Fótbolti

Sjáðu Luka­ku þvælast fyrir skalla Sanchez á ögur­stundu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skalli Sanchez á 89. mínútu stefndi á markið. Því miður fyrir Sanchez og Inter þá var Lukaku fyrir.
Skalli Sanchez á 89. mínútu stefndi á markið. Því miður fyrir Sanchez og Inter þá var Lukaku fyrir. @OptaPaolo

Romelu Lukaku kom hálfpartinn í veg fyrir að Alexis Sanchez yrði hetja Inter Milan er liðið datt út úr Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.

Inter Milan þurfti sigur gegn Shakhtar Donetsk í síðasta leik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Inter sótti án afláts en tókst ekki að brjóta ísinn. Antonio Conte, þjálfari Inter, gerði hverja sóknarsinnuðu skiptinguna á fætur annarri er liðið reyndi að sækja sigurinn sem myndi koma því í 16-liða úrslit.

Á 89. mínútu leiksins fékk Inter hornspyrnu frá hægri. Spyrnan var góð og náði varamaðurinn Alexis Sanchez föstum skalla í átt að marki.

Ómögulegt er að vita hvort skallinn hafi verið nægilega fastur til þess að sigla framhjá markverði Shakhtar þar sem Romelu Lukaku – framherji Inter- fékk boltann í sig og þar af leiðandi rataði hann ekki á markið.

Lukaku var svo í kjölfarið dæmdur rangstæður. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Fór það svo að Inter tókst ekki að skora og endaði því í neðsta sæti riðilsins á meðan Shakhtar fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×