Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Sylvía Hall skrifar 26. nóvember 2020 20:27 Rögnvaldur Ólafsson segist áhyggjufullur yfir stöðunni. Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi. „Við höfum dæmi um það bara frá síðustu helgi þar sem var einfalt, saklaust kaffiboð þar sem amma var að bjóða heim til sín börnunum sínum, barnabörnum og tengdafólki. Það kemur upp smit þar sem er búið að leggja nokkra inn í einangrun. Þetta þarf ekki að vera flókið eða stórt til að hafa afleiðingar,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af þróuninni. Fólk sé komið í jólaskap og vilji halda í hefðirnar, hitta fólkið sitt og sinna hinum hefðbundna jólaundirbúningi. Mögulega sé fólk farið að missa þolinmæðina gagnvart aðgerðunum. „Við höfum áhyggjur af því að við séum öll að missa þolinmæðina svolítið og séum ekki að ná að halda þetta út.“ Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 og hefur hann verið á uppleið nokkra daga í röð. Allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju samkvæmt Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Fólki í sóttkví fjölgar á milli daga, en aðeins þrír af þeim ellefu sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu. Engin dæmi um smit í verslunum „Leiðbeiningarnar eru nokkuð góðar og grímunotkun hefur verið býsna góð. Við erum ekki að sjá nein tilvik sem við tengjum beint við verslanirnar, þannig að þetta virðist vera að virka ágætlega,“ segir Rögnvaldur um stöðuna í jólaverslun. Tilboðsdagar og jólatíminn hefur sett sitt mark á verslun undanfarna daga, en á upplýsingafundi í dag var ranglega fullyrt að starfsfólk í Kringlunni hefði smitast. „Þetta skrifast á óhappatilviljun. Það er mikið að gera hjá okkur, í mörg horn að líta og hlutirnir oft að gerast hratt. Í samskiptum okkar við rakningarteymið varð þessi leiði misskilningur að nafn Kringlunnar kom upp, sem tengist samt skrifstofum sem standa við Kringluna. Þannig fór þessi misskilningur af stað,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. 26. nóvember 2020 16:21 Starfsfólk á skrifstofu við Kringluna veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49 Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Við höfum dæmi um það bara frá síðustu helgi þar sem var einfalt, saklaust kaffiboð þar sem amma var að bjóða heim til sín börnunum sínum, barnabörnum og tengdafólki. Það kemur upp smit þar sem er búið að leggja nokkra inn í einangrun. Þetta þarf ekki að vera flókið eða stórt til að hafa afleiðingar,“ sagði Rögnvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af þróuninni. Fólk sé komið í jólaskap og vilji halda í hefðirnar, hitta fólkið sitt og sinna hinum hefðbundna jólaundirbúningi. Mögulega sé fólk farið að missa þolinmæðina gagnvart aðgerðunum. „Við höfum áhyggjur af því að við séum öll að missa þolinmæðina svolítið og séum ekki að ná að halda þetta út.“ Smitstuðullinn hér á landi er kominn upp fyrir 1,5 og hefur hann verið á uppleið nokkra daga í röð. Allt fyrir ofan 1 er ávísun á aðra bylgju samkvæmt Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði. Fólki í sóttkví fjölgar á milli daga, en aðeins þrír af þeim ellefu sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu. Engin dæmi um smit í verslunum „Leiðbeiningarnar eru nokkuð góðar og grímunotkun hefur verið býsna góð. Við erum ekki að sjá nein tilvik sem við tengjum beint við verslanirnar, þannig að þetta virðist vera að virka ágætlega,“ segir Rögnvaldur um stöðuna í jólaverslun. Tilboðsdagar og jólatíminn hefur sett sitt mark á verslun undanfarna daga, en á upplýsingafundi í dag var ranglega fullyrt að starfsfólk í Kringlunni hefði smitast. „Þetta skrifast á óhappatilviljun. Það er mikið að gera hjá okkur, í mörg horn að líta og hlutirnir oft að gerast hratt. Í samskiptum okkar við rakningarteymið varð þessi leiði misskilningur að nafn Kringlunnar kom upp, sem tengist samt skrifstofum sem standa við Kringluna. Þannig fór þessi misskilningur af stað,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. 26. nóvember 2020 16:21 Starfsfólk á skrifstofu við Kringluna veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49 Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir Kringluna öruggan stað til að heimsækja en minnir á mikilvægi sóttvarna. Engin smit hafi komið upp nýlega í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar. 26. nóvember 2020 16:21
Starfsfólk á skrifstofu við Kringluna veiktist Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni. 26. nóvember 2020 15:49
Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12