Fyrsta skólastigið en ekki þjónustustigið Haraldur Freyr Gíslason skrifar 7. desember 2020 15:01 Árið 2008 voru í fyrsta sinn sett lög um skólastarf á Íslandi sem gerðu ráð fyrir samhengi hlutverka leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir nemendur. Lögin um leikskólana, nr. 90/2008, afmarka hlutverk leikskólanna. Þar er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið fyrir börn sem ekki hafa náð skólaskyldualdri (en sem kunnugt er nær skólaskylda aðeins til barna í grunnskólum). Fyrsta grein laganna tiltekur hlutverk leikskólans: Hann skal annast uppeldi, umönnun og menntun barnanna í samræmi við nánari ákvæði laganna. Þar sem að ekki er skólaskylda á leikskólastiginu er það foreldra eða forsjáraðila að óska eftir leikskólaplássi fyrir börnin sín. Faglegt starf leikskóla byggir á að mæta þörfum barna og er gríðarlega fjölbreytt. Innan skólanna eru gerðar ríkulegar faglegar kröfur til að þess að tryggja þá þekkingu og hæfni sem til staðar þarf að vera svo að hægt sé að haga menntun, uppeldi og umönnun allra leikskólabarna í samræmi við rétt þeirra samkvæmt lögunum. Í lögum 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er til dæmis kveðið á um að 2/3 (67%) hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið leikskólans. Þetta er sérlega sorglegt í ljósi þess að umræða um þarfir barna og möguleika leikskólastigsins til að standa undir lögbundnu hlutverki sínu þarf algeran forgang, m.a. vegna mjög alvarlegs og víðtæks kennaraskorts. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaganna nú um mundir er að fjölga leikskólakennurum. Í lykiltölum um leikskólastigið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má sjá að á árunum 2016-2018 fór hlutfall leikskólakennara er sinna uppeldi og menntun í leikskólum, úr 34% niður í 30%. Sláandi tölur sýna að frá byrjun árs 2018 til loka árs 2019 hafa 213 félagsmenn í Félagi leikskólakennara farið að kenna í grunnskóla, en einungis 46 félagsmenn í Félagi grunnskólakennara farið að kenna á leikskólastiginu. Munurinn er 167 félagsmenn leikskólastiginu í óhag. Helsta ástæðan fyrir þessu ójafnvægi eru ólíkir vinnutímakaflar í kjarasamningi skólastiganna. Þar hefur hingað til hallað mjög á leikskólann. Fyrsta janúar 2020 síðastliðinn tóku gildi lög sem meðal annars kveða á um að leyfisbréf geta gilt þvert á skólastig. Við þá breytingu jókst hættan enn á að leikskólakennarar flyttu sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Markmið laganna er meðal annars að auka flæði á milli skólastiganna. Það er gott markmið. En flæðið þarf að vera í báðar áttir. Það er best gert með því að bæta stafsaðstæður á leikskólastiginu. Í nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga (dags. 10. júní 2020) eru stigin skref til að bæta starfsaðstæður leikskólakennara og tryggja meiri tíma til að sinna undirbúningi fyrir fagleg störf. Töluverð aukning varð ennfremur á undirbúningstíma. Einnig var samið um skýrari og betri ramma varðandi framkvæmd undirbúningstímans. Þá var líka samið um styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi 1. janúar 2021. Ýmsar útfærslur eru mögulegar og geta þær verið mismunandi eftir starfsstöðvum. Stytting vinnuvikunnar er snúið verkefni í leikskólum. Sums staðar gengur sú vinna vel en annars staðar eru ljón í veginum. Félag leikskólakennara bindur vonir við að skýrari rammi, fjölgun undirbúningstíma og stytting vinnuvikunnar, ef vel tekst til, muni jafna starfsaðstæður á milli skólastiga og um leið auka fagleg gæði skólastarfs börnum til heilla. Þá standa vonir til þess að með þessum hætti séu stigin skref til að hækka hlutfall réttindakennara í leikskólum. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla lögum samkvæmt. Þau eiga að hafa forystu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum landsins. Þau bera ábyrgð á starfsemi og þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði, sérúrræðum, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti sem og öflun og miðlun upplýsinga. Sveitarfélög skulu setja almenna stefnu um leikskólahald í hverju sveitarfélagi og kynna fyrir íbúum þess. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Lögum samkvæmt. Það er staðreynd. Hann byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Líka lögum samkvæmt. Hann býr ennfremur við margvíslegar áskoranir við að standa undir þessu hlutverki sínu. Hann hefur ekki rými til að taka auk þess við því þjónustuhlutverki sem krafa hefur verið gerð um og hent hefur verið á loft í pólitísku skyni í einstökum sveitarfélögum. Skyldurnar eru skýrar og þær sem beinast að sveitarstjórnum eiga sveitarstjórnirnar að taka alvarlega og standa undir. Stefnu, sem snýst um eitthvað allt annað, þarf að snúa. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Árið 2008 voru í fyrsta sinn sett lög um skólastarf á Íslandi sem gerðu ráð fyrir samhengi hlutverka leik-, grunn- og framhaldsskóla fyrir nemendur. Lögin um leikskólana, nr. 90/2008, afmarka hlutverk leikskólanna. Þar er leikskólinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið fyrir börn sem ekki hafa náð skólaskyldualdri (en sem kunnugt er nær skólaskylda aðeins til barna í grunnskólum). Fyrsta grein laganna tiltekur hlutverk leikskólans: Hann skal annast uppeldi, umönnun og menntun barnanna í samræmi við nánari ákvæði laganna. Þar sem að ekki er skólaskylda á leikskólastiginu er það foreldra eða forsjáraðila að óska eftir leikskólaplássi fyrir börnin sín. Faglegt starf leikskóla byggir á að mæta þörfum barna og er gríðarlega fjölbreytt. Innan skólanna eru gerðar ríkulegar faglegar kröfur til að þess að tryggja þá þekkingu og hæfni sem til staðar þarf að vera svo að hægt sé að haga menntun, uppeldi og umönnun allra leikskólabarna í samræmi við rétt þeirra samkvæmt lögunum. Í lögum 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er til dæmis kveðið á um að 2/3 (67%) hlutar þeirra er sinna uppeldi og menntun í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Er það gert í gegnum leik sem er námsleið leikskólans. Þetta er sérlega sorglegt í ljósi þess að umræða um þarfir barna og möguleika leikskólastigsins til að standa undir lögbundnu hlutverki sínu þarf algeran forgang, m.a. vegna mjög alvarlegs og víðtæks kennaraskorts. Eitt stærsta verkefni sveitarfélaganna nú um mundir er að fjölga leikskólakennurum. Í lykiltölum um leikskólastigið á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má sjá að á árunum 2016-2018 fór hlutfall leikskólakennara er sinna uppeldi og menntun í leikskólum, úr 34% niður í 30%. Sláandi tölur sýna að frá byrjun árs 2018 til loka árs 2019 hafa 213 félagsmenn í Félagi leikskólakennara farið að kenna í grunnskóla, en einungis 46 félagsmenn í Félagi grunnskólakennara farið að kenna á leikskólastiginu. Munurinn er 167 félagsmenn leikskólastiginu í óhag. Helsta ástæðan fyrir þessu ójafnvægi eru ólíkir vinnutímakaflar í kjarasamningi skólastiganna. Þar hefur hingað til hallað mjög á leikskólann. Fyrsta janúar 2020 síðastliðinn tóku gildi lög sem meðal annars kveða á um að leyfisbréf geta gilt þvert á skólastig. Við þá breytingu jókst hættan enn á að leikskólakennarar flyttu sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Markmið laganna er meðal annars að auka flæði á milli skólastiganna. Það er gott markmið. En flæðið þarf að vera í báðar áttir. Það er best gert með því að bæta stafsaðstæður á leikskólastiginu. Í nýgerðum kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga (dags. 10. júní 2020) eru stigin skref til að bæta starfsaðstæður leikskólakennara og tryggja meiri tíma til að sinna undirbúningi fyrir fagleg störf. Töluverð aukning varð ennfremur á undirbúningstíma. Einnig var samið um skýrari og betri ramma varðandi framkvæmd undirbúningstímans. Þá var líka samið um styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi 1. janúar 2021. Ýmsar útfærslur eru mögulegar og geta þær verið mismunandi eftir starfsstöðvum. Stytting vinnuvikunnar er snúið verkefni í leikskólum. Sums staðar gengur sú vinna vel en annars staðar eru ljón í veginum. Félag leikskólakennara bindur vonir við að skýrari rammi, fjölgun undirbúningstíma og stytting vinnuvikunnar, ef vel tekst til, muni jafna starfsaðstæður á milli skólastiga og um leið auka fagleg gæði skólastarfs börnum til heilla. Þá standa vonir til þess að með þessum hætti séu stigin skref til að hækka hlutfall réttindakennara í leikskólum. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla lögum samkvæmt. Þau eiga að hafa forystu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum landsins. Þau bera ábyrgð á starfsemi og þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði, sérúrræðum, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti sem og öflun og miðlun upplýsinga. Sveitarfélög skulu setja almenna stefnu um leikskólahald í hverju sveitarfélagi og kynna fyrir íbúum þess. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Lögum samkvæmt. Það er staðreynd. Hann byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Líka lögum samkvæmt. Hann býr ennfremur við margvíslegar áskoranir við að standa undir þessu hlutverki sínu. Hann hefur ekki rými til að taka auk þess við því þjónustuhlutverki sem krafa hefur verið gerð um og hent hefur verið á loft í pólitísku skyni í einstökum sveitarfélögum. Skyldurnar eru skýrar og þær sem beinast að sveitarstjórnum eiga sveitarstjórnirnar að taka alvarlega og standa undir. Stefnu, sem snýst um eitthvað allt annað, þarf að snúa. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun