Aukin hætta á þunglyndi og áfallastreitu hjá þeim sem hafa greinst með Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2020 09:53 Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni. Vísir/Vilhelm Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 sýna að þeir einstaklingar sem hafa greinst með sjúkdóminn eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu. Þetta á sérstaklega við um þau sem urðu alvarlega veik af sjúkdómnum. Þá eiga svipaðar vísbendingar við þau sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með Covid-19. Fjallað er um þessar fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar á vef Háskóla Íslands í dag og þá verður Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sem fer fyrir rannsóknarhópnum, gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Markmið rannsóknarinnar er að afla víðtækrar þekkingar á áhrifum kórónuveirufaraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Alls skráðu 23 þúsund manns sig til þátttöku í rannsókninni í vor og sumar, þar af um 400 einstaklingar sem greinst hafa með COVID-19. Síðna þá hafa vísindamennirnir unnið að því að greina gögnin og þá sérstaklega beint sjónum sínum að mögulegum áhættuhópum. Frumniðurstöðurnar benda til þess að einstaklingar sem hafa beinlínis komist í snertingu við faraldurinn sýni merki um neikvæð áhrif á geðheilsu. „Þær sýna að einstaklingar sem hafa greinst með COVID-19 eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu, sérstaklega þau sem urðu verulega veik af sjúkdómnum. Þá eru vísbendingar um neikvæð andleg einkenni meðal einstaklinga sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með COVID-19,“ segir Unnur Anna á vef HÍ. Hún segir að enn sem komið er séu ekki sterkar vísbendingar um víðtæk slæm áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar vegna faraldursins og/eða sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hins vegar séu dæmi um slíkt erlendis frá þar sem faraldurinn hafi farið úr böndunum. „Við höfum hingað til komist hjá því að missa alveg tök á faraldrinum og neikvæð áhrif á geðheilbrigði virðast því fyrst og fremst koma fram í áhættuhópum, til dæmis meðal þeirra sem verið hafa útsett fyrir smiti innan fjölskyldunnar. Þá eru einnig merki um að einstaklingar sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi í faraldrinum séu í aukinni hættu á vanlíðan,“ segir Unnur. Nánar má lesa um málið á vef Háskóla Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Þá eiga svipaðar vísbendingar við þau sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með Covid-19. Fjallað er um þessar fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar á vef Háskóla Íslands í dag og þá verður Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og sem fer fyrir rannsóknarhópnum, gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Markmið rannsóknarinnar er að afla víðtækrar þekkingar á áhrifum kórónuveirufaraldursins á líðan og lífsgæði landsmanna. Alls skráðu 23 þúsund manns sig til þátttöku í rannsókninni í vor og sumar, þar af um 400 einstaklingar sem greinst hafa með COVID-19. Síðna þá hafa vísindamennirnir unnið að því að greina gögnin og þá sérstaklega beint sjónum sínum að mögulegum áhættuhópum. Frumniðurstöðurnar benda til þess að einstaklingar sem hafa beinlínis komist í snertingu við faraldurinn sýni merki um neikvæð áhrif á geðheilsu. „Þær sýna að einstaklingar sem hafa greinst með COVID-19 eru eftir veikindi sín í aukinni áhættu á að sýna einkenni þunglyndis og áfallastreitu, sérstaklega þau sem urðu verulega veik af sjúkdómnum. Þá eru vísbendingar um neikvæð andleg einkenni meðal einstaklinga sem hafa verið í sóttkví eða eiga ættingja sem hafa greinst með COVID-19,“ segir Unnur Anna á vef HÍ. Hún segir að enn sem komið er séu ekki sterkar vísbendingar um víðtæk slæm áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar vegna faraldursins og/eða sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hins vegar séu dæmi um slíkt erlendis frá þar sem faraldurinn hafi farið úr böndunum. „Við höfum hingað til komist hjá því að missa alveg tök á faraldrinum og neikvæð áhrif á geðheilbrigði virðast því fyrst og fremst koma fram í áhættuhópum, til dæmis meðal þeirra sem verið hafa útsett fyrir smiti innan fjölskyldunnar. Þá eru einnig merki um að einstaklingar sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi í faraldrinum séu í aukinni hættu á vanlíðan,“ segir Unnur. Nánar má lesa um málið á vef Háskóla Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira