Við förum að lögum (auðvitað) Magnús Orri Marínarson Schram og Þorsteinn Víglundsson skrifa 11. desember 2020 11:31 Fyrir tíu árum voru samþykkt lög á Alþingi sem skylduðu fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn til að jafna hlut kynjanna í stjórnum þeirra. Markmiðin voru skýr. Að tryggja jöfn tækifæri óháð kyni þannig að sannarlega sé verið að velja hæfasta fólkið til stjórnunarstarfa. Með þessu væri verið að brjóta glerþök, tryggja fjölbreyttar fyrirmyndir og vinna gegn einsleitni í atvinnulífinu. Á sínum tíma mætti frumvarpið þónokkurri andstöðu en tímarnir breytast og í dag eru það eru fáir sem eru málinu mótfallnir. Nú skynja flestir að stundum þarf að beita lögum til að taka á aldagamalli forréttindastöðu karla. Næsta skref Fyrir Alþingi liggur núna frumvarp sem leggur dagsektir á þau fyrirtæki sem brjóta lögin og gerir þau sambærileg annarri lagasetningu í landinu. Sektum má beita ef lög eru brotin. Ekki er vanþörf á en nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hluti fyrirtækja eru að brjóta lögin. Árið 2018 voru konur 28,8% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50-99 starfsmenn og 36,4% í stjórnum fyrirtækja með 100-249 starfsmenn. Verði frumvarpið að lögum má beita sektum ef 40% markinu er ekki náð. Löngu tímabær breyting og nauðsynleg til að markmið laganna náist að fullu. Auðvitað Ísland er í fararbroddi jafnréttismála í heiminum. Hvergi virðist almenningur jafn meðvitaður um að jöfn staða kynjanna er þjóðarhagur og að lagasetning getur verið frábært tæki til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Dagsektirnar gegna akkúrat því hlutverki. Þær hnippa í skussana og fá þá til að klára málið, því auðvitað eigum við öll að fara að lögum. Vonandi tekst Alþingi að sýna framsýni og þor á næstu dögum, ljúka verkinu sem hófst fyrir tíu árum og samþykkja frumvarpið. Magnús Orri Marínarson Schram er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður Þorsteinn Víglundsson er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jafnréttismál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum voru samþykkt lög á Alþingi sem skylduðu fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn til að jafna hlut kynjanna í stjórnum þeirra. Markmiðin voru skýr. Að tryggja jöfn tækifæri óháð kyni þannig að sannarlega sé verið að velja hæfasta fólkið til stjórnunarstarfa. Með þessu væri verið að brjóta glerþök, tryggja fjölbreyttar fyrirmyndir og vinna gegn einsleitni í atvinnulífinu. Á sínum tíma mætti frumvarpið þónokkurri andstöðu en tímarnir breytast og í dag eru það eru fáir sem eru málinu mótfallnir. Nú skynja flestir að stundum þarf að beita lögum til að taka á aldagamalli forréttindastöðu karla. Næsta skref Fyrir Alþingi liggur núna frumvarp sem leggur dagsektir á þau fyrirtæki sem brjóta lögin og gerir þau sambærileg annarri lagasetningu í landinu. Sektum má beita ef lög eru brotin. Ekki er vanþörf á en nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hluti fyrirtækja eru að brjóta lögin. Árið 2018 voru konur 28,8% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50-99 starfsmenn og 36,4% í stjórnum fyrirtækja með 100-249 starfsmenn. Verði frumvarpið að lögum má beita sektum ef 40% markinu er ekki náð. Löngu tímabær breyting og nauðsynleg til að markmið laganna náist að fullu. Auðvitað Ísland er í fararbroddi jafnréttismála í heiminum. Hvergi virðist almenningur jafn meðvitaður um að jöfn staða kynjanna er þjóðarhagur og að lagasetning getur verið frábært tæki til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Dagsektirnar gegna akkúrat því hlutverki. Þær hnippa í skussana og fá þá til að klára málið, því auðvitað eigum við öll að fara að lögum. Vonandi tekst Alþingi að sýna framsýni og þor á næstu dögum, ljúka verkinu sem hófst fyrir tíu árum og samþykkja frumvarpið. Magnús Orri Marínarson Schram er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður Þorsteinn Víglundsson er framkvæmdastjóri og fyrrum þingmaður
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar