Íþróttastarf í kórónuveirufaraldri: Sóttvarnir og íþróttastarf eiga samleið Ingvar Sverrisson skrifar 4. desember 2020 15:31 Frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur íþróttahreyfingin á Íslandi staðið með sóttvörnum og tekið afstöðu með yfirvöldum um að stöðva íþróttastarf þegar á hefur reynt. Þessar stöðvanir á íþróttastarfi eru þó farnar að draga dilk á eftir sér og hefur gert mörgu íþróttafólki erfitt fyrir að halda samfellu í æfingum sínum. Vegna þess hve mikill munur er á milli íþróttagreina hvað varðar nálægð og snertingu iðkenda er órökrétt að sömu reglur gildi fyrir allar greinar. Dæmi um þetta er til dæmis umræðan um golf sem varð hávær um tíma. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með kórónuveirunni og smithættu af henni í einhver misseri áfram. Það er einnig ljóst að þolinmæði fer minnkandi innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart þeim miklu takmörkunum sem hafa verið á íþróttastarfi. Það er nefnilega mjög erfitt að einskorða æfingar í fjölbreyttum íþróttagreinum við t.d. útihlaup og ekki líklegt að ná þeim framförum og árangri sem stefnt er að við þannig aðstæður. Af þessum sökum fögnum við þeim áformum sem nú eru uppi um að samhliða því að tekinn verði upp litakóði um þær ráðstafanir sem eru í gildi hverju sinni, verði settar fram reglur fyrir íþróttahreyfinguna um hvernig íþróttastarfi skal hagað við hvert viðbúnaðarstig. Við sem störfum innan íþróttahreyfingarinnar höfum fylgst með því hvernig önnur lönd haga sínu íþróttastarfi í faraldrinum og höfum séð margar útfærslur sem hægt er að aðlaga að íslensku samfélagi. Fyrir íþróttafólkið okkar sem stefnir að því að keppa á alþjóðlegum vettvangi skiptir miklu máli að dragast ekki mikið aftur úr heldur fá að halda starfinu áfram. Einnig er hinn félagslegi og andlegi þáttur gríðarlega mikilvægur í íþróttastarfi og þjóðhagslega mikilvægur til lengri tíma. Hægt er að koma á umgjörð sem dregur verulega úr líkum á smitum en leyfir samt áframhaldandi æfingar og keppnisstarf. Við höfum séð margar útfærslur í löndunum í kringum okkur, til dæmis hvað varðar reglur um umgengni á æfinga-, og keppnisstöðum, reglur varðandi ferðalög, viðbrögð við veikindum og jafnvel reglulegar skimanir. Íþróttafólk er agað, vant því að fylgja reglum af ýmsu tagi um fjölmargt sem tengist hverri og einni íþróttagrein. Því ætti það ekki að vefjast fyrir íþróttafólki að fylgja fleiri reglum. Auk þess tíðkast almennt í íþróttagreinum að ef ekki er farið eftir reglum þá eru viðurlög og það ætti að vera hægur vandi að láta sama gilda um brot á reglum hvað varðar sóttvarnir. Það er ljóst að ef settar verða upp mismunandi leiðir fyrir íþróttagreinarnar þá munu sumar greinar finna fyrir meiri breytingum en aðrar, allt eftir eðli aðstæðna. Besta leiðin til þess að skapa ekki ríg á milli íþróttagreina vegna þessara misíþyngjandi aðgerða væri að okkar mati sú að skilgreina íþróttagreinar á vísindalegan hátt út frá hættu á smiti. Ef fyrirkomulagið er með þeim hætti strax í upphafi ættu fulltrúar þessara greina að sætta sig við muninn og sýna skilning. Við vonum að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til þess að hægt verði að halda uppi virku íþróttastarfi en jafnframt virkum sóttvörnum. Íþróttastarf er nefnilega mikilvægt lýðheilsumál og við höfum lært það af reynslu undanfarinna mánaða að til eru leiðir til þess að halda uppi öflugu íþróttastarfi samhliða faraldrinum. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur íþróttahreyfingin á Íslandi staðið með sóttvörnum og tekið afstöðu með yfirvöldum um að stöðva íþróttastarf þegar á hefur reynt. Þessar stöðvanir á íþróttastarfi eru þó farnar að draga dilk á eftir sér og hefur gert mörgu íþróttafólki erfitt fyrir að halda samfellu í æfingum sínum. Vegna þess hve mikill munur er á milli íþróttagreina hvað varðar nálægð og snertingu iðkenda er órökrétt að sömu reglur gildi fyrir allar greinar. Dæmi um þetta er til dæmis umræðan um golf sem varð hávær um tíma. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með kórónuveirunni og smithættu af henni í einhver misseri áfram. Það er einnig ljóst að þolinmæði fer minnkandi innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart þeim miklu takmörkunum sem hafa verið á íþróttastarfi. Það er nefnilega mjög erfitt að einskorða æfingar í fjölbreyttum íþróttagreinum við t.d. útihlaup og ekki líklegt að ná þeim framförum og árangri sem stefnt er að við þannig aðstæður. Af þessum sökum fögnum við þeim áformum sem nú eru uppi um að samhliða því að tekinn verði upp litakóði um þær ráðstafanir sem eru í gildi hverju sinni, verði settar fram reglur fyrir íþróttahreyfinguna um hvernig íþróttastarfi skal hagað við hvert viðbúnaðarstig. Við sem störfum innan íþróttahreyfingarinnar höfum fylgst með því hvernig önnur lönd haga sínu íþróttastarfi í faraldrinum og höfum séð margar útfærslur sem hægt er að aðlaga að íslensku samfélagi. Fyrir íþróttafólkið okkar sem stefnir að því að keppa á alþjóðlegum vettvangi skiptir miklu máli að dragast ekki mikið aftur úr heldur fá að halda starfinu áfram. Einnig er hinn félagslegi og andlegi þáttur gríðarlega mikilvægur í íþróttastarfi og þjóðhagslega mikilvægur til lengri tíma. Hægt er að koma á umgjörð sem dregur verulega úr líkum á smitum en leyfir samt áframhaldandi æfingar og keppnisstarf. Við höfum séð margar útfærslur í löndunum í kringum okkur, til dæmis hvað varðar reglur um umgengni á æfinga-, og keppnisstöðum, reglur varðandi ferðalög, viðbrögð við veikindum og jafnvel reglulegar skimanir. Íþróttafólk er agað, vant því að fylgja reglum af ýmsu tagi um fjölmargt sem tengist hverri og einni íþróttagrein. Því ætti það ekki að vefjast fyrir íþróttafólki að fylgja fleiri reglum. Auk þess tíðkast almennt í íþróttagreinum að ef ekki er farið eftir reglum þá eru viðurlög og það ætti að vera hægur vandi að láta sama gilda um brot á reglum hvað varðar sóttvarnir. Það er ljóst að ef settar verða upp mismunandi leiðir fyrir íþróttagreinarnar þá munu sumar greinar finna fyrir meiri breytingum en aðrar, allt eftir eðli aðstæðna. Besta leiðin til þess að skapa ekki ríg á milli íþróttagreina vegna þessara misíþyngjandi aðgerða væri að okkar mati sú að skilgreina íþróttagreinar á vísindalegan hátt út frá hættu á smiti. Ef fyrirkomulagið er með þeim hætti strax í upphafi ættu fulltrúar þessara greina að sætta sig við muninn og sýna skilning. Við vonum að við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til þess að hægt verði að halda uppi virku íþróttastarfi en jafnframt virkum sóttvörnum. Íþróttastarf er nefnilega mikilvægt lýðheilsumál og við höfum lært það af reynslu undanfarinna mánaða að til eru leiðir til þess að halda uppi öflugu íþróttastarfi samhliða faraldrinum. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun