Hálendisþjóðgarður, lýðræði og framtíðarhagsmunir Jón Jónsson skrifar 11. desember 2020 12:48 Frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarðs gerir ráð fyrir að þjóðgarður nái yfir svæði sem nær til þjóðlenda innan svokallaðrar miðhálendislínu. Svæðið er um 30-40% af Íslandi. Hluti þess er innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða háður annarri friðlýsingu. Umfjöllun um málið beinist lítið að því hvort einhverjir ókostir fylgi núverandi stöðu og hverju er fórnað. Vont er ef misskilningur um það er notaður til að vinna málinu fylgi. Er umsjón hálendisins hjá nokkrum fámennum sveitarfélögum í dag? Nei. Stór hluti hálendisins eru þjóðlendur. Þær eru eign ríkisins en gert ráð fyrir að ráðstöfunarheimildir á þjóðlendum séu í meginatriðum sameiginlega hjá forsætisráðuneyti og sveitarfélögum. Þessari skipan var komið á og hún skýrð með þjóðlendulögum frá árinu 1998 og þar bent á mikilvægi aðkomu sveitarfélaga. Forsætisráðuneytið staðfestir allar ráðstafanir um nýtingu þjóðlenda ef gjald er tekið fyrir eða þær gerðar umfram eitt ár. Forsætisráðuneytið samþykkti stefnu um nýtingu þjóðlenda í febrúar 2019. Umsjón hálendisins kemur einnig fram í stefnu skipulagsáætlana. Sveitarfélög vinna aðalskipulag, sem hvílir á landskipulagi, samþykktu af Alþingi, síðast í mars 2016. Í landskipulagi er sérstök umfjöllun um miðhálendið sem felur í sér að Alþingi markar meginstefnu um landnýtingu á hálendinu. Er umsjón hálendisins nú óháð náttúruvernd? Nei. Stefna forsætisráðuneytisins um nýtingu þjóðlenda, landskipulag og aðalskipulög sveitarfélaga byggja á ríku tilliti til náttúruverndar á hálendinu. Náttúruverndarlög fela jafnframt í sér almenna vernd og ný ákvæði um vernd óbyggðra víðerna hafa mikla þýðingu fyrir hálendið. Stjórntæki nýrra náttúruverndarlaga geta einmitt nýst sérstaklega þar. Við undirbúning hálendisþjóðgarðs hefur engin greining farið fram á svæðum sem ástæða er til að friðlýsa umfram önnur. Byggja tillögur um afmörkun Hálendisþjóðgarðs á sérstökum náttúruverndarsjónarmiðum? Nei. Hvorki svokölluð miðhálendislína né afmörkun þjóðlenda hefur nokkur tengsl við náttúrufar. Miðhálendislína var ákveðin um 1997 til að samræma skipulagsmál af samvinnunefnd miðhálendisins sem í sátu fulltrúar sveitarfélaga sem náðu til svæðisins. Þjóðlendur eru eignarréttarleg afmörkun lands og liggja innan og utan miðhálendislínu. Mun stofnun hálendisþjóðgarðs færa umsjón hálendisins nær þjóðinni og lýðræðislega kjörnum fulltrúum? Nei. Eignarréttarleg ráðstöfun þjóðlenda er nú hjá forsætisráðuneyti og einstökum sveitarstjórnum, en skipulagsleg hjá Alþingi og sveitarfélögum. Eðli máls samkvæmt hafa svo fagstofnanir og almenningur áhrif, t.d. við reglulega endurskoðun skipulagsáætlana. Í þjóðgarði færu stjórnir og umhverfisráðherra með eignarréttarlega og skipulagslega ráðstöfun, auk heimilda til reglusetningar um dvöl og starfsemi í garðinum. Í stjórnum sætu skipaðir fulltrúar sveitarfélaga, ráðherra o.fl., án beins lýðræðislegs umboðs. Með þjóðgarði væri bæði fórnað lýðræðislegri aðkomu 2-300 kjörinna fulltrúa og heilbrigðri valddreifingu með aðkomu bæði sveitarfélaga og stjórnvalda á landsvísu. Hafa hagsmunir af nýtingu hálendisins verið greindir með víðtækum hætti? Nei. Í þjóðgarðsstofnun felst varanleg ráðstöfun lands í þágu afmarkaðra hagsmuna, einkum á sviði náttúruverndar og menningarsögu. Alþingi og stjórnvöld vinna að greiningu hagsmuna á landsvísu einkum í formi stefna eða landsáætlana á ýmsum sviðum. Ein þeirra landsáætlana varðar hagsmuni af orkuvinnslu, þ.e. rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Frumvarp um hálendisþjóðgarð aftengir það starf, bæði vegna virkjunarkosta undir mati 4. áfanga rammaáætlunar og vegna stórs hluta landsins, til allrar framtíðar. Þá eru ótaldar aðrar landsáætlanir svo sem á sviði samgöngumála, fjarskipta, orkustefnu, kerfisáætlunar Landsnets o.fl. Hagsmunamat slíkra áætlana þyrfti eftir þjóðgarðsstofnun að hvíla á markmiðum hans. Möguleikar til mats á heildarhagsmunum lands- og þjóðar vegna hálendisins takmarkast verulega. Þeir sem eru sannfærðir um kosti ráðstöfunar 30-40% landsins til afmarkaðra náttúrverndarhagsmuna, þar sem ekkert svigrúm verður til að horfa til annarra hagsmuna og stjórnendur án lýðræðislegs umboðs, fagna auðvitað hugmyndinni. Stjórnmálaflokkur með þá stefnuskrá var nýlega mældur með 7,4% fylgi. Hvar takmarkast vald þjóðgarðs? Stjórnun þjóðgarðs hvílir á stjórnunar- og verndaráætlun og reglugerðum sem styðja markmið þjóðgarðs. Afleiðingin verður sú að dvöl fólks og starfsemi á svæðinu er háð sérstökum reglum til viðbótar almennum lögum landsins. Hálendisþjóðgarður verður ríki í ríkinu. Starfsemi þjóðgarðs hefur mörg einkenni einræðisríkis, enda valdhafarnir ekki lýðræðislega kjörnir og vinna að þröngt afmarkaðri stefnu. Óánægju má kynna með bænaskrám en lýðræðið er óvirkt. Þetta getur verið ásættanlegt á afmörkuðum svæðum en ekki á 30-40% hluta landsins. Því er haldið á lofti að Hálendisþjóðgarður yrði sá stærsti í Evrópu. Það virðast frekar rök gegn málinu. Engu ríki hefur dottið hug að standa að viðlíka ráðstöfun lands til þröngt afmarkaðra hagsmuna og skeytingarleysi um framtíðarhagsmuni. Ákvörðun um hálendisþjóðgarð er augljóslega ótímabær. Miklir kostir fylgja núverandi samábyrgð ríkis og sveitarfélaga og lýðræðislegri valddreifingu við umsjón hálendisins. Jón Jónsson lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarðs gerir ráð fyrir að þjóðgarður nái yfir svæði sem nær til þjóðlenda innan svokallaðrar miðhálendislínu. Svæðið er um 30-40% af Íslandi. Hluti þess er innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða háður annarri friðlýsingu. Umfjöllun um málið beinist lítið að því hvort einhverjir ókostir fylgi núverandi stöðu og hverju er fórnað. Vont er ef misskilningur um það er notaður til að vinna málinu fylgi. Er umsjón hálendisins hjá nokkrum fámennum sveitarfélögum í dag? Nei. Stór hluti hálendisins eru þjóðlendur. Þær eru eign ríkisins en gert ráð fyrir að ráðstöfunarheimildir á þjóðlendum séu í meginatriðum sameiginlega hjá forsætisráðuneyti og sveitarfélögum. Þessari skipan var komið á og hún skýrð með þjóðlendulögum frá árinu 1998 og þar bent á mikilvægi aðkomu sveitarfélaga. Forsætisráðuneytið staðfestir allar ráðstafanir um nýtingu þjóðlenda ef gjald er tekið fyrir eða þær gerðar umfram eitt ár. Forsætisráðuneytið samþykkti stefnu um nýtingu þjóðlenda í febrúar 2019. Umsjón hálendisins kemur einnig fram í stefnu skipulagsáætlana. Sveitarfélög vinna aðalskipulag, sem hvílir á landskipulagi, samþykktu af Alþingi, síðast í mars 2016. Í landskipulagi er sérstök umfjöllun um miðhálendið sem felur í sér að Alþingi markar meginstefnu um landnýtingu á hálendinu. Er umsjón hálendisins nú óháð náttúruvernd? Nei. Stefna forsætisráðuneytisins um nýtingu þjóðlenda, landskipulag og aðalskipulög sveitarfélaga byggja á ríku tilliti til náttúruverndar á hálendinu. Náttúruverndarlög fela jafnframt í sér almenna vernd og ný ákvæði um vernd óbyggðra víðerna hafa mikla þýðingu fyrir hálendið. Stjórntæki nýrra náttúruverndarlaga geta einmitt nýst sérstaklega þar. Við undirbúning hálendisþjóðgarðs hefur engin greining farið fram á svæðum sem ástæða er til að friðlýsa umfram önnur. Byggja tillögur um afmörkun Hálendisþjóðgarðs á sérstökum náttúruverndarsjónarmiðum? Nei. Hvorki svokölluð miðhálendislína né afmörkun þjóðlenda hefur nokkur tengsl við náttúrufar. Miðhálendislína var ákveðin um 1997 til að samræma skipulagsmál af samvinnunefnd miðhálendisins sem í sátu fulltrúar sveitarfélaga sem náðu til svæðisins. Þjóðlendur eru eignarréttarleg afmörkun lands og liggja innan og utan miðhálendislínu. Mun stofnun hálendisþjóðgarðs færa umsjón hálendisins nær þjóðinni og lýðræðislega kjörnum fulltrúum? Nei. Eignarréttarleg ráðstöfun þjóðlenda er nú hjá forsætisráðuneyti og einstökum sveitarstjórnum, en skipulagsleg hjá Alþingi og sveitarfélögum. Eðli máls samkvæmt hafa svo fagstofnanir og almenningur áhrif, t.d. við reglulega endurskoðun skipulagsáætlana. Í þjóðgarði færu stjórnir og umhverfisráðherra með eignarréttarlega og skipulagslega ráðstöfun, auk heimilda til reglusetningar um dvöl og starfsemi í garðinum. Í stjórnum sætu skipaðir fulltrúar sveitarfélaga, ráðherra o.fl., án beins lýðræðislegs umboðs. Með þjóðgarði væri bæði fórnað lýðræðislegri aðkomu 2-300 kjörinna fulltrúa og heilbrigðri valddreifingu með aðkomu bæði sveitarfélaga og stjórnvalda á landsvísu. Hafa hagsmunir af nýtingu hálendisins verið greindir með víðtækum hætti? Nei. Í þjóðgarðsstofnun felst varanleg ráðstöfun lands í þágu afmarkaðra hagsmuna, einkum á sviði náttúruverndar og menningarsögu. Alþingi og stjórnvöld vinna að greiningu hagsmuna á landsvísu einkum í formi stefna eða landsáætlana á ýmsum sviðum. Ein þeirra landsáætlana varðar hagsmuni af orkuvinnslu, þ.e. rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Frumvarp um hálendisþjóðgarð aftengir það starf, bæði vegna virkjunarkosta undir mati 4. áfanga rammaáætlunar og vegna stórs hluta landsins, til allrar framtíðar. Þá eru ótaldar aðrar landsáætlanir svo sem á sviði samgöngumála, fjarskipta, orkustefnu, kerfisáætlunar Landsnets o.fl. Hagsmunamat slíkra áætlana þyrfti eftir þjóðgarðsstofnun að hvíla á markmiðum hans. Möguleikar til mats á heildarhagsmunum lands- og þjóðar vegna hálendisins takmarkast verulega. Þeir sem eru sannfærðir um kosti ráðstöfunar 30-40% landsins til afmarkaðra náttúrverndarhagsmuna, þar sem ekkert svigrúm verður til að horfa til annarra hagsmuna og stjórnendur án lýðræðislegs umboðs, fagna auðvitað hugmyndinni. Stjórnmálaflokkur með þá stefnuskrá var nýlega mældur með 7,4% fylgi. Hvar takmarkast vald þjóðgarðs? Stjórnun þjóðgarðs hvílir á stjórnunar- og verndaráætlun og reglugerðum sem styðja markmið þjóðgarðs. Afleiðingin verður sú að dvöl fólks og starfsemi á svæðinu er háð sérstökum reglum til viðbótar almennum lögum landsins. Hálendisþjóðgarður verður ríki í ríkinu. Starfsemi þjóðgarðs hefur mörg einkenni einræðisríkis, enda valdhafarnir ekki lýðræðislega kjörnir og vinna að þröngt afmarkaðri stefnu. Óánægju má kynna með bænaskrám en lýðræðið er óvirkt. Þetta getur verið ásættanlegt á afmörkuðum svæðum en ekki á 30-40% hluta landsins. Því er haldið á lofti að Hálendisþjóðgarður yrði sá stærsti í Evrópu. Það virðast frekar rök gegn málinu. Engu ríki hefur dottið hug að standa að viðlíka ráðstöfun lands til þröngt afmarkaðra hagsmuna og skeytingarleysi um framtíðarhagsmuni. Ákvörðun um hálendisþjóðgarð er augljóslega ótímabær. Miklir kostir fylgja núverandi samábyrgð ríkis og sveitarfélaga og lýðræðislegri valddreifingu við umsjón hálendisins. Jón Jónsson lögmaður.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun