Sjálfsmark tryggði Real Madrid nauman sigur Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. desember 2020 17:20 Sigurmarkinu fagnað. vísir/Getty Real Madrid vann mikilvægan en nauman sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Bæði lið mættu særð til leiks eftir að hafa fengið skell í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Leikurinn var fremur tíðindalítill en bæði lið eru rétt fyrir aftan efstu lið deildarinnar í töflunni. Eina mark leiksins kom snemma í síðari hálfleik þegar Yassine Bounou, markvörður Sevilla, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann missti boltann úr höndunum eftir marktilraun Vinicius. Real Madrid lyfti sér þar með upp í 3.sæti deildarinnar og er fjórum stigum frá toppliði Real Sociedad. Spænski boltinn
Real Madrid vann mikilvægan en nauman sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Bæði lið mættu særð til leiks eftir að hafa fengið skell í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Leikurinn var fremur tíðindalítill en bæði lið eru rétt fyrir aftan efstu lið deildarinnar í töflunni. Eina mark leiksins kom snemma í síðari hálfleik þegar Yassine Bounou, markvörður Sevilla, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann missti boltann úr höndunum eftir marktilraun Vinicius. Real Madrid lyfti sér þar með upp í 3.sæti deildarinnar og er fjórum stigum frá toppliði Real Sociedad.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti