Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar hér á landi í janúar. Hún reiknar með að bóluefni sem nægir fyrir alla landsmenn komi í einni sendingu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá fjöllum við áfram um dóm Mannréttindadómstólsins en fjörugar umræður sköpuðust um málið á þingi í dag.

Einnig verður fjallað um fólk með þroskahömlun sem er haldið spilafíkn, hve erfiðar aðstæður þeirra eru og úrræðaleysi.

Við skoðum herkastala Hjálpræðishersins sem reiknað er með að opni í næstu viku og hittum tvo bændur í Önundarfirði sem áður stunduðu hefðbundinn búskap en hafa nú alfarið gerst raforkubændur.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×