Segir faraldurinn á góðri niðurleið en fara þurfi mjög hægt í tilslakanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2020 11:38 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir helgina hafa verið nokkuð góða hvað varðar nýgreiningar kórónuveirusmita. Þróunin sé jákvæð en hann minnir á að færri sýni voru tekin um helgina en dagana á undan. „Þannig að tölur næstu daga munu skýra þetta kannski betur og þótt þróunin sé jákvæð þarf lítið að gerast til að við fáum aftur kipp í þróunina,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann hvatti áfram alla til að fá sýni tekið ef maður finnur fyrir minnstu einkennum. Þá sagði hann áhugavert að hlutfall jákvæðra sýna hjá fólki með einkenni væri líka að lækka; það væri nú komið undir eitt prósent en var þegar mest lét allt að fimm prósent. „Það er ljóst að faraldurinn er á góðri niðurleið og það er ánægjulegt að sjá hversu fáir eru utan sóttkvíar en við þurfum að fara varlega ef við ætlum ekki að fá uppsveiflu aftur,“ sagði Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi og ný reglugerð á því að taka gildi á fimmtudag þegar akkúrat tvær vikur eru til jóla. Þórólfur kvaðst ekki hafa sent ráðherra sínar endanlegu tillögur varðandi næstu aðgerðir en að hann myndi gera það í dag eða á morgun. Þess vegna væri ekki tímabært að ræða einstaka tillögur á þessari stundu. „Það er þó í mínum huga ljóst að við þurfum að fara mjög hægt í allar tilslakanir. Því biðla ég til allra að virða allar sóttvarnareglur sem mönnum eiga að vera tamar og ljósar. […] Við eigum að vera tilbúin að halda lágstemmda aðventu, lágstemmd jól og lágstemmd áramót og vera tilbúin til að hitta einungis okkar nánasta fólk og virða í hvívetna okkar einstaklingsbundnu sóttvarnir,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
„Þannig að tölur næstu daga munu skýra þetta kannski betur og þótt þróunin sé jákvæð þarf lítið að gerast til að við fáum aftur kipp í þróunina,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann hvatti áfram alla til að fá sýni tekið ef maður finnur fyrir minnstu einkennum. Þá sagði hann áhugavert að hlutfall jákvæðra sýna hjá fólki með einkenni væri líka að lækka; það væri nú komið undir eitt prósent en var þegar mest lét allt að fimm prósent. „Það er ljóst að faraldurinn er á góðri niðurleið og það er ánægjulegt að sjá hversu fáir eru utan sóttkvíar en við þurfum að fara varlega ef við ætlum ekki að fá uppsveiflu aftur,“ sagði Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi og ný reglugerð á því að taka gildi á fimmtudag þegar akkúrat tvær vikur eru til jóla. Þórólfur kvaðst ekki hafa sent ráðherra sínar endanlegu tillögur varðandi næstu aðgerðir en að hann myndi gera það í dag eða á morgun. Þess vegna væri ekki tímabært að ræða einstaka tillögur á þessari stundu. „Það er þó í mínum huga ljóst að við þurfum að fara mjög hægt í allar tilslakanir. Því biðla ég til allra að virða allar sóttvarnareglur sem mönnum eiga að vera tamar og ljósar. […] Við eigum að vera tilbúin að halda lágstemmda aðventu, lágstemmd jól og lágstemmd áramót og vera tilbúin til að hitta einungis okkar nánasta fólk og virða í hvívetna okkar einstaklingsbundnu sóttvarnir,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira