Sögð ætla að nýta áhrifavalda í herferð fyrir bóluefni Sylvía Hall skrifar 29. nóvember 2020 23:09 Þróun bóluefnis við kórónuveirunni hefur farið fram úr björtustu spám. Yfirvöld í Bretlandi óttast þó að ekki nógu margir verði viljugir til þess að láta bólusetja sig. Getty/David Talukdar Bresk heilbrigðisyfirvöld ætla að semja við stórstjörnur og áhrifavalda með stærri fylgjendahópa í því skyni að hvetja fólk til þess að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum The Guardian verður einblínt á fólk sem nýtur trausts meðal almennings. Fullyrt er að ríkisstjórnin vinni að herferðinni í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Þau telji nauðsynlegt að velja fólk sem komi því greinilega til skila að fólki sé óhætt að láta bólusetja sig og treysta skilaboðum yfirvalda. Bent hefur verið á að stærri hópur fólks gæti haft efasemdir um bóluefni gegn kórónuveirunni miðað við aðrar bólusetningar. Er það sagt vera vegna þess hversu stuttan tíma tók að þróa það og fólk óttist jafnvel langtímaafleiðingar sem enn gætu komið í ljós. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, benti þó á í samtali við Kompás að öllum eftirlitsferlum væri fylgt. Það væri allra hagur að bóluefnið væri öruggt og enginn afsláttur yrði gefin í þeim efnum. Traust almennings á bóluefnum hefur aukist undanfarin ár í Evrópu og bentu niðurstöður yfirgripsmikillar könnunar til þess að aðeins sjö prósent Breta myndu ekki kjósa að láta bólusetja sig. Sú könnun var þó framkvæmd í mars, en nýrri kannanir frá því í sumar sýna að allt að fjórtán prósent myndu ekki láta bólusetja sig. Herferð yfirvalda verður umfangsmikil ef marka má heimildir The Guardian. Auk áhrifavalda munu yfirvöld leita til þekktra lækna, trúarleiðtoga og annarra sem njóta virðingar í sínu nærumhverfi í því skyni að láta þau miðla skilaboðum til sinna fylgjenda. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32 Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Fullyrt er að ríkisstjórnin vinni að herferðinni í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Þau telji nauðsynlegt að velja fólk sem komi því greinilega til skila að fólki sé óhætt að láta bólusetja sig og treysta skilaboðum yfirvalda. Bent hefur verið á að stærri hópur fólks gæti haft efasemdir um bóluefni gegn kórónuveirunni miðað við aðrar bólusetningar. Er það sagt vera vegna þess hversu stuttan tíma tók að þróa það og fólk óttist jafnvel langtímaafleiðingar sem enn gætu komið í ljós. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, benti þó á í samtali við Kompás að öllum eftirlitsferlum væri fylgt. Það væri allra hagur að bóluefnið væri öruggt og enginn afsláttur yrði gefin í þeim efnum. Traust almennings á bóluefnum hefur aukist undanfarin ár í Evrópu og bentu niðurstöður yfirgripsmikillar könnunar til þess að aðeins sjö prósent Breta myndu ekki kjósa að láta bólusetja sig. Sú könnun var þó framkvæmd í mars, en nýrri kannanir frá því í sumar sýna að allt að fjórtán prósent myndu ekki láta bólusetja sig. Herferð yfirvalda verður umfangsmikil ef marka má heimildir The Guardian. Auk áhrifavalda munu yfirvöld leita til þekktra lækna, trúarleiðtoga og annarra sem njóta virðingar í sínu nærumhverfi í því skyni að láta þau miðla skilaboðum til sinna fylgjenda.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32 Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Bylting ef bóluefnið lukkast vel: „Þetta er algjörlega ný nálgun“ Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu. 29. nóvember 2020 13:32
Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48
Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56