Einvígi gamla og nýja tímans þegar Brady og Mahomes mætast í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2020 10:31 Tom Brady og Patrick Mahomes eftir síðasta leik þeirra en þá var Brady leikmaður New England Patriots. Getty/Matthew J. Lee Það eru margir spenntir fyrir einvígi Tom Brady og Patrick Mahomes í NFL-deildinni í dag en gengi liða þeirra hefur engu að síður verið ólíkt undanfarnar vikur. Það eru margir spenntir fyrir einvígi Tom Brady og Patrick Mahomes í NFL-deildinni í dag en gengi liða þeirra hefur engu að síður verið ólíkt undanfarnar vikur. Stórleikur dagsins í NFL-deildinni er leikur Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs í Flórída en leikstjórnendur liðanna eru þeir sem hafa leitt hafa lið til sigurs í Super Bowl á síðustu tveimur tímabilum. Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs hafa verið á góðu skriði og hafa unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu. Höfðingjarnir töpuðu óvænt á móti Las Vegas Raiders snemma í október en hafa svarað því með fimm sigrum í röð. Sá síðasti var einmitt á móti umræddu Raiders liði. Eftir 38-10 sigur á Green Bay Packers og 45-20 sigur á Las Vegas Raiders í síðasta mánuði þá leit Tampa Bay Buccaneers liðið vel út en síðustu vikur hafa breytt áliti margra á liðinu.Tom Brady er vissulega mesti sigurvegarinn í sögu NFL-deildarinnar en undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir manninn sem neitar að leggja skóna á hilluna. Tampa Bay Buccaneers hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum og þar á undan rétt marði liðið sigur á New York Giants. Það sem hefur einkennt Brady og félaga er að þeir spila illa í stóru leikjunum, leikjunum á móti bestu liðunum eða í kvöldleikjum stóru sjónvarpsstöðvanna. Það ætti bara að þýða eitt í dag. Brady hefur líka verið í miklum vandræðum með að kasta boltanum fram völlinn í þessum undanförnum leikjum og er lítur meira og meira eins og maður á fimmtugsaldri með hverju tapinu. Prófin verða ekki stærri en í dag enda þarf Brady að keyra sóknarleikinn áfram ef Tampa Bay Buccaneers ætlar að halda í við Patrick Mahomes og félaga. Útsending frá leik Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs hefst klukkan 21.20 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 17.55 verður leikur New England Patriots og Arizona Cardinals sýndur á Stöð 2 Sport. NFL Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Sjá meira
Það eru margir spenntir fyrir einvígi Tom Brady og Patrick Mahomes í NFL-deildinni í dag en gengi liða þeirra hefur engu að síður verið ólíkt undanfarnar vikur. Stórleikur dagsins í NFL-deildinni er leikur Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs í Flórída en leikstjórnendur liðanna eru þeir sem hafa leitt hafa lið til sigurs í Super Bowl á síðustu tveimur tímabilum. Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs hafa verið á góðu skriði og hafa unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu. Höfðingjarnir töpuðu óvænt á móti Las Vegas Raiders snemma í október en hafa svarað því með fimm sigrum í röð. Sá síðasti var einmitt á móti umræddu Raiders liði. Eftir 38-10 sigur á Green Bay Packers og 45-20 sigur á Las Vegas Raiders í síðasta mánuði þá leit Tampa Bay Buccaneers liðið vel út en síðustu vikur hafa breytt áliti margra á liðinu.Tom Brady er vissulega mesti sigurvegarinn í sögu NFL-deildarinnar en undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir manninn sem neitar að leggja skóna á hilluna. Tampa Bay Buccaneers hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum og þar á undan rétt marði liðið sigur á New York Giants. Það sem hefur einkennt Brady og félaga er að þeir spila illa í stóru leikjunum, leikjunum á móti bestu liðunum eða í kvöldleikjum stóru sjónvarpsstöðvanna. Það ætti bara að þýða eitt í dag. Brady hefur líka verið í miklum vandræðum með að kasta boltanum fram völlinn í þessum undanförnum leikjum og er lítur meira og meira eins og maður á fimmtugsaldri með hverju tapinu. Prófin verða ekki stærri en í dag enda þarf Brady að keyra sóknarleikinn áfram ef Tampa Bay Buccaneers ætlar að halda í við Patrick Mahomes og félaga. Útsending frá leik Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs hefst klukkan 21.20 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 17.55 verður leikur New England Patriots og Arizona Cardinals sýndur á Stöð 2 Sport.
NFL Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Sjá meira