Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2020 16:23 Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í. Lög um sérstakan endurupptökudómstól tóku gildi í dag, 1. desember. Málsaðilar munu þannig geta borið mál sín undir Endurupptökudóminn, telji þeir ástæðu til. Það kemur síðan til kasta Endurupptökudóms að meta hvort málin uppfylli skilyrði um endurupptöku. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að umgjörð dómsins sé tilbúin. Nú eigi aðeins eftir að skipa í dóminn. Hún kveðst binda vonir við að hann geti tekið til starfa fljótlega á nýju ári þegar hann hefur verið fullskipaður. Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfesti í morgun dóm réttarins í Landsréttarmálinu svokallaða.Vísir/EPA Niðurstöður alþjóðlegra dómstóla geta talist ný gögn Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild háskóla Íslands, segir að engin skylda hvíli á íslenska ríkinu til að endurupptaka málin. Hún segir margt benda til þess að ný lög um Endurupptökudóm muni liðka fyrir þeim skilyrðum sem uppfylla verður til að aðilar málanna fái í gegn endurupptöku mála sinna. „Það er aðeins búið að breyta skilyrðunum frá því sem var áður þegar endurupptökunefnd var með þetta og svo Hæstiréttur og dómstólarnir áður. Nú er gefið í skyn að niðurstöður alþjóðlegra dómstóla geti talist ný gögn eða nýjar upplýsingar. Og það er náttúrulega skilyrði að það séu ný gögn eða upplýsingar sem bendi til þess að málsatvikin hafi verið önnur. Lykilatriðið er að það geti haft þær afleiðingar að þær breyti niðurstöðunni“. Áttu von á holskeflu mála sem munu koma til kasta Endurupptökudóms eða er erfitt að spá fyrir um framhaldið? „Það er óskaplega erfitt að meta þetta. Þetta eru alls ekki mörg mál í sjálfu sér, alls ekki. Væntanlega eru sumir sáttir við sína niðurstöðu. Það er ómögulegt að segja. […] Ég efast um að þetta verði einhver holskefla, ég get ekki ímyndað mér það.“ Dómstólar Tengdar fréttir Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lög um sérstakan endurupptökudómstól tóku gildi í dag, 1. desember. Málsaðilar munu þannig geta borið mál sín undir Endurupptökudóminn, telji þeir ástæðu til. Það kemur síðan til kasta Endurupptökudóms að meta hvort málin uppfylli skilyrði um endurupptöku. Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að umgjörð dómsins sé tilbúin. Nú eigi aðeins eftir að skipa í dóminn. Hún kveðst binda vonir við að hann geti tekið til starfa fljótlega á nýju ári þegar hann hefur verið fullskipaður. Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfesti í morgun dóm réttarins í Landsréttarmálinu svokallaða.Vísir/EPA Niðurstöður alþjóðlegra dómstóla geta talist ný gögn Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild háskóla Íslands, segir að engin skylda hvíli á íslenska ríkinu til að endurupptaka málin. Hún segir margt benda til þess að ný lög um Endurupptökudóm muni liðka fyrir þeim skilyrðum sem uppfylla verður til að aðilar málanna fái í gegn endurupptöku mála sinna. „Það er aðeins búið að breyta skilyrðunum frá því sem var áður þegar endurupptökunefnd var með þetta og svo Hæstiréttur og dómstólarnir áður. Nú er gefið í skyn að niðurstöður alþjóðlegra dómstóla geti talist ný gögn eða nýjar upplýsingar. Og það er náttúrulega skilyrði að það séu ný gögn eða upplýsingar sem bendi til þess að málsatvikin hafi verið önnur. Lykilatriðið er að það geti haft þær afleiðingar að þær breyti niðurstöðunni“. Áttu von á holskeflu mála sem munu koma til kasta Endurupptökudóms eða er erfitt að spá fyrir um framhaldið? „Það er óskaplega erfitt að meta þetta. Þetta eru alls ekki mörg mál í sjálfu sér, alls ekki. Væntanlega eru sumir sáttir við sína niðurstöðu. Það er ómögulegt að segja. […] Ég efast um að þetta verði einhver holskefla, ég get ekki ímyndað mér það.“
Dómstólar Tengdar fréttir Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21 Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Segja yfirdeildina staðfesta þriggja ára „niðurlægingu stjórnvalda“ Píratar segja að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sé „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda.“ 1. desember 2020 11:21
Sigríður segir dóm Mannréttindadómstólsins engu breyta Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti. 1. desember 2020 12:22
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04
Niðurstaðan skýrari að mati Katrínar en vonbrigði að sögn Áslaugar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu sé skýrari en dómur undirdeildarinnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir niðurstöðuna vonbrigði. 1. desember 2020 13:08