Röð tilviljana leiddi Þröst óvart inn á heimabanka ókunnugrar konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 15:24 Þröstur lenti inn á heimabanka Ingu Steinu Sædísardóttur, ungrar konu frá Akureyri. Aðsend/Vilhelm Þröstur Þorsteinsson rak upp stór augu í sumar þegar hann hugðist skrá sig inn á heimabanka sinn en lenti, að því er virðist án vandkvæða, inn á heimabanka ókunnugrar konu. Röð tilviljana virðist hafa leitt Þröst inn á reikninginn; þar á meðal símanúmer sem var vitlaust slegið inn og móðir sem umhugað er um fjármál dóttur sinnar. „Ég taldi mig hafa sett símanúmerið mitt og fékk beiðni um rafrænu skilríkin í símann hjá mér. Ég svara því og set tölurnar mínar þar. Svo biður appið mig um fjórar öryggistölur sem ég er með og ég slæ þær inn og þá kemur þessi stelpa upp,“ segir Þröstur í samtali við Vísi. Hann minnist þess ekki að innskráningin hafi verið óvenjuleg á neinn hátt, allt hafi komið upp eins og venjulega. Hann kveðst hafa sett sig í samband við bankann, sem hafi gefið þau svör að konan sjálf virtist hafa samþykkt innskráninguna. Símanúmerin lík og samþykki á hinni línunni Þá gagnrýnir Þröstur að ekki sé hægt að loka alveg á aðgang að reikningum í gegnum smáforrit bankans. „Ég eyddi appinu úr símanum og fór svo í gegnum tölvuna inn á heimabankann en þurfti að setja appið aftur inn. Þetta hefur ekki gerst aftur en ef ég vil loka fyrir aðgang gegnum app þá finnst mér að ég eigi að geta það,“ segir Þröstur. Fram kemur í skriflegu svari Íslandsbanka við fyrirspurn Vísis að málið hafi verið sett í hæsta forgang þegar það kom upp. Í ljós hafi komið að viðkomandi viðskiptavinur, þ.e. Þröstur, hafi slegið inn rangt símanúmer, en þó afar líkt sínu eigin, í rafrænni auðkenningu. Eigandi þess númers hafi svo staðfest innskráninguna. „Þannig komst viðskiptavinur inn í upplýsingar hjá öðrum viðskiptavin,“ segir í svari Íslandsbanka. Mæðgurnar bættu við símtali Inga Steina Sædísardóttir, unga konan sem á reikninginn sem um ræðir, hafði ekki heyrt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í dag. Þegar bornar voru undir hana skýringar bankans taldi hún þær þó sennilegar – hún hefði oft veitt móður sinni aðgang að heimabankanum sínum með þessum hætti þar sem sú síðarnefnda aðstoðaði hana gjarnan með fjármál. Í sumar hafi hún fengið slíka beiðni en síðar komið í ljós að þar var mamma hennar ekki að verki. „En ég spáði svo ekkert meira í því svo sem,“ segir Inga. Þær mæðgur hafi þó gert varúðarráðstafanir í kjölfar málsins. „Í framhaldinu, þar sem móðir mín kannaðist ekki við að hafa verið að fara inn á bankann, ákváðum við að hún léti mig ávallt vita símleiðis ef hún þyrfti að fara inn á reikninginn fyrir mig þar sem við könnuðumst ekki við virknina.“ Neytendur Íslenskir bankar Netöryggi Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Röð tilviljana virðist hafa leitt Þröst inn á reikninginn; þar á meðal símanúmer sem var vitlaust slegið inn og móðir sem umhugað er um fjármál dóttur sinnar. „Ég taldi mig hafa sett símanúmerið mitt og fékk beiðni um rafrænu skilríkin í símann hjá mér. Ég svara því og set tölurnar mínar þar. Svo biður appið mig um fjórar öryggistölur sem ég er með og ég slæ þær inn og þá kemur þessi stelpa upp,“ segir Þröstur í samtali við Vísi. Hann minnist þess ekki að innskráningin hafi verið óvenjuleg á neinn hátt, allt hafi komið upp eins og venjulega. Hann kveðst hafa sett sig í samband við bankann, sem hafi gefið þau svör að konan sjálf virtist hafa samþykkt innskráninguna. Símanúmerin lík og samþykki á hinni línunni Þá gagnrýnir Þröstur að ekki sé hægt að loka alveg á aðgang að reikningum í gegnum smáforrit bankans. „Ég eyddi appinu úr símanum og fór svo í gegnum tölvuna inn á heimabankann en þurfti að setja appið aftur inn. Þetta hefur ekki gerst aftur en ef ég vil loka fyrir aðgang gegnum app þá finnst mér að ég eigi að geta það,“ segir Þröstur. Fram kemur í skriflegu svari Íslandsbanka við fyrirspurn Vísis að málið hafi verið sett í hæsta forgang þegar það kom upp. Í ljós hafi komið að viðkomandi viðskiptavinur, þ.e. Þröstur, hafi slegið inn rangt símanúmer, en þó afar líkt sínu eigin, í rafrænni auðkenningu. Eigandi þess númers hafi svo staðfest innskráninguna. „Þannig komst viðskiptavinur inn í upplýsingar hjá öðrum viðskiptavin,“ segir í svari Íslandsbanka. Mæðgurnar bættu við símtali Inga Steina Sædísardóttir, unga konan sem á reikninginn sem um ræðir, hafði ekki heyrt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í dag. Þegar bornar voru undir hana skýringar bankans taldi hún þær þó sennilegar – hún hefði oft veitt móður sinni aðgang að heimabankanum sínum með þessum hætti þar sem sú síðarnefnda aðstoðaði hana gjarnan með fjármál. Í sumar hafi hún fengið slíka beiðni en síðar komið í ljós að þar var mamma hennar ekki að verki. „En ég spáði svo ekkert meira í því svo sem,“ segir Inga. Þær mæðgur hafi þó gert varúðarráðstafanir í kjölfar málsins. „Í framhaldinu, þar sem móðir mín kannaðist ekki við að hafa verið að fara inn á bankann, ákváðum við að hún léti mig ávallt vita símleiðis ef hún þyrfti að fara inn á reikninginn fyrir mig þar sem við könnuðumst ekki við virknina.“
Neytendur Íslenskir bankar Netöryggi Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent