Opið bréf til ráðherra allra barna Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar skrifa 11. desember 2020 14:30 Kæri Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, við viljum byrja á því að þakka þér fyrir einlægt og mikilvægt viðtal í Morgunblaðinu á dögunum. Þar fjallaðir þú um æskuna þína og þá erfiðleika sem þú þurftir að takast á við - erfiðleika sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Þú fjallaðir um steininn í maganum sem ágerðist þegar aðstæður voru erfiðar. Okkur langar í því samhengi að segja þér frá vinkonum okkar, systrunum Coumbu og Marie sem eru sex ára og þriggja ára. Óhætt er að segja að þær systur búa við aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að búa við. Ekki fullorðnir heldur. Fyrir meira en mánuði síðan fengu þær að vita að brottvísa eigi þeim frá Íslandi, landinu sem þær eru fæddar og uppaldar í. Eina landinu sem þær þekkja. Þar sem foreldrar þeirra eru ekki fæddir hér á landi mega þau ekki vera hér lengur, en þau hafa þó verið hér í sjö ár! Getur þú ímyndað þér steininn í maga stúlknanna? Coumba, sem finnst ekkert betra en hakk og spaghettí og finnst skemmtilegast að leika sér með slím, veltir fáu öðru fyrir sér þessa dagana en hvort hún fái að búa á Íslandi og biður móður sína í sífellu um að sýna sér „hversu margir vilja leyfa okkur að vera á Íslandi“ og er þar með að biðja móður sína um að sýna sér hversu margir hafa skrifað undir og mótmælt með því brottvísun fjölskyldunnar frá Íslandi. Þess má geta að 20.655 undirskriftir til stuðnings fjölskyldunnar voru afhentar dómsmálaráðherra fyrir ekki svo löngu. Allt sem stúlkurnar þekkja; Ísland, vinirnir, skólinn, verður, ef ekkert breytist, hrifsað frá þeim fyrr en síðar. Þær verða bókstaflega rifnar upp með rótum. Þær þekkja ekkert nema kókómjólk og kleinur, dimman vetur og þrettán jólasveina, líkt og önnur íslensk börn. Er það til of mikils mælst að þær fái að halda í öryggi sitt og skjól svo þær geti velt fyrir sér venjulegum vandamálum sem íslensk börn velta fyrir sér. Í hvaða rauðu föt þær eiga að fara í á rauða daginn á föstudaginn eða að það sé enn og aftur soðin ýsa í matinn í skólanum? Það er kominn desember og systurnar vita ekki betur en að þeim verði vísað úr landi hvað úr hverju. Eftir nokkra daga vakna íslensk börn eldsnemma á hverjum morgni og þeytast spennt að glugganum og kíkja í skóinn. Coumba vaknar og spyr mömmu sína hvort það sé ekki búið að leyfa þeim að búa á Íslandi. Þú bjóst til titilinn barnamálaráðherra og sagðir það vera vegna þess að þú vilt gera allt sem í þínu valdi stendur til að börn á Íslandi þurfi ekki að upplifa þennan kvíðahnút sem þú þurftir að upplifa. Við trúum þér og berum mikla virðingu fyrir því. Það verður þá að eiga við öll börn. Þú verður þá að beita þér fyrir öll börn. Líka systurnar Coumbu og Marie, sem hafa ekkert gert til þess að þurfa að upplifa þann kvíða, hræðslu, streitu og örvæntingu sem einkennir hvern einasta dag hjá þeim. Það verður að koma í veg fyrir að steininn í maganum á þeim haldi áfram að vaxa. Áður en hann springur. Við skorum á þig kæri Ásmundur, kæri barnamálaráðherra, að beita þér fyrir því að mál stúlknanna og foreldra þeirra fái farsæla lausn án frekari tafa en það virðist nú sitja fast inni hjá kærunefnd útlendingamála. Fjölskyldan hefur þjáðst nógu lengi. Það minnsta sem við getum gert er að veita þeim skjól hér til frambúðar og við biðjum þig um aðstoð við að gera það að raunveruleika. Með von um jákvæð viðbrögð, Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar vinkonur Coumbu, Marie og foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Hælisleitendur Sema Erla Serdar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Kæri Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, við viljum byrja á því að þakka þér fyrir einlægt og mikilvægt viðtal í Morgunblaðinu á dögunum. Þar fjallaðir þú um æskuna þína og þá erfiðleika sem þú þurftir að takast á við - erfiðleika sem ekkert barn á að þurfa að upplifa. Þú fjallaðir um steininn í maganum sem ágerðist þegar aðstæður voru erfiðar. Okkur langar í því samhengi að segja þér frá vinkonum okkar, systrunum Coumbu og Marie sem eru sex ára og þriggja ára. Óhætt er að segja að þær systur búa við aðstæður sem ekkert barn á að þurfa að búa við. Ekki fullorðnir heldur. Fyrir meira en mánuði síðan fengu þær að vita að brottvísa eigi þeim frá Íslandi, landinu sem þær eru fæddar og uppaldar í. Eina landinu sem þær þekkja. Þar sem foreldrar þeirra eru ekki fæddir hér á landi mega þau ekki vera hér lengur, en þau hafa þó verið hér í sjö ár! Getur þú ímyndað þér steininn í maga stúlknanna? Coumba, sem finnst ekkert betra en hakk og spaghettí og finnst skemmtilegast að leika sér með slím, veltir fáu öðru fyrir sér þessa dagana en hvort hún fái að búa á Íslandi og biður móður sína í sífellu um að sýna sér „hversu margir vilja leyfa okkur að vera á Íslandi“ og er þar með að biðja móður sína um að sýna sér hversu margir hafa skrifað undir og mótmælt með því brottvísun fjölskyldunnar frá Íslandi. Þess má geta að 20.655 undirskriftir til stuðnings fjölskyldunnar voru afhentar dómsmálaráðherra fyrir ekki svo löngu. Allt sem stúlkurnar þekkja; Ísland, vinirnir, skólinn, verður, ef ekkert breytist, hrifsað frá þeim fyrr en síðar. Þær verða bókstaflega rifnar upp með rótum. Þær þekkja ekkert nema kókómjólk og kleinur, dimman vetur og þrettán jólasveina, líkt og önnur íslensk börn. Er það til of mikils mælst að þær fái að halda í öryggi sitt og skjól svo þær geti velt fyrir sér venjulegum vandamálum sem íslensk börn velta fyrir sér. Í hvaða rauðu föt þær eiga að fara í á rauða daginn á föstudaginn eða að það sé enn og aftur soðin ýsa í matinn í skólanum? Það er kominn desember og systurnar vita ekki betur en að þeim verði vísað úr landi hvað úr hverju. Eftir nokkra daga vakna íslensk börn eldsnemma á hverjum morgni og þeytast spennt að glugganum og kíkja í skóinn. Coumba vaknar og spyr mömmu sína hvort það sé ekki búið að leyfa þeim að búa á Íslandi. Þú bjóst til titilinn barnamálaráðherra og sagðir það vera vegna þess að þú vilt gera allt sem í þínu valdi stendur til að börn á Íslandi þurfi ekki að upplifa þennan kvíðahnút sem þú þurftir að upplifa. Við trúum þér og berum mikla virðingu fyrir því. Það verður þá að eiga við öll börn. Þú verður þá að beita þér fyrir öll börn. Líka systurnar Coumbu og Marie, sem hafa ekkert gert til þess að þurfa að upplifa þann kvíða, hræðslu, streitu og örvæntingu sem einkennir hvern einasta dag hjá þeim. Það verður að koma í veg fyrir að steininn í maganum á þeim haldi áfram að vaxa. Áður en hann springur. Við skorum á þig kæri Ásmundur, kæri barnamálaráðherra, að beita þér fyrir því að mál stúlknanna og foreldra þeirra fái farsæla lausn án frekari tafa en það virðist nú sitja fast inni hjá kærunefnd útlendingamála. Fjölskyldan hefur þjáðst nógu lengi. Það minnsta sem við getum gert er að veita þeim skjól hér til frambúðar og við biðjum þig um aðstoð við að gera það að raunveruleika. Með von um jákvæð viðbrögð, Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sema Erla Serdar vinkonur Coumbu, Marie og foreldra.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun