Namibískar fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag eftir að mál sjömenninganna var tekið fyrir í dómsal í höfuðborg Namibíu í morgun.
Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu.
Auk þeirra sitja Pius Mwatelulo og Mike Nghipunya einnig á sakamannabekk.
Update: The Fishcor corruption case has been transferred to the High Court, where the six men currently charged and additional accused have to make a first pretrial appearance on 22 April.
— The Namibian (@TheNamibian) December 14, 2020
Video: Werner Menges pic.twitter.com/V8Dk7dx8sj
Í frétt Informante segir að sjömenningarnir hafi búist við því að málið gegn þeim yrði dregið til baka sökum þess hversu lengi það hafi verið til rannsóknar hjá yfirvöldum. Niðurstaðan var hins vegar sú að réttarhöld yfir mönnunum hefjast 22. apríl næstkomandi, í yfirrétti Namibíu.
Þá greinir NBC í Namibíu frá því að ákveðið hafi verið að ákæra lögfræðinginn Maren de Klerk í tengslum við málið, auk tveggja annarra.