Sóttvarnalæknir segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.
Þá verður fjallað um hertar aðgerðir í Danmörku og rætt við íslenskan kaffihúsaeiganda í Kaupmannahöfn sem segist vera í losti vegna þeirra en henni er skylt að loka til að minnsta kosti 3. janúar.
Í fréttatímanum hittum við einnig sporhunda, förum til Flateyrar þar sem nemendur við Lýðsskólann njóta sín og verðum í beinni frá Hellisgerði í Hafnarfirði til að komast í jólaskapið.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30