Fyrsti þrífrestaði leikur NFL deildarinnar á loksins að fara fram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 16:00 JuJu Smith-Schuster og félagar í Pittsburgh Steelers spila loksins í kvöld sex dögum seinna en þeir áttu upphaflega að spila við Baltimore Ravens. Getty/ David Rosenblum Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens á Stöð 2 Sport 4 í kvöld mun vera með aðeins öðrum hætti en vanalega. Sjónvarpshléin endalausu verða klippt út í kvöld. Það hefur gengið illa að koma á leik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens í NFL-deildinni en fjórða tilraunin verður í kvöld og leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. Pittsburgh Steelers hefur unnið alla tíu leiki sína á tímabilinu og er eina taplausa lið NFL deildarinnar. Þetta er besta byrjun Steelers í sögunni en þeir hafa þurft að bíða lengi eftir ellefta leiknum sínum. Baltimore Ravens hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi á þessu tímabili þrátt fyrir miklar væntingar fyrir leiktíðina. Nú síðast hefur liðið verið að berjast við mikið hópsmit innan leikmannahópsins. Guess what day it is! Guess. What. Day. It. Is.@CamHeyward | #HereWeGo | @GEICO pic.twitter.com/79F6EVt8NO— Pittsburgh Steelers (@steelers) December 2, 2020 Kórónuveirusmitin hjá bæði leikmönnum og starfsfólki hafa séð til þess að loka þurfti æfingasvæði Baltimore Ravens í marga daga. NFL er nánast tilbúið að gera hvað sem er til að aflýsa ekki leiknum. Af þeim sökum hefur NFL-deildin þurft að fresta þessum leik þrisvar en hann átti upphaflega að fara fram að kvöldi Þakkargjörðardagsins. Baltimore Ravens hefur tapað tveimur leikjum í röð en er með samtals sex sigra í tíu leikjum. Liðið þarf nauðsynlega á fleiri sigrum ætli liðið sér inn í úrslitakeppnina. Það er ekki algengt að NFL-leikur fari fram á miðvikudegi og hvað þá klukkan 15.40 að staðartíma en það er verið að kveikja á jólatrénu hjá Rockefeller Center í 88. sinn í kvöld og NBC sjónvarpsstöðin er að sýna báða viðburði. From @GMFB: The #Ravens took off last night just after learning of another playing testing positive for COVID-19, though the reserve was not deemed a risk to his teammates. The game vs the #Steelers is on if tests come back negative today. pic.twitter.com/zOPYUe4P4f— Ian Rapoport (@RapSheet) December 2, 2020 Útsendingin á Stöð 2 Sport verður því með aðeins öðruvísi hætti að þessu sinni. Hún mun hefjast klukkan 22.00 að íslenskum tíma á Stöð 2 Sport 4 eða 80 mínútum eftir að leikurinn byrjar. Það verður því hægt að horfa á Meistaradeildina og skipta síðan yfir á NFL. Með þessu verður hægt að klippa út öll sjónvarpshléin sem eru í NFL leikjunum og horfa þess í stað á leikinn samfellt án þessara miklu hléa. Þeir sem vilja sjá leikinn í þráðbeinni geta hins vegar horft á hann í gegn Game Pass en sú útsending hefst klukkan 20.40. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Það hefur gengið illa að koma á leik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens í NFL-deildinni en fjórða tilraunin verður í kvöld og leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. Pittsburgh Steelers hefur unnið alla tíu leiki sína á tímabilinu og er eina taplausa lið NFL deildarinnar. Þetta er besta byrjun Steelers í sögunni en þeir hafa þurft að bíða lengi eftir ellefta leiknum sínum. Baltimore Ravens hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi á þessu tímabili þrátt fyrir miklar væntingar fyrir leiktíðina. Nú síðast hefur liðið verið að berjast við mikið hópsmit innan leikmannahópsins. Guess what day it is! Guess. What. Day. It. Is.@CamHeyward | #HereWeGo | @GEICO pic.twitter.com/79F6EVt8NO— Pittsburgh Steelers (@steelers) December 2, 2020 Kórónuveirusmitin hjá bæði leikmönnum og starfsfólki hafa séð til þess að loka þurfti æfingasvæði Baltimore Ravens í marga daga. NFL er nánast tilbúið að gera hvað sem er til að aflýsa ekki leiknum. Af þeim sökum hefur NFL-deildin þurft að fresta þessum leik þrisvar en hann átti upphaflega að fara fram að kvöldi Þakkargjörðardagsins. Baltimore Ravens hefur tapað tveimur leikjum í röð en er með samtals sex sigra í tíu leikjum. Liðið þarf nauðsynlega á fleiri sigrum ætli liðið sér inn í úrslitakeppnina. Það er ekki algengt að NFL-leikur fari fram á miðvikudegi og hvað þá klukkan 15.40 að staðartíma en það er verið að kveikja á jólatrénu hjá Rockefeller Center í 88. sinn í kvöld og NBC sjónvarpsstöðin er að sýna báða viðburði. From @GMFB: The #Ravens took off last night just after learning of another playing testing positive for COVID-19, though the reserve was not deemed a risk to his teammates. The game vs the #Steelers is on if tests come back negative today. pic.twitter.com/zOPYUe4P4f— Ian Rapoport (@RapSheet) December 2, 2020 Útsendingin á Stöð 2 Sport verður því með aðeins öðruvísi hætti að þessu sinni. Hún mun hefjast klukkan 22.00 að íslenskum tíma á Stöð 2 Sport 4 eða 80 mínútum eftir að leikurinn byrjar. Það verður því hægt að horfa á Meistaradeildina og skipta síðan yfir á NFL. Með þessu verður hægt að klippa út öll sjónvarpshléin sem eru í NFL leikjunum og horfa þess í stað á leikinn samfellt án þessara miklu hléa. Þeir sem vilja sjá leikinn í þráðbeinni geta hins vegar horft á hann í gegn Game Pass en sú útsending hefst klukkan 20.40. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira