Samvinna og sameining sveitarfélaga Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 14. desember 2020 09:31 Nýlega lagði ráðherra sveitarstjórnarmála fram frumvarp þess efnis að með lögum skuli sveitarfélög lágmarkast við 1.000 íbúa en til þess þarf að sameina sveitarfélög. Markmið sameiningar er skýrt, að sveitarfélög standi undir lögbundinni þjónustu. Til þess að sveitarfélag geti staðið undir ákveðinni grunnþjónustu þarf ákveðið fjármagn og til að þess að tryggja það fjármagn þarf ákveðinn fjölda íbúa sem standa undir útsvarstekjum. Þau sveitarfélög sem ekki standast þær kröfur er tryggt fjármagn í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þess að tryggja megi búsetu um allt land. En jöfnunarsjóður er sameiginlegur sjóður sveitarfélaga sem úthlutar fjármagni til allra sveitarfélaga eftir reiknireglu sem fáir hins vegar skilja og er efni í aðra grein. Berum virðingu fyrir sjálfsákvörðunarréttinum Við erum flest sammála um að sveitarfélagi beri skylda til þess að skapa sjálfbæra umgjörð þannig að það standi undir sér og haldi sjálfstæði sínu. Þar sem við búum við fámenni og dreifða byggð skiptir samráð og samtal sveitarfélaga máli. Samráð og samvinna er hinn eiginlegi hvati til frekara samstarfs sem farsællega getur leitt til viðræðna um sameiningu. Sameining sveitarfélaga á að byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum og sjálfsákvörðunarrétti þar sem ákvörðun er tekin með hliðsjón af veruleika sveitarfélaganna sjálfra. Ef setja á lög sem skerða eiga sjálfsákvörðunarrétt og frelsi sveitarfélaga í núverandi mynd er mikilvægt að líta til þessa veruleika og hvort sveitarfélag hafi burði til að halda uppi mikilvægri grunnþjónstu eða hvort það þurfi samstarf við önnur sveitarfélög, t.a.m. til að halda úti grunnskóla eða félagsþjónustu ýmiss konar. Sömuleiðis mætti horfa til þess hlutverks Jöfnunarsjóðar í rekstri sveitarfélaga. Leggja til hámarks framlag þannig að þegar yfir mörkin er farið taki krafan um sameiningu við. Það er mín trú að slík nálgun yrði vænlegri til árangurs en að horfa á íbúafjöldann einan og sér sem grunnforsendu sameiningar. Endurspeglum raunveruleikann í nýju frumvarpi Að undanförnu höfum við séð sveitarfélög taka þessi skref að eigin frumkvæði og af miklum metnaði þar sem útfærð hefur verið frábær leið lýðræðis með frumkraft heimamanna að vopni. Skýrasta dæmið um slíka nálgun er sameining sveitarfélaga á Austfjörðum sem nú heitir Múlaþing þar sem fókus er settur á byggðarkjarna sveitarfélagsins með “heimastjórn”. Farsæl lausn, þar sem unnið er með þá þætti sem mesta óvissu skapa í slíku ferli: sjálfsákvörðunarréttinn. Fjölmörg sveitarfélög um land allt eru í samstarfi og standa saman að ákveðinni grunnþjónustu, svo sem félagsþjónustu eða menntun. Ákjósanlegast er að sjá sameiningarferli sveitarstjórna þróast í gegnum slíkt samstarf enda mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og frelsið sem er svo dýrmætt. Drifkraftur sameiningar þarf að liggja í verkefnunum sem tryggja byggð og býður upp á framúrskarandi þjónustu. Það hefði að mínu mati verið ákjósanlegra að frumvarp sveitarstjórnarráðherra hefði endurspeglað þennan drifkraft. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og uppalin í Reykhólasveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýlega lagði ráðherra sveitarstjórnarmála fram frumvarp þess efnis að með lögum skuli sveitarfélög lágmarkast við 1.000 íbúa en til þess þarf að sameina sveitarfélög. Markmið sameiningar er skýrt, að sveitarfélög standi undir lögbundinni þjónustu. Til þess að sveitarfélag geti staðið undir ákveðinni grunnþjónustu þarf ákveðið fjármagn og til að þess að tryggja það fjármagn þarf ákveðinn fjölda íbúa sem standa undir útsvarstekjum. Þau sveitarfélög sem ekki standast þær kröfur er tryggt fjármagn í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þess að tryggja megi búsetu um allt land. En jöfnunarsjóður er sameiginlegur sjóður sveitarfélaga sem úthlutar fjármagni til allra sveitarfélaga eftir reiknireglu sem fáir hins vegar skilja og er efni í aðra grein. Berum virðingu fyrir sjálfsákvörðunarréttinum Við erum flest sammála um að sveitarfélagi beri skylda til þess að skapa sjálfbæra umgjörð þannig að það standi undir sér og haldi sjálfstæði sínu. Þar sem við búum við fámenni og dreifða byggð skiptir samráð og samtal sveitarfélaga máli. Samráð og samvinna er hinn eiginlegi hvati til frekara samstarfs sem farsællega getur leitt til viðræðna um sameiningu. Sameining sveitarfélaga á að byggja á lýðræðislegum vinnubrögðum og sjálfsákvörðunarrétti þar sem ákvörðun er tekin með hliðsjón af veruleika sveitarfélaganna sjálfra. Ef setja á lög sem skerða eiga sjálfsákvörðunarrétt og frelsi sveitarfélaga í núverandi mynd er mikilvægt að líta til þessa veruleika og hvort sveitarfélag hafi burði til að halda uppi mikilvægri grunnþjónstu eða hvort það þurfi samstarf við önnur sveitarfélög, t.a.m. til að halda úti grunnskóla eða félagsþjónustu ýmiss konar. Sömuleiðis mætti horfa til þess hlutverks Jöfnunarsjóðar í rekstri sveitarfélaga. Leggja til hámarks framlag þannig að þegar yfir mörkin er farið taki krafan um sameiningu við. Það er mín trú að slík nálgun yrði vænlegri til árangurs en að horfa á íbúafjöldann einan og sér sem grunnforsendu sameiningar. Endurspeglum raunveruleikann í nýju frumvarpi Að undanförnu höfum við séð sveitarfélög taka þessi skref að eigin frumkvæði og af miklum metnaði þar sem útfærð hefur verið frábær leið lýðræðis með frumkraft heimamanna að vopni. Skýrasta dæmið um slíka nálgun er sameining sveitarfélaga á Austfjörðum sem nú heitir Múlaþing þar sem fókus er settur á byggðarkjarna sveitarfélagsins með “heimastjórn”. Farsæl lausn, þar sem unnið er með þá þætti sem mesta óvissu skapa í slíku ferli: sjálfsákvörðunarréttinn. Fjölmörg sveitarfélög um land allt eru í samstarfi og standa saman að ákveðinni grunnþjónustu, svo sem félagsþjónustu eða menntun. Ákjósanlegast er að sjá sameiningarferli sveitarstjórna þróast í gegnum slíkt samstarf enda mikilvægt að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og frelsið sem er svo dýrmætt. Drifkraftur sameiningar þarf að liggja í verkefnunum sem tryggja byggð og býður upp á framúrskarandi þjónustu. Það hefði að mínu mati verið ákjósanlegra að frumvarp sveitarstjórnarráðherra hefði endurspeglað þennan drifkraft. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og uppalin í Reykhólasveit.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun