Jamie Redknapp sagði söguna af því þegar hann kom sautján ára til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 11:31 Jamie Redknapp var um tíma fyrirliði Liverpool liðsins. Getty/Clive Brunskill Jamie Redknapp lék með Liverpool í áratug en knattspyrnustjórinn sem sóttist svo mikið eftir því að fá hann stýrði honum þó aldrei í leik. Jamie Redknapp lék með Liverpool frá 1991 til 2002 en hann var ekki búinn að halda upp á átján ára afmælið þegar hann kom til félagsins. Redknapp hefur nú sagt söguna af því þegar hann skipti yfir frá Bournemouth til Liverpool í janúar 1991. Kenny Dalglish, sem þarna var knattspyrnustjóri Liverpool, hafði mikla trú á stráknum og vann markvisst af því að fá hann. Dalglish keypti hann á endanum á 350 þúsund pund 15. janúar 1991 en náði þó aldrei að setja hann inn á völlinn. Kenny Dalglish hætti óvænt sem knattspyrnustjóri Liverpool í febrúar 1991. Redknapp fékk fyrsta tækifærið með aðalliði Liverpool í október 1991 en þá var Graeme Souness knattspyrnustjóri liðsins. Redknapp var á þeim tíma yngsti Liverpool leikmaðurinn til að spila Evrópuleik. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af því þegar Redknapp segir frá þessum tíma þegar Dalglish var að reyna að sannfæra hann um að koma til Liverpool og hver fyrstu kynni hans voru af stórstjörnum Liverpool liðsins sem voru á þeim árum búnir að vinna fjölda titla með liðinu. Það var á endanum John Barnes sem tók hann undir sinn væng og þeir eru enn miklir vinir í dag. Jamie Redknapp reveals how he joined @LFC @RocketLong3 #LFC pic.twitter.com/X149ogv1BM— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 10, 2020 Jamie Redknapp lék 237 deildarleikir fyrir Liverpool og alls 308 leiki í öllum keppnum. Hans besta tímabil var 1998-99 þegar hann skoraði 8 mörk í 34 leikjum en hann var þá einnig í enska landsliðinu. Redknapp vann aðeins þrjá titla með Liverpool, enska deildabikarinn 1995, Samfélagsskjöldinn 2001 og ofurbikar Evrópu 2001. Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Jamie Redknapp lék með Liverpool frá 1991 til 2002 en hann var ekki búinn að halda upp á átján ára afmælið þegar hann kom til félagsins. Redknapp hefur nú sagt söguna af því þegar hann skipti yfir frá Bournemouth til Liverpool í janúar 1991. Kenny Dalglish, sem þarna var knattspyrnustjóri Liverpool, hafði mikla trú á stráknum og vann markvisst af því að fá hann. Dalglish keypti hann á endanum á 350 þúsund pund 15. janúar 1991 en náði þó aldrei að setja hann inn á völlinn. Kenny Dalglish hætti óvænt sem knattspyrnustjóri Liverpool í febrúar 1991. Redknapp fékk fyrsta tækifærið með aðalliði Liverpool í október 1991 en þá var Graeme Souness knattspyrnustjóri liðsins. Redknapp var á þeim tíma yngsti Liverpool leikmaðurinn til að spila Evrópuleik. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af því þegar Redknapp segir frá þessum tíma þegar Dalglish var að reyna að sannfæra hann um að koma til Liverpool og hver fyrstu kynni hans voru af stórstjörnum Liverpool liðsins sem voru á þeim árum búnir að vinna fjölda titla með liðinu. Það var á endanum John Barnes sem tók hann undir sinn væng og þeir eru enn miklir vinir í dag. Jamie Redknapp reveals how he joined @LFC @RocketLong3 #LFC pic.twitter.com/X149ogv1BM— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 10, 2020 Jamie Redknapp lék 237 deildarleikir fyrir Liverpool og alls 308 leiki í öllum keppnum. Hans besta tímabil var 1998-99 þegar hann skoraði 8 mörk í 34 leikjum en hann var þá einnig í enska landsliðinu. Redknapp vann aðeins þrjá titla með Liverpool, enska deildabikarinn 1995, Samfélagsskjöldinn 2001 og ofurbikar Evrópu 2001.
Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira