Refsingu frestað fyrir mótmæli í flugvél Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2020 15:12 Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fresta refsingu Jórunnar Eddu Helgadóttur og Ragnheiðar Freyju Kristínardóttur og skilorðsbinda til tveggja ára. Þær Jórunn og Ragnheiður voru dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á lögum í flugvél Icelandair þegar þær mótmæltu brottvísun hælisleitanda. Landsréttur horfði meðal annars til þess að fyrir þeim hefði vakið að nýta á friðsaman hátt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að mótmæla þótt þær hafi í þessu tilfelli gengið lengra en heimilt var. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Fresting refsingar þýðir að þær þurfa hvorki að afplána dóm ná greiða sekt. Frá meðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Það er ánægjulegt að Landsréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að sýkna okkur af tveimur alvarlegustu kæruliðunum, að raska öryggi og að valda verulegri truflun. Sömuleiðis að Landsréttur hafi tekið afstöðu með stjórnarskrárvörðum rétti til mótmæla og tjáningarfrelsis, segir Ragnheiður Freyja í samtali við Vísi. Sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu Boko Haram Það var fimmtudaginn 26. maí 2016 sem vinkonurnar risu úr sætum sínum um borð í flugvél Icelandair á leið til Svíþjóðar. Tilgangurinn með uppátæki þeirra var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu. Eze Okafor sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi. Sýknaðar af því að hafa raskað flugsamgöngum Jórunn og Ragnheiður voru ákærðar fyrir fjögur brot. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði þær af ákæru fyrir að hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Þá sýknaði Landsréttur þær til viðbótar af því að hafa valdið röskun á flugsamgöngum. Eftir stendur að þær voru sakfelldar fyrir að hafa reynt að tálma því að lögreglumenn framfylgdu ákvörðun Útlendingastofnunar um endursendingu og að hafa ekki farið eftir fyrirmælum flugþjóna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að við ákvörðun refsingar hafi sérstaklega verið litið til þess að fyrir Jórunni og Ragnheiði hafi vakað að standa vörð um líf og heilsu Eze sem þær álitu í hættu. Það hafi þær gert með því að nýta á friðsaman hátt stjórnarskrárvarinn rétt sinn. Í því tilfelli sem komið hafi upp í flugvél Icelandair hafi þær þó gengið lengra en heimilt var. Að því virtu, og því að hvorug hefur áður hlotið refsingu og verulegur dráttur hefur orðið á málinu fyrir dómstólum, var ákveðið að fresta ákvörðun refsingar og skilorðsbinda til tveggja ára. Fagnar rökstuðningi Landsréttar Sigurður Örn Hilmarsson, verjandi Ragnheiðar Freyju, segir niðurstöðuna ánægjulega við fyrstu sýn og þá sérstaklega rökstuðningur Landsréttar. „Í fyrsta lagi var umbjóðandi minn sýknaður af alvarlegustu ákæruatriðunum, en dómurinn fjallar sérstaklega um hvort sakfelling af öðrum ákæruliðum væri nauðsynleg og í samræmist við lýðræðishefðir. Dómurinn fjallar um að kröfur ákæruvaldsins hafi falið í sér skerðingu á tjáningarfrelsi og því þurfti að skoða sérstaklega hvort að sú skerðing sé nauðsynleg sökum tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar,“ segir Sigurður Örn. Sigurður Örn Hilmarsson, verjandi Ragnheiðar Freyju, segir þann drátt sem orðið hafi á málinu forkastanlegan. Þó Landsréttur hafi talið skilyrði til sakfellingar fyrir að óhlýðnast fyrirmælum flugverja og tálma ákvörðun um brottvísun hælisleitandans, geti Landsréttur þess sérstaklega að fyrir ákærðu vakti að standa vörð um líf og heilsu hælisleitandans. „Sem þær álitu í hættu og það hafi þær gert með því að nýta á friðsaman hátt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að mótmæla, þó svo að í þessu tilviki hafi þær gengið lengra en heimilt var. Að þessu öllu virtu tel ég að dómurinn muni hafa fordæmisgildi um tjáningarfrelsi í landinu.“ Þá nefnir Sigurður Örn þann drátt sem orðið hafi á málinu en nú sé liðið vel á fimmta ár síðan atvik málsins áttu sér stað. „Það er að mínu viti forkastanlegt hvað þetta hefur tekið langan tíma, enda er það refsing í sjálfu sér að þurfa bíða svo lengi eftir niðurstöðu sakamáls.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum verjanda Ragnheiðar Freyju. Dómsmál Fréttir af flugi Hælisleitendur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Þær Jórunn og Ragnheiður voru dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á lögum í flugvél Icelandair þegar þær mótmæltu brottvísun hælisleitanda. Landsréttur horfði meðal annars til þess að fyrir þeim hefði vakið að nýta á friðsaman hátt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að mótmæla þótt þær hafi í þessu tilfelli gengið lengra en heimilt var. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Fresting refsingar þýðir að þær þurfa hvorki að afplána dóm ná greiða sekt. Frá meðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Það er ánægjulegt að Landsréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að sýkna okkur af tveimur alvarlegustu kæruliðunum, að raska öryggi og að valda verulegri truflun. Sömuleiðis að Landsréttur hafi tekið afstöðu með stjórnarskrárvörðum rétti til mótmæla og tjáningarfrelsis, segir Ragnheiður Freyja í samtali við Vísi. Sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu Boko Haram Það var fimmtudaginn 26. maí 2016 sem vinkonurnar risu úr sætum sínum um borð í flugvél Icelandair á leið til Svíþjóðar. Tilgangurinn með uppátæki þeirra var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu. Eze Okafor sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi. Sýknaðar af því að hafa raskað flugsamgöngum Jórunn og Ragnheiður voru ákærðar fyrir fjögur brot. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði þær af ákæru fyrir að hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Þá sýknaði Landsréttur þær til viðbótar af því að hafa valdið röskun á flugsamgöngum. Eftir stendur að þær voru sakfelldar fyrir að hafa reynt að tálma því að lögreglumenn framfylgdu ákvörðun Útlendingastofnunar um endursendingu og að hafa ekki farið eftir fyrirmælum flugþjóna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að við ákvörðun refsingar hafi sérstaklega verið litið til þess að fyrir Jórunni og Ragnheiði hafi vakað að standa vörð um líf og heilsu Eze sem þær álitu í hættu. Það hafi þær gert með því að nýta á friðsaman hátt stjórnarskrárvarinn rétt sinn. Í því tilfelli sem komið hafi upp í flugvél Icelandair hafi þær þó gengið lengra en heimilt var. Að því virtu, og því að hvorug hefur áður hlotið refsingu og verulegur dráttur hefur orðið á málinu fyrir dómstólum, var ákveðið að fresta ákvörðun refsingar og skilorðsbinda til tveggja ára. Fagnar rökstuðningi Landsréttar Sigurður Örn Hilmarsson, verjandi Ragnheiðar Freyju, segir niðurstöðuna ánægjulega við fyrstu sýn og þá sérstaklega rökstuðningur Landsréttar. „Í fyrsta lagi var umbjóðandi minn sýknaður af alvarlegustu ákæruatriðunum, en dómurinn fjallar sérstaklega um hvort sakfelling af öðrum ákæruliðum væri nauðsynleg og í samræmist við lýðræðishefðir. Dómurinn fjallar um að kröfur ákæruvaldsins hafi falið í sér skerðingu á tjáningarfrelsi og því þurfti að skoða sérstaklega hvort að sú skerðing sé nauðsynleg sökum tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar,“ segir Sigurður Örn. Sigurður Örn Hilmarsson, verjandi Ragnheiðar Freyju, segir þann drátt sem orðið hafi á málinu forkastanlegan. Þó Landsréttur hafi talið skilyrði til sakfellingar fyrir að óhlýðnast fyrirmælum flugverja og tálma ákvörðun um brottvísun hælisleitandans, geti Landsréttur þess sérstaklega að fyrir ákærðu vakti að standa vörð um líf og heilsu hælisleitandans. „Sem þær álitu í hættu og það hafi þær gert með því að nýta á friðsaman hátt stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að mótmæla, þó svo að í þessu tilviki hafi þær gengið lengra en heimilt var. Að þessu öllu virtu tel ég að dómurinn muni hafa fordæmisgildi um tjáningarfrelsi í landinu.“ Þá nefnir Sigurður Örn þann drátt sem orðið hafi á málinu en nú sé liðið vel á fimmta ár síðan atvik málsins áttu sér stað. „Það er að mínu viti forkastanlegt hvað þetta hefur tekið langan tíma, enda er það refsing í sjálfu sér að þurfa bíða svo lengi eftir niðurstöðu sakamáls.“ Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum verjanda Ragnheiðar Freyju.
Dómsmál Fréttir af flugi Hælisleitendur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira