Í þágu okkar allra Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 6. desember 2020 19:01 Þetta ár sem nú líður að lokum hefur verið okkur erfitt. Fyrir marga hefur það verið erfiðasta ár í þeirra æviskeiði. Sumir hafa þurft að þola þá sorglegu staðreynd að missa sína nánustu, einstaklinga sem annars hefðu hugsanlega getað átt fleiri lífsins gæðastundir í faðmi fjölskyldu og vina. Margir hafa misst atvinnu sína með tilheyrandi fjárhagslegum áföllum og standa nú frammi fyrir þeirri spurningu, hvernig eigi að framfleyta sér og sínum mánaða á milli. Börn og unglingar hafa þurft að vera heima hjá sér og ekki mátt hitta vini sína. Afar og ömmur hafa svo vikum og mánuðum skiptir ekki mátt sjá afkomendur sína. Lengi mætti áfram telja upp erfiðar aðstæður sem fólk hefur mátt þola. Stór hluti þessara erfiðu aðstæðna er vegna fyrirbyggjandi aðgerða í formi takmarkana, sem við og stjórnvöld okkar höfum valið að grípa til, svo ekki skapist það ófremdarástand og útbreiðsla smita verði slík að þjóðfélagið og innviðir þess ráði ekki við þá stöðu, með tilheyrandi tjóni, töpuðum lífum og heilsubresti annars heilbrigðra einstaklinga. En þessar aðgerðir hafa ekki aðeins reynt á okkur sem einstaklinga heldur hafa þær einnig reynt verulega á fjárhag þjóðarbúsins og hagkerfi Íslands í heild. Við vorum heppin að ríkisrekstri undanfarinna ára var stýrt af hagsýni og gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands góður. Heildarvirði hans í upphafi árs 2020 var nær tvöfalt á við það sem var árið 2014. Þó að staðan í ríkisfjármálum hafi verið góð þegar við fórum inn í þennan faraldur, þá er ljóst að við getum ekki rekið þjóðfélagið til lengdar í þeim hægagangi sem það er nú í. Það er því kappsmál að komast aftur til fyrri styrks og að atvinnulífið geti blómstrað á ný. Heppnin er með okkur um þessar mundir, því það sem alls ekki var sjálfgefið, er orðið að veruleika. Með samstilltu átaki hefur vísindamönnum tekist það verk að framleiða bóluefni og nokkur þeirra sem rannsóknir sýna að gefi góða raun og veiti allt að 95% vernd án verulegra aukaverkana. Þetta er ljósið við enda gangna þeirra myrku mánaða sem við höfum mátt þola. Það hefur því vakið undrun mína, að heyra bæði hérlendis sem erlendis efasemdar raddir varðandi bólusetningu gegn Covid. Ég get vel skilið að fólk spyrji sig spurninga, það er eðlilegt og merki um dómgreind. En með dómgreind og visku þarf líka að stilla upp heildarmyndinni og sjá hvað er í húfi fyrir samfélagið og heiminn sem heild. Hafandi reynslu undanfarinna mánaða og þá vitneskju sem við höfum um afleiðingar veirunnar, berandi það svo saman við upplýsingar um rannsóknarniðurstöður úr leyfisveitingaferlum bóluefnaframleiðendanna, ætti betri kosturinn að vera augljós. Ég skora því á okkur öll sem boðið verður upp á bólusetningu þegar að því kemur, að þiggja það boð, ekki aðeins í okkar eigin þágu sem einstaklinga, þess frekar í þágu okkar allra og þar með þjóðrinnar sem heild. Því þetta er orusta sem enginn vinnur einn. Samheldi okkar og samstaða í að leggja okkar af mörkum mun leiða til sigurs á þessari veiru og þar með til bjartari og betri tíma, sem þá sannarlega eru framundan. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þetta ár sem nú líður að lokum hefur verið okkur erfitt. Fyrir marga hefur það verið erfiðasta ár í þeirra æviskeiði. Sumir hafa þurft að þola þá sorglegu staðreynd að missa sína nánustu, einstaklinga sem annars hefðu hugsanlega getað átt fleiri lífsins gæðastundir í faðmi fjölskyldu og vina. Margir hafa misst atvinnu sína með tilheyrandi fjárhagslegum áföllum og standa nú frammi fyrir þeirri spurningu, hvernig eigi að framfleyta sér og sínum mánaða á milli. Börn og unglingar hafa þurft að vera heima hjá sér og ekki mátt hitta vini sína. Afar og ömmur hafa svo vikum og mánuðum skiptir ekki mátt sjá afkomendur sína. Lengi mætti áfram telja upp erfiðar aðstæður sem fólk hefur mátt þola. Stór hluti þessara erfiðu aðstæðna er vegna fyrirbyggjandi aðgerða í formi takmarkana, sem við og stjórnvöld okkar höfum valið að grípa til, svo ekki skapist það ófremdarástand og útbreiðsla smita verði slík að þjóðfélagið og innviðir þess ráði ekki við þá stöðu, með tilheyrandi tjóni, töpuðum lífum og heilsubresti annars heilbrigðra einstaklinga. En þessar aðgerðir hafa ekki aðeins reynt á okkur sem einstaklinga heldur hafa þær einnig reynt verulega á fjárhag þjóðarbúsins og hagkerfi Íslands í heild. Við vorum heppin að ríkisrekstri undanfarinna ára var stýrt af hagsýni og gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands góður. Heildarvirði hans í upphafi árs 2020 var nær tvöfalt á við það sem var árið 2014. Þó að staðan í ríkisfjármálum hafi verið góð þegar við fórum inn í þennan faraldur, þá er ljóst að við getum ekki rekið þjóðfélagið til lengdar í þeim hægagangi sem það er nú í. Það er því kappsmál að komast aftur til fyrri styrks og að atvinnulífið geti blómstrað á ný. Heppnin er með okkur um þessar mundir, því það sem alls ekki var sjálfgefið, er orðið að veruleika. Með samstilltu átaki hefur vísindamönnum tekist það verk að framleiða bóluefni og nokkur þeirra sem rannsóknir sýna að gefi góða raun og veiti allt að 95% vernd án verulegra aukaverkana. Þetta er ljósið við enda gangna þeirra myrku mánaða sem við höfum mátt þola. Það hefur því vakið undrun mína, að heyra bæði hérlendis sem erlendis efasemdar raddir varðandi bólusetningu gegn Covid. Ég get vel skilið að fólk spyrji sig spurninga, það er eðlilegt og merki um dómgreind. En með dómgreind og visku þarf líka að stilla upp heildarmyndinni og sjá hvað er í húfi fyrir samfélagið og heiminn sem heild. Hafandi reynslu undanfarinna mánaða og þá vitneskju sem við höfum um afleiðingar veirunnar, berandi það svo saman við upplýsingar um rannsóknarniðurstöður úr leyfisveitingaferlum bóluefnaframleiðendanna, ætti betri kosturinn að vera augljós. Ég skora því á okkur öll sem boðið verður upp á bólusetningu þegar að því kemur, að þiggja það boð, ekki aðeins í okkar eigin þágu sem einstaklinga, þess frekar í þágu okkar allra og þar með þjóðrinnar sem heild. Því þetta er orusta sem enginn vinnur einn. Samheldi okkar og samstaða í að leggja okkar af mörkum mun leiða til sigurs á þessari veiru og þar með til bjartari og betri tíma, sem þá sannarlega eru framundan. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun