Chelsea mætir lærisveinum José er Roman nær þúsund leikjum sem eigandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 12:15 José Mourinho og Roman Abramovich á góðri stundu árið 2004. Peter Kenyon, þáverandi framkvæmdastjóri Chelsea, er að þvælast fyrir. Phil Cole/Getty Images Leikur Chelsea og Tottenham Hotspur klukkan 16.30 í ensku úrvalsdeildinni í dag verður 1000. leikur Chelsea í eigu auðkýfingsins Roman Abramovich. Það er ákveðin kaldhæðni örlaganna fólgin í því að leikurinn sé gegn liði sem José Mourinho stýrir. Maðurinn sem færði Roman – og Chelsea – hvað mestan árangur frá því Rússinn festi kaup á Lundúnaliðinu í júlí árið 2003. Ítalinn Claudio Ranieri stýrði Chelsea eftir að Roman varð eigandi Chelsea. Hann var síðan látinn fara og José kom inn í ensku úrvalsdeildina með stæl. Það sem vekur enn meiri athygli – fyrir okkur Íslendinga allavega - er að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Chelsea eftir að Roman keypti félagið ásamt því að skora fyrsta markið eftir að Mourinho tók við. Frank Lampard, einn dáðasti leikmaður Chelsea frá upphafi og núverandi þjálfari liðsins, ræddi Roman og leikina þúsund á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. In his press conference this week, Frank Lampard reflected on the impact of Roman Abramovich ahead of the 1000th game of his ownership today and paid tribute to his childhood idol, the late Diego Maradona, who passed away this week — Chelsea FC (@ChelseaFC) November 29, 2020 Á vefsíðu Chelsea var farið yfir það sem hefur drifið á daga félagsins á þessum 17 árum undir stjórn Roman. Það er töluvert. Alls hefur liðið spilað 999 leiki, unnið 608, gert 215 jafntefli og tapað 176. Á þessum tíma hefur Chelsea skorað 1903 mörk og fengið á sig 896. Liðið hefur fimm sinnum unnið ensku úrvalsdeildina [2005, 2006, 2010, 2015 og 2017]. Chelsea vann Meistaradeild Evrópu árið 2012 og Evrópudeildina 2013 og 2019. Chelsea hefur fimm sinnum unnið enska FA-bikarinn [2007, 2009, 2010, 2012 og 2018] ásamt því að vinna enska deildarbikarinn þrívegis [2005, 2007 og 2015]. Ekkert enskt félag hefur unnið jafn marga stóra titla og Chelsea síðan Roman kom til sögunnar. Chelsea er með 16, Manchester United 14 og Manchester City sjö. Þá hefur kvennalið Chelsea einnig blómstrað undanfarin fimm ár. Liðið hefur þrívegis orðið deildarmeistari [2015, 2018 og 2020]. Það vann FA-bikarinn árin 2015 og 2018 ásamt því að vinna deildarbikarinn á þessu ári. Að lokum hefur Chelsea unnið hinn virta FA-unglingabikar alls sjö sinnum á síðustu tíu árum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir leikinn á Brúnni eins og alla aðra leiki Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það sé ekkert sérstakt fyrir hann að snúa aftur á Brúnna þar sem Mourinho var með völdin fyrir ekki svo mörgum árum. 27. nóvember 2020 17:45 Mourinho um samfélagsmiðlanotkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðningsmönnum José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Það er ákveðin kaldhæðni örlaganna fólgin í því að leikurinn sé gegn liði sem José Mourinho stýrir. Maðurinn sem færði Roman – og Chelsea – hvað mestan árangur frá því Rússinn festi kaup á Lundúnaliðinu í júlí árið 2003. Ítalinn Claudio Ranieri stýrði Chelsea eftir að Roman varð eigandi Chelsea. Hann var síðan látinn fara og José kom inn í ensku úrvalsdeildina með stæl. Það sem vekur enn meiri athygli – fyrir okkur Íslendinga allavega - er að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Chelsea eftir að Roman keypti félagið ásamt því að skora fyrsta markið eftir að Mourinho tók við. Frank Lampard, einn dáðasti leikmaður Chelsea frá upphafi og núverandi þjálfari liðsins, ræddi Roman og leikina þúsund á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. In his press conference this week, Frank Lampard reflected on the impact of Roman Abramovich ahead of the 1000th game of his ownership today and paid tribute to his childhood idol, the late Diego Maradona, who passed away this week — Chelsea FC (@ChelseaFC) November 29, 2020 Á vefsíðu Chelsea var farið yfir það sem hefur drifið á daga félagsins á þessum 17 árum undir stjórn Roman. Það er töluvert. Alls hefur liðið spilað 999 leiki, unnið 608, gert 215 jafntefli og tapað 176. Á þessum tíma hefur Chelsea skorað 1903 mörk og fengið á sig 896. Liðið hefur fimm sinnum unnið ensku úrvalsdeildina [2005, 2006, 2010, 2015 og 2017]. Chelsea vann Meistaradeild Evrópu árið 2012 og Evrópudeildina 2013 og 2019. Chelsea hefur fimm sinnum unnið enska FA-bikarinn [2007, 2009, 2010, 2012 og 2018] ásamt því að vinna enska deildarbikarinn þrívegis [2005, 2007 og 2015]. Ekkert enskt félag hefur unnið jafn marga stóra titla og Chelsea síðan Roman kom til sögunnar. Chelsea er með 16, Manchester United 14 og Manchester City sjö. Þá hefur kvennalið Chelsea einnig blómstrað undanfarin fimm ár. Liðið hefur þrívegis orðið deildarmeistari [2015, 2018 og 2020]. Það vann FA-bikarinn árin 2015 og 2018 ásamt því að vinna deildarbikarinn á þessu ári. Að lokum hefur Chelsea unnið hinn virta FA-unglingabikar alls sjö sinnum á síðustu tíu árum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir leikinn á Brúnni eins og alla aðra leiki Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það sé ekkert sérstakt fyrir hann að snúa aftur á Brúnna þar sem Mourinho var með völdin fyrir ekki svo mörgum árum. 27. nóvember 2020 17:45 Mourinho um samfélagsmiðlanotkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðningsmönnum José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Segir leikinn á Brúnni eins og alla aðra leiki Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það sé ekkert sérstakt fyrir hann að snúa aftur á Brúnna þar sem Mourinho var með völdin fyrir ekki svo mörgum árum. 27. nóvember 2020 17:45
Mourinho um samfélagsmiðlanotkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðningsmönnum José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 26. nóvember 2020 07:00