Þar mun bíll hafa lent á hliðinni og voru viðbragðsaðilar á leið á vettvang þegar fréttastofa náði tali af fulltrúa slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu nú fyrir stundu. Samkvæmt fyrstu upplýsingum er ekki talið að alvarlegt slys hafi orðið á fólki.
Uppfært klukkan 18:45:
Slysið reyndist minniháttar og var enginn fluttur á slysadeild. Sjúkra- og slökkviliðsbíll voru sendir á vettvang en er útkallinu nú lokið af hálfu slökkviliðsins.