Bílstjórar kröfðust milljóna en þurfa í staðinn að borga 700 þúsund hvor Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2020 23:23 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða, sem er á Ísafirði. Vísir/Egill Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í síðustu viku fyrirtæki á Vestfjörðum af kröfum tveggja fyrrverandi starfsmanna um vangoldin laun. Mennirnir kröfðust milljóna frá fyrirtækinu en sátu á endanum uppi með hundruð þúsunda í málskostnað. Annar maðurinn krafðist 1,4 milljóna króna í vangoldin laun en hinn 3,6 milljóna. Þeir störfuðu báðir sem bílstjórar hjá fyrirtækinu og létu báðir af störfum í mars 2018. Báðir héldu því fram að vinnutími þeirra hefði verið miklu meiri en um var samið og fyrirtækinu bæri að greiða þeim fyrir þann umframtíma. Annar maðurinn, sá sem krafðist hærri upphæðar, taldi sig einnig eiga rétt á launum í uppsagnarfresti en hann hélt því fram að honum hefði verið sagt upp í mars 2018. Fyrirtækið sagði hann hins vegar hafa hætt fyrirvaralaust í starfi og ekki eiga rétt á greiddum uppsagnarfresti. Mennirnir byggðu báðir útreikninga sína á meintum vangoldnum launum á tímaskráningu sem hinn maðurinn tók saman yfir sína vinnu. Félagi hans taldi hans skráningu endurspegla vinnuframlag sitt hjá fyrirtækinu. Fyrirtakið krafðist þess að vera sýknað af kröfum mannanna og sagði þær úr lausu lofti gripnar. Vinnutímaskráningunum væri „mótmælt í heild sinni sem röngum og ósönnuðum eftiráskýringum“. Það var að endingu mat dómsins að mönnunum hefði ekki tekist að færa sönnur á að vinnuframlag þeirra hefði verið meira en það sem þeir fengu greitt fyrir. Fyrirtækið var því sýknað af kröfum um vangoldin laun á starfstímanum. Þá vísaði dómurinn frá kröfu annars mannsins um laun í uppsagnarfresti, þar sem verulega var talið vanta upp á samhengi málsástæðna hans, kröfugerðar og gagna málsins. Mennirnir voru loks dæmdir til að standa straum af málskostnaði, 700 þúsund krónum á mann. Dómsmál Kjaramál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Annar maðurinn krafðist 1,4 milljóna króna í vangoldin laun en hinn 3,6 milljóna. Þeir störfuðu báðir sem bílstjórar hjá fyrirtækinu og létu báðir af störfum í mars 2018. Báðir héldu því fram að vinnutími þeirra hefði verið miklu meiri en um var samið og fyrirtækinu bæri að greiða þeim fyrir þann umframtíma. Annar maðurinn, sá sem krafðist hærri upphæðar, taldi sig einnig eiga rétt á launum í uppsagnarfresti en hann hélt því fram að honum hefði verið sagt upp í mars 2018. Fyrirtækið sagði hann hins vegar hafa hætt fyrirvaralaust í starfi og ekki eiga rétt á greiddum uppsagnarfresti. Mennirnir byggðu báðir útreikninga sína á meintum vangoldnum launum á tímaskráningu sem hinn maðurinn tók saman yfir sína vinnu. Félagi hans taldi hans skráningu endurspegla vinnuframlag sitt hjá fyrirtækinu. Fyrirtakið krafðist þess að vera sýknað af kröfum mannanna og sagði þær úr lausu lofti gripnar. Vinnutímaskráningunum væri „mótmælt í heild sinni sem röngum og ósönnuðum eftiráskýringum“. Það var að endingu mat dómsins að mönnunum hefði ekki tekist að færa sönnur á að vinnuframlag þeirra hefði verið meira en það sem þeir fengu greitt fyrir. Fyrirtækið var því sýknað af kröfum um vangoldin laun á starfstímanum. Þá vísaði dómurinn frá kröfu annars mannsins um laun í uppsagnarfresti, þar sem verulega var talið vanta upp á samhengi málsástæðna hans, kröfugerðar og gagna málsins. Mennirnir voru loks dæmdir til að standa straum af málskostnaði, 700 þúsund krónum á mann.
Dómsmál Kjaramál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira