rétt að kveða á um hana í lögum. Frumvarpið var ekki sett í samráðsgátt stjórnvalda og vakti Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, athygli á því að frumvarpið hefði ekki verið borið undir sóttvarnaráð. Svandís sagðist hafa talið að rétt að koma málinu sem allra fyrst til Alþingis og að ítarlegri umfjöllun ætti eftir að fara fram á vettvangi velferðarnefndar. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði jafnframt athugasemd við fyrirhugaða heimild heilbrigðisráðherra til að setja útgöngubann og spurði hvort ekki væri réttara að ráðherra þyrfti að leita samþykkis Alþingis til að gera svo. Svandís fór yfir mögulega aðkomu þingsins og benti á að það væri að lokum alltaf í höndum framkvæmdavaldsins að taka ákvarðanir sem þola enga bið, líkt og um mögulega setningu útgöngubanns, á grundvelli þeirra laga sem þingið hefur samþykkt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira