Deila um tölur snýst raunverulega um umfang og forgangsröðun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2020 11:45 Málið virðist ekki snúast um hvað torgið kostaði, heldur heildarumfang verksins og forgangsröðun. Framkvæmdakostnaður Reykjavíkurborgar vegna Óðinstorgs nam 60,6 milljónum króna samkvæmt svari fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar en heildarkostnaður framkvæmda á torginu og í nágrenni var 474 milljónir króna. Samþykktar fjárheimildir til verksins nema 505 milljónum króna. Það voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sem spurðust fyrir um kostnaðinn en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá sig tilneyddan til að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum eftir að Vigdís Hauksdóttir, umræddur áheyrnarfulltrúi, hélt því fram á sama vettvangi að kostnaður Reykavíkurborgar vegna „torg hins himneska Dags“ hefði verið nær hálfur milljarður króna. Dagur greindi frá því að kostnaður við torgið sjálft hefði raunar verið um 60 milljónir og að torgið væri ekki sitt, heldur ætti heiðurinn að hugmyndinni Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona „í því sem þá hét Miðborgarstjórn.“ Borgin og borgarbúar geta að mínu mati verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs. Tek eftir því að Vigdís Hauksdóttir og...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, December 10, 2020 Um hvað snýst málið? Málið virðist að hluta hártog þar sem aðilar eru að vísa í nákvæmlega sömu tölurnar. Það er rétt að kostnaður við Óðinstorg nam, samkvæmt svarinu sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær, sannarlega 60 milljónum króna. Hins vegar virðist umkvörtunarefnið ekki nákvæmar tölur heldur heildarumfang verksins. Þannig vill Vigdís meina að „aðilar hafi verið blekktir“ þegar verkið var kynnt. Á þeim tíma hefði öll áhersla verið lögð á Óðinstorg og Týsgötu að hluta en á endanum hafi miklu stærra svæði verið undir. Þá gagnrýna borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins forgangsröðun verkefnisins umfram önnur brýnni mál. Torg hins himneska Dags/Óðistorg ;-) Verðmiðinn er kominn hér er bókun mín í málinu "Flott og dýrt skal það vera á...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Thursday, December 10, 2020 Lagnaframkvæmdirnar dýrastar Í svörum borgarmeirihlutans er vissulega gengist við því að verkið hafi verið umfangsmeira en svo að snúast bara um Óðinstorg og Týsgötu. Þar segir að framkvæmdasvæðið hafi náð til Skólavörðustígs, Óðinsgötu, Spítalastígs, Týsgötu, Lokastígs, Freyjutorg, Freyjugötu, Bjargarstígs og Óðinsgötu við Freyjutorg. Þá bendir meirihlutinn á að stærstur hluti kostnaðarins sé til komin vegna meira en 100 ára gamalla lagna undir svæðinu, sem hafi verið löngu komnar á tíma og stefnt að því frá hruni að skipta um. Borgarbúar geta verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs, segir Dagur. Fundargerð borgarráðs 10. desember. Tengd skjöl Framkvaemdakostnadur_vid_Odinstorg_og_nagrenniPDF406KBSækja skjal Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Samþykktar fjárheimildir til verksins nema 505 milljónum króna. Það voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sem spurðust fyrir um kostnaðinn en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá sig tilneyddan til að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum eftir að Vigdís Hauksdóttir, umræddur áheyrnarfulltrúi, hélt því fram á sama vettvangi að kostnaður Reykavíkurborgar vegna „torg hins himneska Dags“ hefði verið nær hálfur milljarður króna. Dagur greindi frá því að kostnaður við torgið sjálft hefði raunar verið um 60 milljónir og að torgið væri ekki sitt, heldur ætti heiðurinn að hugmyndinni Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona „í því sem þá hét Miðborgarstjórn.“ Borgin og borgarbúar geta að mínu mati verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs. Tek eftir því að Vigdís Hauksdóttir og...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, December 10, 2020 Um hvað snýst málið? Málið virðist að hluta hártog þar sem aðilar eru að vísa í nákvæmlega sömu tölurnar. Það er rétt að kostnaður við Óðinstorg nam, samkvæmt svarinu sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær, sannarlega 60 milljónum króna. Hins vegar virðist umkvörtunarefnið ekki nákvæmar tölur heldur heildarumfang verksins. Þannig vill Vigdís meina að „aðilar hafi verið blekktir“ þegar verkið var kynnt. Á þeim tíma hefði öll áhersla verið lögð á Óðinstorg og Týsgötu að hluta en á endanum hafi miklu stærra svæði verið undir. Þá gagnrýna borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins forgangsröðun verkefnisins umfram önnur brýnni mál. Torg hins himneska Dags/Óðistorg ;-) Verðmiðinn er kominn hér er bókun mín í málinu "Flott og dýrt skal það vera á...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Thursday, December 10, 2020 Lagnaframkvæmdirnar dýrastar Í svörum borgarmeirihlutans er vissulega gengist við því að verkið hafi verið umfangsmeira en svo að snúast bara um Óðinstorg og Týsgötu. Þar segir að framkvæmdasvæðið hafi náð til Skólavörðustígs, Óðinsgötu, Spítalastígs, Týsgötu, Lokastígs, Freyjutorg, Freyjugötu, Bjargarstígs og Óðinsgötu við Freyjutorg. Þá bendir meirihlutinn á að stærstur hluti kostnaðarins sé til komin vegna meira en 100 ára gamalla lagna undir svæðinu, sem hafi verið löngu komnar á tíma og stefnt að því frá hruni að skipta um. Borgarbúar geta verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs, segir Dagur. Fundargerð borgarráðs 10. desember. Tengd skjöl Framkvaemdakostnadur_vid_Odinstorg_og_nagrenniPDF406KBSækja skjal
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira