Klasasmitið gerði útslagið en erum þó á svipuðu róli Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. desember 2020 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir klasasmit kórónuveirunnar sem kom upp í gær í búsetuúrræði fyrir hælisleitendafjölskyldur í Hafnarfirði hafa gert útslagið fyrir tölur gærdagsins. Þær séu þó á svipuðu róli og undanfarna daga en klasasmitið sýni hvað staðan sé viðkvæm. Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sex í tengslum við klasasmitið í Hafnarfirði. Þar áður höfðu tveir greinst í húsnæðinu og alls eru því átta íbúar smitaðir, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að af þeim tólf sem smituðust innanlands hafi ellefu verið í sóttkví. Klasasmitið sýni þó hvað lítið megi út af bregða til að veiran sæki aftur í sig veðrið. „En þetta sýnir hvað staðan er viðkvæm. Að það getur fljótt komið upp smit í ákveðnum hópum og þess vegna er ofboðslega mikilvægt fyrir alla núna að fara mjög varlega í þessum hópamyndunum, það er algjört lykilatriði,“ segir Þórólfur. „Og það skiptir engu máli hvað við segjum eða bönnum eða leyfum, það er hvernig fólk hegðar sér og þess vegna biðlum við til alla að fara varlega á næstunni, þessa helgi í hópamyndunum, veisluhöldum og svo framvegis.“ Inntur eftir því hvort klasasmitið meðal hælisleitendanna sé áhyggjuefni segir Þórólfur að það sé ánægjulegt að allir sem greindust þar í gær hafi verið í sóttkví. „En það segir bara hvað getur gerst. Og ég vona að fleiri hafi ekki smitast út frá þessum einstaklingum, það er aðalmálið núna.“ Er vitað hvernig þetta kom upp? Er grunur um að sóttvörnum hafi til dæmis verið ábótavant? „Nei, þetta er í skoðun og rakningu. Það er ekkert meira hægt að segja um það á þessari stundu,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sex í tengslum við klasasmitið í Hafnarfirði. Þar áður höfðu tveir greinst í húsnæðinu og alls eru því átta íbúar smitaðir, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að af þeim tólf sem smituðust innanlands hafi ellefu verið í sóttkví. Klasasmitið sýni þó hvað lítið megi út af bregða til að veiran sæki aftur í sig veðrið. „En þetta sýnir hvað staðan er viðkvæm. Að það getur fljótt komið upp smit í ákveðnum hópum og þess vegna er ofboðslega mikilvægt fyrir alla núna að fara mjög varlega í þessum hópamyndunum, það er algjört lykilatriði,“ segir Þórólfur. „Og það skiptir engu máli hvað við segjum eða bönnum eða leyfum, það er hvernig fólk hegðar sér og þess vegna biðlum við til alla að fara varlega á næstunni, þessa helgi í hópamyndunum, veisluhöldum og svo framvegis.“ Inntur eftir því hvort klasasmitið meðal hælisleitendanna sé áhyggjuefni segir Þórólfur að það sé ánægjulegt að allir sem greindust þar í gær hafi verið í sóttkví. „En það segir bara hvað getur gerst. Og ég vona að fleiri hafi ekki smitast út frá þessum einstaklingum, það er aðalmálið núna.“ Er vitað hvernig þetta kom upp? Er grunur um að sóttvörnum hafi til dæmis verið ábótavant? „Nei, þetta er í skoðun og rakningu. Það er ekkert meira hægt að segja um það á þessari stundu,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11 78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. 11. desember 2020 12:11
78 prósent smitaðra á höfuðborgarsvæðinu Alls greindust tólf með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru allir nema einn í sóttkví. 11. desember 2020 11:16
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44