„Um leið og ég lendi fæ ég símtal frá bræðrum mínum um að hann sé farinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2020 10:00 Sigmar Vilhjálmsson er gestur vikunnar í Einkalífinu. vísir/vilhelm Sigmar sló fyrst í gegn í þáttunum 70 mínútur á Popp Tíví um aldamótin og hefur síðan þá verið þjóðþekktur einstaklingur hér á landi. Í dag á hann nokkra veitingastaði og hefur gert það gott á því sviði. Sigmar Vilhjálmsson er gestur vikunnar í Einkalífinu. Sigmar missti pabba sinn fyrir tæplega ári síðan en þá féll Vilhjálmur Einarsson frá þann 28. desember. Vilhjálmur var fyrstur Íslendinga til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 og var 5 sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Hann fékk silfur á leikunum. „Aðdragandinn var í rauninni eitt ár því árið áður var hann fluttur með sjúkraflugi frá Egilsstöðum og var frekar illa haldinn þegar hann kemur til Reykjavíkur,“ segir Sigmar og heldur áfram. „Honum var eiginlega vart hugað líf þá. Síðan nær hann sér upp úr því og við höfðum alveg ár með honum sem var frábært. Þetta ár var samt klárlega árið sem maður var að búa sig undir að þetta væri lokaspretturinn.“ Um síðustu jól heimsótti Simmi föður sinn á sjúkrahúsið. „Það er í rauninni síðasta kvöldið þar sem hann talar, situr uppi og við náum að óska honum gleðilegra jóla og ná ágætis samtali við hann. Eftir það fer hann í dá. Ég var þarna að fara á öðrum í jólum með miðjusoninn minn á handboltamót í Svíþjóð og var svona eitthvað að efast um það hvort ég ætti að fara. Á ákvað að fara og það var síðan um leið og ég lendi fæ ég símtal frá bræðrum mínum um að hann sé farinn. Þá kom upp sú spurning hvort það ætti að reyna halda honum lifandi þangað til að ég kæmi til baka á gamlárs. Af því að ég fékk þennan tíma með honum á aðfangadag þá fannst mér það engan veginn við hæfi,“ segir Sigmar og bætir við að faðir hans hefði sjálfur aldrei viljað það, að vera haldið á lífi í vélum. Sigmar segir að það hafi verið erfitt að skipuleggja svona stóra jarðarför en álagið hafi dreifst vel á þá bræður, en þeir eru sex talsins. „Ég hef ekki enn haft tíma til að lesa minningargreinarnar. Morgunblaðið tók þær allar saman fyrir mig og ég á þær í bundinni bók sem ég ætla einhvern tímann að gefa mér tíma til að lesa. Ég hef svona að einhverju leyti ýtt því frá mér að fara yfir þá bók.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Simmi Vill um upphafið á fjölmiðlaferli sínum, veitingabransann og það hvernig er að reka veitingastaði í miðju Covid, um fráfall föður hans seint á síðasta ári, þristamúsina frægu, framtíðina og svo margt fleira. Einkalífið Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Sigmar missti pabba sinn fyrir tæplega ári síðan en þá féll Vilhjálmur Einarsson frá þann 28. desember. Vilhjálmur var fyrstur Íslendinga til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 og var 5 sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Hann fékk silfur á leikunum. „Aðdragandinn var í rauninni eitt ár því árið áður var hann fluttur með sjúkraflugi frá Egilsstöðum og var frekar illa haldinn þegar hann kemur til Reykjavíkur,“ segir Sigmar og heldur áfram. „Honum var eiginlega vart hugað líf þá. Síðan nær hann sér upp úr því og við höfðum alveg ár með honum sem var frábært. Þetta ár var samt klárlega árið sem maður var að búa sig undir að þetta væri lokaspretturinn.“ Um síðustu jól heimsótti Simmi föður sinn á sjúkrahúsið. „Það er í rauninni síðasta kvöldið þar sem hann talar, situr uppi og við náum að óska honum gleðilegra jóla og ná ágætis samtali við hann. Eftir það fer hann í dá. Ég var þarna að fara á öðrum í jólum með miðjusoninn minn á handboltamót í Svíþjóð og var svona eitthvað að efast um það hvort ég ætti að fara. Á ákvað að fara og það var síðan um leið og ég lendi fæ ég símtal frá bræðrum mínum um að hann sé farinn. Þá kom upp sú spurning hvort það ætti að reyna halda honum lifandi þangað til að ég kæmi til baka á gamlárs. Af því að ég fékk þennan tíma með honum á aðfangadag þá fannst mér það engan veginn við hæfi,“ segir Sigmar og bætir við að faðir hans hefði sjálfur aldrei viljað það, að vera haldið á lífi í vélum. Sigmar segir að það hafi verið erfitt að skipuleggja svona stóra jarðarför en álagið hafi dreifst vel á þá bræður, en þeir eru sex talsins. „Ég hef ekki enn haft tíma til að lesa minningargreinarnar. Morgunblaðið tók þær allar saman fyrir mig og ég á þær í bundinni bók sem ég ætla einhvern tímann að gefa mér tíma til að lesa. Ég hef svona að einhverju leyti ýtt því frá mér að fara yfir þá bók.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Simmi Vill um upphafið á fjölmiðlaferli sínum, veitingabransann og það hvernig er að reka veitingastaði í miðju Covid, um fráfall föður hans seint á síðasta ári, þristamúsina frægu, framtíðina og svo margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira