Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Tæplega þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð á þessu ári en í fyrra hjá tveimur stærstu sveitarfélögum landsins. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig heyrum við í Víði Reynissyni sem greindist með covid-19 í dag. Hann verður frá störfum í tvær vikur hið minnsta.

Í fréttatímanum tökum við stöðuna á bóluefni. Leiðtogar Evrópusambandsins búast við því að bólusetningar í sambandsríkjum hefjist fyrir jól. Hér á Íslandi er verið að undirbúa bólusetningar og munu þeir sem eru í áhættuhópi fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningar.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá sáttasemjara þar sem flugvirkjar Landhelgisgæslunnar sitja við samningaborðið og verðum einnig í beinni frá viðburði bókaforlags sem hugsar út fyrir boxið til að kynna jólabækurnar í ár.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×