Jong FC Utrecht vann 3-2 sigur á Elíasi og félögum í B-deildinni í Hollandi í kvöld. Jong FC Utrecht komst í 3-0 áður en Excelsior klóraði í bakkann. Elías minnkaði svo muninn í 3-2 á 90. mínútu en nær komust þeir ekki.
Excelsior er í 12. sæti deildarinnar með tuttugu stig en þetta var sextánda mark Elíasar á leiktíðinni í jafn mörgum leikjum.
Elías Már Ómarsson schiet de penalty binnen!#jutexc 3-2
— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) December 11, 2020
Kristófer Ingi Kristinsson skoraði svo eitt marka Jong PSV í 3-2 tapi gegn TOP Oss. Jong PSV er í 15. sætinu en Kristófer kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.
Patrik Sigurður Gunnarsson og félagar í toppliði Viborg í dönsku B-deildinni gerðu 1-1 jafntefli gegn HB Køge í kvöld. Viborg bjargaði stigi á 88. mínútu.
Ólafur Kristjánsson og lærisveinar í Esbjerg geta jafnað Viborg að stigum með sigri gegn FC Helsingør um helgina.
Óttar Magnús Karlsson var ónotaður varamaður hjá Spezia er liðið tapaði 0-2 fyrir Silvio Berlusconi og félögum í Monza í ítölsku B-deildinni. Venezia er í 6. sæti deildarinnar.