Þriðjungur greindra smita í þriðju bylgju tengist þremur hópsýkingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 07:00 Irishman Pub er einn þeirra staða sem tengist hópsýkingum sem komið hafa upp í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Um 2.900 manns hafa greinst smitaðir í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Þriðjung smitanna má rekja til þriggja stórra hópsýkinga á höfuðborgarsvæðinu. Um 420 smit hafa verið rakin beint eða óbeint til Hnefaleikafélags Kópavogs þar sem upp kom hópsýking í byrjun október. 84 smit hafa verið rakin beint til sýkingarinnar en hin rúmlega 300 smitin óbeint. Inni í heildartölunni eru fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis á vinnustöðum, í skólum, leikskólum, líkamsrækt og svo framvegis. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Í svarinu kemur jafnframt fram að rekja megi um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september og tengd er skemmtistöðunum Irishman Pub og Brewdog. Þá hafa um 350 smit, að þessum sjötíu meðtöldum, verið rakin beint eða óbeint til þeirrar hópsýkingarinnar. Líkt og í tilfelli sýkingarinnar hjá Hnefaleikafélaginu eru inni í þeirri tölu fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis í skólum, leikskólum, líkamsrækt og á vinnustöðvum. Langflestir greinst með „bláu veiruna“ Um 770 smit má því rekja til þessara tveggja stóru hópsýkinga í þriðju bylgju faraldursins. Þá er ótalin hópsýkingin á Landakoti en greint hefur verið frá því að rekja megi um 200 smit til þeirrar sýkingar. Alls hafa um 2.900 einstaklingar greinst með Covid-19 í þriðju bylgju faraldursins. Um þriðjung smitanna má því rekja beint eða óbeint til fyrrnefndra hópsýkinga. Greint hefur verið frá því að þriðja bylgjan sé að megninu til borin upp af veirustofni sem fengið hefur bláan lit hjá smitrakningateymi almannavarna. Stofninn hefur því verið kölluð „bláa veiran“ en einnig „franska veiran“ þar sem afbrigðið greindist fyrst hjá tveimur frönskum ferðamönnum sem komu hingað til lands um miðjan ágúst. Vísir beindi þeirri spurningu til almannavarna hvenær ferðamennirnir komu nákvæmlega til landsins og hvenær þeir greindust með veiruna. Reynt var að fá fram með spurningunni hvort þeir hafi greinst við fyrri skimun á landamærum eða þá seinni, það er ef þeir voru að koma frá áhættusvæðum þar sem krafist var tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli. Slíkar reglur tóku gildi 31. júlí. Ekki hægt að fullyrða að veiran hafi komið með ferðamönnunum Í svari almannavarna segir að ekki sé hægt að fullyrða að veirustofninn hafi komið til landsins með þessum tilteknu ferðamönnum. Þannig sé ekki hægt að útiloka að hann hafi borist hingað til lands með öðrum. Þá hefur einnig komið fram að ferðamennirnir hafi ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta en brotið hafi ekki verið það alvarlegt að ástæða hafi verið til að sekta þá. Vísir spurði út í það í hverju nákvæmlega sóttvarnabrot ferðamannanna fólst. „Eins og greint hefur verið frá áður höfðu ferðamennirnir verið á ferðinni og ekki farið eftir sóttvarnarleiðbeiningum til fulls. Málið var unnið í samvinnu við ferðamennina með leiðbeiningum sem þau skildu ekki,“ segir í svari almannavarna. Af þeim 2.900 einstaklingum sem greinst hafa með Covid-19 í þriðju bylgjunni hafa 2.400 þeirra greinst með „bláu veiruna“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Um 420 smit hafa verið rakin beint eða óbeint til Hnefaleikafélags Kópavogs þar sem upp kom hópsýking í byrjun október. 84 smit hafa verið rakin beint til sýkingarinnar en hin rúmlega 300 smitin óbeint. Inni í heildartölunni eru fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis á vinnustöðum, í skólum, leikskólum, líkamsrækt og svo framvegis. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Í svarinu kemur jafnframt fram að rekja megi um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september og tengd er skemmtistöðunum Irishman Pub og Brewdog. Þá hafa um 350 smit, að þessum sjötíu meðtöldum, verið rakin beint eða óbeint til þeirrar hópsýkingarinnar. Líkt og í tilfelli sýkingarinnar hjá Hnefaleikafélaginu eru inni í þeirri tölu fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis í skólum, leikskólum, líkamsrækt og á vinnustöðvum. Langflestir greinst með „bláu veiruna“ Um 770 smit má því rekja til þessara tveggja stóru hópsýkinga í þriðju bylgju faraldursins. Þá er ótalin hópsýkingin á Landakoti en greint hefur verið frá því að rekja megi um 200 smit til þeirrar sýkingar. Alls hafa um 2.900 einstaklingar greinst með Covid-19 í þriðju bylgju faraldursins. Um þriðjung smitanna má því rekja beint eða óbeint til fyrrnefndra hópsýkinga. Greint hefur verið frá því að þriðja bylgjan sé að megninu til borin upp af veirustofni sem fengið hefur bláan lit hjá smitrakningateymi almannavarna. Stofninn hefur því verið kölluð „bláa veiran“ en einnig „franska veiran“ þar sem afbrigðið greindist fyrst hjá tveimur frönskum ferðamönnum sem komu hingað til lands um miðjan ágúst. Vísir beindi þeirri spurningu til almannavarna hvenær ferðamennirnir komu nákvæmlega til landsins og hvenær þeir greindust með veiruna. Reynt var að fá fram með spurningunni hvort þeir hafi greinst við fyrri skimun á landamærum eða þá seinni, það er ef þeir voru að koma frá áhættusvæðum þar sem krafist var tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli. Slíkar reglur tóku gildi 31. júlí. Ekki hægt að fullyrða að veiran hafi komið með ferðamönnunum Í svari almannavarna segir að ekki sé hægt að fullyrða að veirustofninn hafi komið til landsins með þessum tilteknu ferðamönnum. Þannig sé ekki hægt að útiloka að hann hafi borist hingað til lands með öðrum. Þá hefur einnig komið fram að ferðamennirnir hafi ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta en brotið hafi ekki verið það alvarlegt að ástæða hafi verið til að sekta þá. Vísir spurði út í það í hverju nákvæmlega sóttvarnabrot ferðamannanna fólst. „Eins og greint hefur verið frá áður höfðu ferðamennirnir verið á ferðinni og ekki farið eftir sóttvarnarleiðbeiningum til fulls. Málið var unnið í samvinnu við ferðamennina með leiðbeiningum sem þau skildu ekki,“ segir í svari almannavarna. Af þeim 2.900 einstaklingum sem greinst hafa með Covid-19 í þriðju bylgjunni hafa 2.400 þeirra greinst með „bláu veiruna“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira