Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Agnar Már Másson skrifar 17. júlí 2025 15:28 Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í byggingum Háskóla Íslands vegna lagnarinnar sem rofnaði í nótt. Vísir/Egill Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. Aðfaranótt 21. janúar 2021 varð mikið vatnstjón í byggingum Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta vegna þess að stofnlögn neysluvatns í Háskólabrunni fór í sundur. Samsetningarkúpling sem sett var á lögn árið 2005 hafði gefið sig vegna togálags sem hún var ekki hönnuð til að þola, segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Lekinn uppgötvaðist þegar hann kom fram á mælum Veitna um klukkan 0.53 þá nótt og náðist að loka fyrir hann að fullu klukkan 2.08. S.S. Verktaki og Vörður tryggingar voru sýknaðir af kröfum HÍ þar sem ekki var talið að þeir hafi sýnt af sér saknæma háttsemi.Veitur, COWI og TM tryggingar voru aftur á móti dæmd sameiginlega til að greiða HÍ 201 milljón króna og FS 30 milljónir, bæði með vöxtum og dráttarvöxtum. Þar af greiði VÍS, ábyrgðartryggjandi Veitna, sameiginlega ásamt Veitum, COWI og TM um 140 m.kr. til HÍ en VÍS var þó sýknað af kröfum FS vegna takmarkana í vátryggingarskilmálum. Framkvæmdir hófust nokkrum stundum áður Í aðdraganda þess að lekinn hófst voru framkvæmdir við endurnýjun lagna á svæðinu. Árið 2018 hófu Veitur undirbúning að endurnýjun veitukerfa við Suðurgötu. Veitur buðu út verkið 2019 til SS verktaka um framkvæmdina og við COWI, áður Mannvit, um verkumsjón og eftirlit. Vatn flæddi meðal annars inn í Háskólatorg.Vísir/Vilhelm Árið 2005 hafði nefnilega verið skipt um loka í svokölluðum Háskólabrunni við Suðurgötu í Reykjavík og samsetningarkúpling sett á lögnina. Sú kúpling þoldi ekki togálag og var ekki fest sérstaklega, sem reyndist síðar veikleiki í kerfinu sem olli vatnslekanum mikla. Í dómnum kemur fram að SS Verktaki hafi 20. janúar hafist handa við að rífa niður lögn og veg vestan Háskólabrunns eftir að hafa fengið heimild frá umsjónarmanni COWI. Vatnslekans varð síðan vart fáeinum klukkustundum eftir að þessum framkvæmdum lauk, aðfaranótt 21. janúar 2021 eins og áður sagði. Veittu Veitum leyfi? Ágreiningur var um hvort Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna og hvort nægilega hefði verið upplýst um veikleika í kerfinu sem taldist ekki sannað. Umsjónarmaður COWI, sem gaf SS leyfi, taldi sig hafa fengið munnlega heimild frá starfsmönnum Veitna á fundi 14. janúar 2021 til að hefja framkvæmdir vestan við Háskólabrunn en það taldist ekki sannað. Starfsmenn Veitna neituðu því hins vegar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar var ekki sannað að Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna. Aftur á móti kemur fram að Veitur hafi ekki veitt nægilegar upplýsingar um hættuna. Veitur hafi vitað eða mátt vita að í Háskólabrunni væri samsetningarkúpling sem ekki þoldi togálag. Þeir hafi ekki nægilega skýrar upplýsingar um þessa hættu í útboðsgögnum eða á verkfundum. Teikning sem átti að sýna kúplinguna var talin óskýr og ekki nægileg til að varpa ljósi á hættuna. Dómurinn taldi að Veitur hefðu átt að upplýsa sérstaklega um þessa hættu og að það væri saknæmt að hafa ekki gert það. Vatnsleki í Háskóla Íslands Tryggingar Skóla- og menntamál Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. 17. júlí 2025 15:28 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Aðfaranótt 21. janúar 2021 varð mikið vatnstjón í byggingum Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta vegna þess að stofnlögn neysluvatns í Háskólabrunni fór í sundur. Samsetningarkúpling sem sett var á lögn árið 2005 hafði gefið sig vegna togálags sem hún var ekki hönnuð til að þola, segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Lekinn uppgötvaðist þegar hann kom fram á mælum Veitna um klukkan 0.53 þá nótt og náðist að loka fyrir hann að fullu klukkan 2.08. S.S. Verktaki og Vörður tryggingar voru sýknaðir af kröfum HÍ þar sem ekki var talið að þeir hafi sýnt af sér saknæma háttsemi.Veitur, COWI og TM tryggingar voru aftur á móti dæmd sameiginlega til að greiða HÍ 201 milljón króna og FS 30 milljónir, bæði með vöxtum og dráttarvöxtum. Þar af greiði VÍS, ábyrgðartryggjandi Veitna, sameiginlega ásamt Veitum, COWI og TM um 140 m.kr. til HÍ en VÍS var þó sýknað af kröfum FS vegna takmarkana í vátryggingarskilmálum. Framkvæmdir hófust nokkrum stundum áður Í aðdraganda þess að lekinn hófst voru framkvæmdir við endurnýjun lagna á svæðinu. Árið 2018 hófu Veitur undirbúning að endurnýjun veitukerfa við Suðurgötu. Veitur buðu út verkið 2019 til SS verktaka um framkvæmdina og við COWI, áður Mannvit, um verkumsjón og eftirlit. Vatn flæddi meðal annars inn í Háskólatorg.Vísir/Vilhelm Árið 2005 hafði nefnilega verið skipt um loka í svokölluðum Háskólabrunni við Suðurgötu í Reykjavík og samsetningarkúpling sett á lögnina. Sú kúpling þoldi ekki togálag og var ekki fest sérstaklega, sem reyndist síðar veikleiki í kerfinu sem olli vatnslekanum mikla. Í dómnum kemur fram að SS Verktaki hafi 20. janúar hafist handa við að rífa niður lögn og veg vestan Háskólabrunns eftir að hafa fengið heimild frá umsjónarmanni COWI. Vatnslekans varð síðan vart fáeinum klukkustundum eftir að þessum framkvæmdum lauk, aðfaranótt 21. janúar 2021 eins og áður sagði. Veittu Veitum leyfi? Ágreiningur var um hvort Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna og hvort nægilega hefði verið upplýst um veikleika í kerfinu sem taldist ekki sannað. Umsjónarmaður COWI, sem gaf SS leyfi, taldi sig hafa fengið munnlega heimild frá starfsmönnum Veitna á fundi 14. janúar 2021 til að hefja framkvæmdir vestan við Háskólabrunn en það taldist ekki sannað. Starfsmenn Veitna neituðu því hins vegar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þar var ekki sannað að Veitur hefðu veitt heimild til framkvæmdanna. Aftur á móti kemur fram að Veitur hafi ekki veitt nægilegar upplýsingar um hættuna. Veitur hafi vitað eða mátt vita að í Háskólabrunni væri samsetningarkúpling sem ekki þoldi togálag. Þeir hafi ekki nægilega skýrar upplýsingar um þessa hættu í útboðsgögnum eða á verkfundum. Teikning sem átti að sýna kúplinguna var talin óskýr og ekki nægileg til að varpa ljósi á hættuna. Dómurinn taldi að Veitur hefðu átt að upplýsa sérstaklega um þessa hættu og að það væri saknæmt að hafa ekki gert það.
Vatnsleki í Háskóla Íslands Tryggingar Skóla- og menntamál Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. 17. júlí 2025 15:28 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Veitur, ráðgjafafyrirtækið COWI og tryggingafélagið TM þurfa að borga Háskóla Íslands samtals rúmlega 200 milljónir króna vegna mikils vatnsleka sem olli tjóni í byggingum skólans í byrjun árs 2021. 17. júlí 2025 15:28