Mikið um samkvæmi og ekki allir sem virtu tíu manna hámarkið Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 07:13 Lögregla fékk þónokkrar ábendingar um hávaða í nótt. Vísir/Vilhelm Hundrað mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. Fangageymslur voru nánast fullar eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglu og var fólk vistað það vegna hinna ýmsu mála. Töluvert var um samkvæmi í nótt að sögn lögreglu, en hátt í þrjátíu tilkynningar bárust vegna hávaða úr samkvæmum í heimahúsum. Allur gangur hafi verið á því hvort fólk hafi virt tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk vera farið að slaka á varðandi Covid,“ segir í dagbók lögreglu. Á níunda tímanum í gærkvöld var einn handtekinn í miðbæ Reykjavíkur, en sá hafði verið að áreita vegfarendur. Lögregla reyndi að tala manninn til en þegar það bar ekki árangur var hann vistaður í fangaklefa. Á öðrum tímanum í nótt var svo einstaklingur handtekinn í Breiðholti eftir að hafa gengið berserksgang á heimili sem hann var gestkomandi á. Var hann einnig vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og var árásarmaðurinn vistaður í fangaklefa. Lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan árásarþola að svo stöddu. Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt. Einn var stöðvaður skömmu fyrir níu í gærkvöldi sem reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna, en sá hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Skömmu eftir miðnætti var svo ökumaður handtekinn eftir að hafa ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar og rafmagnskassa. Sá var „sótölvaður“ að sögn lögreglu, aldrei öðlast ökuréttindi í ofanálag og var hann vistaður í fangaklefa. Rétt fyrir klukkan tvö var svo ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira
Töluvert var um samkvæmi í nótt að sögn lögreglu, en hátt í þrjátíu tilkynningar bárust vegna hávaða úr samkvæmum í heimahúsum. Allur gangur hafi verið á því hvort fólk hafi virt tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk vera farið að slaka á varðandi Covid,“ segir í dagbók lögreglu. Á níunda tímanum í gærkvöld var einn handtekinn í miðbæ Reykjavíkur, en sá hafði verið að áreita vegfarendur. Lögregla reyndi að tala manninn til en þegar það bar ekki árangur var hann vistaður í fangaklefa. Á öðrum tímanum í nótt var svo einstaklingur handtekinn í Breiðholti eftir að hafa gengið berserksgang á heimili sem hann var gestkomandi á. Var hann einnig vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og var árásarmaðurinn vistaður í fangaklefa. Lögregla hefur ekki upplýsingar um líðan árásarþola að svo stöddu. Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt. Einn var stöðvaður skömmu fyrir níu í gærkvöldi sem reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna, en sá hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Skömmu eftir miðnætti var svo ökumaður handtekinn eftir að hafa ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar og rafmagnskassa. Sá var „sótölvaður“ að sögn lögreglu, aldrei öðlast ökuréttindi í ofanálag og var hann vistaður í fangaklefa. Rétt fyrir klukkan tvö var svo ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Sjá meira