Þegar bílatölvan segir nei, líka við grænum lausnum Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 7. desember 2020 10:31 Félagsmálaráðherra sýndi snilldar takta í sumar þegar hann hækkaði með stuðningi fjármálaráðherra bifreiðakaupastyrki á sérútbúnum og dýrum bifreiðum verulega, en þær höfðu hækkað mikið í verði vegna Covid kreppunnar. Um styrkveitingar vegna á sérútbúnum og dýrum bifreiðum gildir reglugerð félagsmálaráðherra en umsjón með umsóknum og úthlutun fjármuna er á hendi TR. Umsjón með umsóknum og úthlutun hjálpartækja er hins vegar á hendi Sjúkratrygginga í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra. Þessar reglur hafa það að markmiði að aðstoða hinn hreyfihamlaða í því að komast sinn veg og er það vel. Þær eru hins vegar ekki fullkominn frekar en önnur mannanna verk. Þessar reglur gera ráð fyrir að settar séu stórar og miklar lyftur ýmist í undirvagn bifreiðarinnar eða í skott hennar. Breyttur bíll.Aðsend/Sigtryggur Ari Nú ber svo við að til eru ódýrari og einfaldari lausnir sem geta í einhverjum tilfellum komið í stað þessara dýru lausna en þær má ekki setja í þessar stóru bifreiðar. Þar segir reglugerðin nei. Á þessu ári eru líka að koma á markað „grænir“ bílar, rafmagnsbílar sem falla í þann flokk að geta verið sérútbúnir. Í þá er hins vegar ekki hægt að fá lyftur þar sem þeir eru það nýir að ekki er búið að þróa festingar sem passa og votta af bílaframleiðandanum. En hverju þarf að breyta ? Jú reglunum. Verð á búnaði getur verið mjög mismunandi. Frá nokkur hundruð þúsund upp í margar milljónir. Algengt verð á lyftu í bíl er um 2,5 milljónir. Hægt er að fá búnað sem hjálpar einstaklingi í sæti en tekur hjólastólinn sér fyrir 1,5. Hver vill ekki spara 1 milljón á einstakling með félagsmálaráðherra ? Örugglega fjármálaráðherra. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra sýndi snilldar takta í sumar þegar hann hækkaði með stuðningi fjármálaráðherra bifreiðakaupastyrki á sérútbúnum og dýrum bifreiðum verulega, en þær höfðu hækkað mikið í verði vegna Covid kreppunnar. Um styrkveitingar vegna á sérútbúnum og dýrum bifreiðum gildir reglugerð félagsmálaráðherra en umsjón með umsóknum og úthlutun fjármuna er á hendi TR. Umsjón með umsóknum og úthlutun hjálpartækja er hins vegar á hendi Sjúkratrygginga í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra. Þessar reglur hafa það að markmiði að aðstoða hinn hreyfihamlaða í því að komast sinn veg og er það vel. Þær eru hins vegar ekki fullkominn frekar en önnur mannanna verk. Þessar reglur gera ráð fyrir að settar séu stórar og miklar lyftur ýmist í undirvagn bifreiðarinnar eða í skott hennar. Breyttur bíll.Aðsend/Sigtryggur Ari Nú ber svo við að til eru ódýrari og einfaldari lausnir sem geta í einhverjum tilfellum komið í stað þessara dýru lausna en þær má ekki setja í þessar stóru bifreiðar. Þar segir reglugerðin nei. Á þessu ári eru líka að koma á markað „grænir“ bílar, rafmagnsbílar sem falla í þann flokk að geta verið sérútbúnir. Í þá er hins vegar ekki hægt að fá lyftur þar sem þeir eru það nýir að ekki er búið að þróa festingar sem passa og votta af bílaframleiðandanum. En hverju þarf að breyta ? Jú reglunum. Verð á búnaði getur verið mjög mismunandi. Frá nokkur hundruð þúsund upp í margar milljónir. Algengt verð á lyftu í bíl er um 2,5 milljónir. Hægt er að fá búnað sem hjálpar einstaklingi í sæti en tekur hjólastólinn sér fyrir 1,5. Hver vill ekki spara 1 milljón á einstakling með félagsmálaráðherra ? Örugglega fjármálaráðherra. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar