Leikmannahópur Newcastle eins og hann leggur sig kominn í sóttkví Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 07:30 Allir sem koma að aðalliði Newcastle United eru nú í einangrun. Daniel Leal Olivas/Getty Images Allir leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United eru nú komnir í sóttkví eftir alltof margar jákvæðar niðurstöður úr síðustu Covid-skimun félagsins. Gæti farið svo að leik liðsins gegn Aston Villa á föstudaginn verði frestað. The Guardian greindi frá þessu seint í gærkvöldi. Allir leikmenn og starfslið ensku úrvalsdeildarinnar eru skimaðir fyrir Covid-19 reglulega til að koma í veg fyrir útbreiðslu smita. Í síðustu skimun Newcastle reyndust fjórir leikmenn sem og einn starfsmaður með veiruna. Því var ákveðið að aflýsa æfingum og loka æfingasvæðinu. Allir sem koma að aðalliði félagsins eru því í einangrun að svo stöddu. Fari svo að Newcastle sæki um að fresta leiknum á föstudaginn væri það fyrsta frestun ensku úrvalsdeildarinnar á leik vegna kórónufaraldursins. Steve Bruce, þjálfari Newcastle, var án þeirra Isaac Hayden, Emil Krafth, Jamal Lascelles, Andy Carroll og Allan Saint-Maximin í 2-0 sigri liðsins á Crystal Palace um liðna helgi. Hvort fleiri leikmenn bætist við þennan lista á eftir að koma í ljós en það er öruggt að Bruce fengi varla nægan tíma á æfingasvæðinu til að undirbúa lið sitt fyrir komandi leik gegn Villa. Newcastle's entire squad in Covid-19 self-isolation after 'significant' outbreak. By Louise Taylor #NUFC https://t.co/Ar3zZVyAzN— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 Enska úrvalsdeildin setti þau skilyrði að svo lengi sem lið hefðu 14 leikfæra leikmenn, þar af einn markvörð, þá gætu þau ekki sótt um frestun. Talið er að Bruce muni samt reyna að fresta leiknum þar sem hann telur skort á undirbúningi geta leitt til enn frekari meiðslahættu leikmanna, sem hefur nú þegar verið mikið í umræðunni. Newcastle United er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig að loknum tíu umferðum. Er það einu stigi meira en Arsenal og einu stigi minna en Manchester City. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
The Guardian greindi frá þessu seint í gærkvöldi. Allir leikmenn og starfslið ensku úrvalsdeildarinnar eru skimaðir fyrir Covid-19 reglulega til að koma í veg fyrir útbreiðslu smita. Í síðustu skimun Newcastle reyndust fjórir leikmenn sem og einn starfsmaður með veiruna. Því var ákveðið að aflýsa æfingum og loka æfingasvæðinu. Allir sem koma að aðalliði félagsins eru því í einangrun að svo stöddu. Fari svo að Newcastle sæki um að fresta leiknum á föstudaginn væri það fyrsta frestun ensku úrvalsdeildarinnar á leik vegna kórónufaraldursins. Steve Bruce, þjálfari Newcastle, var án þeirra Isaac Hayden, Emil Krafth, Jamal Lascelles, Andy Carroll og Allan Saint-Maximin í 2-0 sigri liðsins á Crystal Palace um liðna helgi. Hvort fleiri leikmenn bætist við þennan lista á eftir að koma í ljós en það er öruggt að Bruce fengi varla nægan tíma á æfingasvæðinu til að undirbúa lið sitt fyrir komandi leik gegn Villa. Newcastle's entire squad in Covid-19 self-isolation after 'significant' outbreak. By Louise Taylor #NUFC https://t.co/Ar3zZVyAzN— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 Enska úrvalsdeildin setti þau skilyrði að svo lengi sem lið hefðu 14 leikfæra leikmenn, þar af einn markvörð, þá gætu þau ekki sótt um frestun. Talið er að Bruce muni samt reyna að fresta leiknum þar sem hann telur skort á undirbúningi geta leitt til enn frekari meiðslahættu leikmanna, sem hefur nú þegar verið mikið í umræðunni. Newcastle United er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig að loknum tíu umferðum. Er það einu stigi meira en Arsenal og einu stigi minna en Manchester City.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira