Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2020 14:41 Frá skimun fyrir Covid-19 í Wuhan í maí. EPA/LI KE CHINA OUT Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. People‘s Daily, dagblað í eigu kínverska ríkisins, staðhæfði til að mynda á Facebook í síðustu viku að öll sönnunargögn bentu til þess að veiran ætti ekki uppruna í Kína. Vitnað var í fyrrverandi sérfræðing hjá Sóttvarnastofnun Kína sem staðhæfði þetta. Í umfjöllun Financial Times segir að ein kenningin snúi að því að veiran hafi borist til Kína í frosnum matvælum. Það ku vera talið mjög hæpið. Blaðamenn Guardian leituðu viðbragða hjá utanríkisráðuneyti Kína en talsmaður þess sagði að mikilvægt væri að gera greinarmun á því hvar veiran hefði greinst fyrst og hvar hún hefði fyrst stökkbreyst á þann veg að hún gæti borist í menn. Það væri enn óljóst. Þá segir Guardian að kínverskir vísindamenn hafi jafnvel sent vísindagrein til birtingar í Lancet. Hún hefur enn ekki verið yfirfarin en þar er því einnig haldið fram að fyrsta smitið milli manna hafi ekki átt sér stað í Wuhan heldur í Indlandi. Fjallað er um þessa grein í kínverska miðlinum Global Times í dag og er þar gefið í skyn að Michael Ryan, einn af yfirmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og aðrir sérfræðingar hafi tekið undir þessi sjónarmið. Vísað var til ummæla hans þar sem hann sagði að einhver upprunaleg tilfelli hefðu ekki verið tengd við markað í Wuhan, sem mörg tilfelli voru rakin til. Ummæli hans um að rannsókn WHO á uppruna veirunnar þyrfti þó að hefjast í Wuhan hafa þó sjaldan fylgt þeim fyrri í kínverskum fjölmiðlum, samkvæmt FT. Ryan sagði þar að auki á föstudaginn að það væru miklar tilgátur að uppruni veirunnar væri ekki í Kína. Það væri eðlilegast að hefja rannsókn á uppruna veiru á staðnum þar sem hún greinist fyrst í mönnum. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og eins og áður segir voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Í grein Guardian segir að yfirvöld í Kína hafi í raun staðið í vegi rannsókna á uppruna veirunnar. Rannsakendur WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári gátu ekki heimsótt markaðinn sem hefur verið tengdur við uppruna veirunnar og í rauninni var þeim ekki gert kleift að fara til Wuhan. Þá hafa þeir ekki fengið að fara aftur til Kína. Ryan sagði í síðustu viku að það væri gífurlega mikilvægt að vísindamenn gætu rannsakað uppruna veirunnar. Hann sagðist vonast til þess að rannsakendurnir gætu farið bráðlega til Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Augljóslega þurfum við öll að skilja upphafi veirunnar. Við þurfum að skilja hvaðan hún kemur og þá til að skilja hvar hún geti komið upp aftur í framtíðinni. Ég hef fulla trú á því að kollegar okkar í Kína eru jafn óþreyjufullir og við varðandi það að finna þau svör,“ sagði Ryan. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Sjá meira
People‘s Daily, dagblað í eigu kínverska ríkisins, staðhæfði til að mynda á Facebook í síðustu viku að öll sönnunargögn bentu til þess að veiran ætti ekki uppruna í Kína. Vitnað var í fyrrverandi sérfræðing hjá Sóttvarnastofnun Kína sem staðhæfði þetta. Í umfjöllun Financial Times segir að ein kenningin snúi að því að veiran hafi borist til Kína í frosnum matvælum. Það ku vera talið mjög hæpið. Blaðamenn Guardian leituðu viðbragða hjá utanríkisráðuneyti Kína en talsmaður þess sagði að mikilvægt væri að gera greinarmun á því hvar veiran hefði greinst fyrst og hvar hún hefði fyrst stökkbreyst á þann veg að hún gæti borist í menn. Það væri enn óljóst. Þá segir Guardian að kínverskir vísindamenn hafi jafnvel sent vísindagrein til birtingar í Lancet. Hún hefur enn ekki verið yfirfarin en þar er því einnig haldið fram að fyrsta smitið milli manna hafi ekki átt sér stað í Wuhan heldur í Indlandi. Fjallað er um þessa grein í kínverska miðlinum Global Times í dag og er þar gefið í skyn að Michael Ryan, einn af yfirmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og aðrir sérfræðingar hafi tekið undir þessi sjónarmið. Vísað var til ummæla hans þar sem hann sagði að einhver upprunaleg tilfelli hefðu ekki verið tengd við markað í Wuhan, sem mörg tilfelli voru rakin til. Ummæli hans um að rannsókn WHO á uppruna veirunnar þyrfti þó að hefjast í Wuhan hafa þó sjaldan fylgt þeim fyrri í kínverskum fjölmiðlum, samkvæmt FT. Ryan sagði þar að auki á föstudaginn að það væru miklar tilgátur að uppruni veirunnar væri ekki í Kína. Það væri eðlilegast að hefja rannsókn á uppruna veiru á staðnum þar sem hún greinist fyrst í mönnum. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og eins og áður segir voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Í grein Guardian segir að yfirvöld í Kína hafi í raun staðið í vegi rannsókna á uppruna veirunnar. Rannsakendur WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári gátu ekki heimsótt markaðinn sem hefur verið tengdur við uppruna veirunnar og í rauninni var þeim ekki gert kleift að fara til Wuhan. Þá hafa þeir ekki fengið að fara aftur til Kína. Ryan sagði í síðustu viku að það væri gífurlega mikilvægt að vísindamenn gætu rannsakað uppruna veirunnar. Hann sagðist vonast til þess að rannsakendurnir gætu farið bráðlega til Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Augljóslega þurfum við öll að skilja upphafi veirunnar. Við þurfum að skilja hvaðan hún kemur og þá til að skilja hvar hún geti komið upp aftur í framtíðinni. Ég hef fulla trú á því að kollegar okkar í Kína eru jafn óþreyjufullir og við varðandi það að finna þau svör,“ sagði Ryan.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Sjá meira