Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 15:37 Ásgerður Jóna Flosadóttir, er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Tölfræði sem samtökin birtu í gær sýnir að 42% skjólstæðinga samtakanna eru með íslenskt ríkisfang en 58% með erlent ríkisfang. Appelsínuguli flöturinn sýnir fjölda þeirra sem eru með íslenskt ríkisfang. Samsett mynd Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá hafi nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar sakað formann samtakanna um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður samtakanna, hafnaði beiðni fréttastofu um viðtal vegna fréttarinnar þegar eftir því var leitað fyrr í vikunni. Í kjölfar fréttarinnar sendu Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) frá sér yfirlýsingu þar sem Reykjavíkurborg er hvött til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna. Í gær birtist tilkynning á heimasíðu samtakanna þar sem áhersla er lögð á að meirihluti skjólstæðinga samtakanna séu af erlendum uppruna. Gagnrýninni sem fram hefur komið í fjölmiðlum er að öðru leyti ekki efnislega svarað en sögð byggja á „staðreyndavillum“ sem hafðar séu eftir „aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti,“ að því er segir í tilkynningunni. „Vegna þeirra staðreyndavilla sem fjölmiðlar birta og hafa eftir aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti, þykir okkur það vera okkar skylda að birta hér skífurit unnið upp úr tölum yfir úthlutanir Fjölskylduhjálparinnar síðastliðið ár,“ segir í tilkynningunni en tölfræðna sem vísað er til má nálgast hér. „Hefur það alltaf verið okkar stefna að allir fái það sama miðað við fjölskyldustærð, áháð kyni, þjóðerni, húðlit eða trúarskoðunum, nema fólk afþakki sjálft einstaka vörur. Er það von okkar að með birtingu þessara gagna að rangfærslum um Fjölskylduhjálp Íslands og skjólstæðinga okkar linni,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Fjölskylduhjálpar Íslands. Félagsmál Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá hafi nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar sakað formann samtakanna um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður samtakanna, hafnaði beiðni fréttastofu um viðtal vegna fréttarinnar þegar eftir því var leitað fyrr í vikunni. Í kjölfar fréttarinnar sendu Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) frá sér yfirlýsingu þar sem Reykjavíkurborg er hvött til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna. Í gær birtist tilkynning á heimasíðu samtakanna þar sem áhersla er lögð á að meirihluti skjólstæðinga samtakanna séu af erlendum uppruna. Gagnrýninni sem fram hefur komið í fjölmiðlum er að öðru leyti ekki efnislega svarað en sögð byggja á „staðreyndavillum“ sem hafðar séu eftir „aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti,“ að því er segir í tilkynningunni. „Vegna þeirra staðreyndavilla sem fjölmiðlar birta og hafa eftir aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti, þykir okkur það vera okkar skylda að birta hér skífurit unnið upp úr tölum yfir úthlutanir Fjölskylduhjálparinnar síðastliðið ár,“ segir í tilkynningunni en tölfræðna sem vísað er til má nálgast hér. „Hefur það alltaf verið okkar stefna að allir fái það sama miðað við fjölskyldustærð, áháð kyni, þjóðerni, húðlit eða trúarskoðunum, nema fólk afþakki sjálft einstaka vörur. Er það von okkar að með birtingu þessara gagna að rangfærslum um Fjölskylduhjálp Íslands og skjólstæðinga okkar linni,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Fjölskylduhjálpar Íslands.
Félagsmál Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira