Rannsóknir á heimskautaísnum í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2020 15:27 CryoSat-2, evrópska gervitunglið, ári áður en því var skotið á loft árið 2010. Vísir/EPA Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Vísindamenn hafa varað Evrópusambandið og Geimstofnun Evrópu við áhrifunum sem það gæti haft á vöktun með loftslagsbreytingum á heimskautunum. Tvö gervitungl, evrópska geimfarið CryoSat-2 og bandaríski IceSat-2-gervihnötturinn, hafa borið hitann og þungann af rannsóknum á ísbreiðunum á norður- og suðurheimskautinu. Þau svífa yfir bæði heimskautin og eru búin hæðarmælum sem geta numið þykkt íssins. Þannig hafa þau varpað ljósi á hop hafíssins á norðurskautinu og hvernig jöklar á báðum hvelum þynnast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. CryoSat-2 er þegar komið fram yfir þann tíma sem gert var ráð fyrir að gervitunglið yrði í notkun. Því var skotið á loft árið 2010 og átti leiðangur þess upphaflega að standa yfir í þrjú og hálft ár. Vonir standa til að farið endist til ársins 2024 en eyðing rafhlöðu þess og eldsneytisleki þýðir að líftími þess verður ekki mikið lengri. IceSat-2 átti að lifa í þrjú ár þegar honum var skotið á loft árið 2018 en vonast var til að farið gæti starfað í allt að áratug. Breska ríkisútvarpið BBC segir nær öruggt að gervitunglin tvö muni hafa sungið sitt síðasta áður en arftökum þeirra verður skotið á loft. Þannig megi vænta nokkurra ára eyðu í mælingum á heimskautaísnum. Samfella í mælingum er talin afar mikilvæg við rannsóknir á langtímabreytingum á loftslagi. Í bréfi sem hópur vísindamanna hafa skrifað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Geimstofnun Evrópu (ESA) er varað við afleiðingum þess að mælingarnar falli niður tímabundið. Útlit er fyrir að ekkert gervitungl fylgist með heimskautunum með hæðarmælum í tvö til fimm ár. Langtímamæliraðir um ísbreiðurnar og þykkt íssins verði þannig rofnar. Loftslagslíkön muni líða fyrir það. ESA ætlar ekki að skjóta arftaka CryoSat-2 á loft fyrr en 2027 eða 2028 eða jafnvel síðar þar sem Cristal-gervihnötturinn hefur ekki enn verið fjármagnaður að fullu. Stofnunin segir BBC að unnið sé að því hörðum höndum að gera Cristal tilbúinn eins fljótt og auðið verður. Í millitíðinni leggja vísindamennirnir til lausnir til að brúa bilið í mælingum á ísbreiðunum. Þar líta þeir til Ísbrúarinnar, verkefnis sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA stóð fyrir frá því að fyrsta IceSat gervitunglið var tekið úr notkun árið 2010 þar til IceSat-2 fór á loft fyrir tveimur árum. Þar var notast við flugvélar með hæðarmæli sem flugu yfir norður- og suðurheimskautið og söfnuðu takmörkuðum mælingum sem hjálpuðu til við að fylla upp í átta ára langa eyðuna í gervihnattamælingunum. Loftslagsmál Vísindi Tækni Geimurinn Evrópusambandið Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Vísindamenn hafa varað Evrópusambandið og Geimstofnun Evrópu við áhrifunum sem það gæti haft á vöktun með loftslagsbreytingum á heimskautunum. Tvö gervitungl, evrópska geimfarið CryoSat-2 og bandaríski IceSat-2-gervihnötturinn, hafa borið hitann og þungann af rannsóknum á ísbreiðunum á norður- og suðurheimskautinu. Þau svífa yfir bæði heimskautin og eru búin hæðarmælum sem geta numið þykkt íssins. Þannig hafa þau varpað ljósi á hop hafíssins á norðurskautinu og hvernig jöklar á báðum hvelum þynnast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. CryoSat-2 er þegar komið fram yfir þann tíma sem gert var ráð fyrir að gervitunglið yrði í notkun. Því var skotið á loft árið 2010 og átti leiðangur þess upphaflega að standa yfir í þrjú og hálft ár. Vonir standa til að farið endist til ársins 2024 en eyðing rafhlöðu þess og eldsneytisleki þýðir að líftími þess verður ekki mikið lengri. IceSat-2 átti að lifa í þrjú ár þegar honum var skotið á loft árið 2018 en vonast var til að farið gæti starfað í allt að áratug. Breska ríkisútvarpið BBC segir nær öruggt að gervitunglin tvö muni hafa sungið sitt síðasta áður en arftökum þeirra verður skotið á loft. Þannig megi vænta nokkurra ára eyðu í mælingum á heimskautaísnum. Samfella í mælingum er talin afar mikilvæg við rannsóknir á langtímabreytingum á loftslagi. Í bréfi sem hópur vísindamanna hafa skrifað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Geimstofnun Evrópu (ESA) er varað við afleiðingum þess að mælingarnar falli niður tímabundið. Útlit er fyrir að ekkert gervitungl fylgist með heimskautunum með hæðarmælum í tvö til fimm ár. Langtímamæliraðir um ísbreiðurnar og þykkt íssins verði þannig rofnar. Loftslagslíkön muni líða fyrir það. ESA ætlar ekki að skjóta arftaka CryoSat-2 á loft fyrr en 2027 eða 2028 eða jafnvel síðar þar sem Cristal-gervihnötturinn hefur ekki enn verið fjármagnaður að fullu. Stofnunin segir BBC að unnið sé að því hörðum höndum að gera Cristal tilbúinn eins fljótt og auðið verður. Í millitíðinni leggja vísindamennirnir til lausnir til að brúa bilið í mælingum á ísbreiðunum. Þar líta þeir til Ísbrúarinnar, verkefnis sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA stóð fyrir frá því að fyrsta IceSat gervitunglið var tekið úr notkun árið 2010 þar til IceSat-2 fór á loft fyrir tveimur árum. Þar var notast við flugvélar með hæðarmæli sem flugu yfir norður- og suðurheimskautið og söfnuðu takmörkuðum mælingum sem hjálpuðu til við að fylla upp í átta ára langa eyðuna í gervihnattamælingunum.
Loftslagsmál Vísindi Tækni Geimurinn Evrópusambandið Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira