Tíu starfsmenn Efnagreininga NMÍ flytjast til Hafró Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2020 13:14 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra tilkynnti fyrr á árinu að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður. Vísir/Vilhelm Tíu starfsmenn, verkefni og tækjabúnaður Efnagreininga Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands munu flytjast til Hafrannsóknastofnunar. Tengist það því að til stendur að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð um áramótin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra hefur undirritað samkomulag þessa efnis við Hafrannsóknastofnun. Í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að starfsmönnum Efnagreiningar, sem eru tíu, hafi verið boðin vinna hjá Hafró. Sé gert ráð fyrir að allir muni þeir færa sig yfir. Verkefnum NMÍ fundinn staður annars staðar Ráðherra nýsköpunarmála tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin hefur sinnt fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum og sagði ráðherra að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu að ráðist sé í flutning verkefna Efnagreiningar að undangengnu mati á samlegðaráhrifum þess að Hafrannsóknastofnun taki við starfseminni. „Með þessu viljum við ná fram aukinni samþættingu og samvinnu hvað varðar söfnun sýna, nýtingu tækja og aðstöðu, innleiðingu gæðastjórnunarferla, auk rekstrarlegs ávinnings. Þetta er góð niðurstaða sem mun styrkja rannsóknir og prófanir á sviði efnamælinga umtalsvert, ekki síst mælinga á sviði umhverfisvöktunar,“ segir Þórdís Kolbrún. Með sameiningunni mun Hafrannsóknastofnun taka við framkvæmd þeirra þjónustumælinga sem Efnagreiningar bjóða upp á í dag, taka við tækjabúnaði Efnagreininga og vinna að því að þær mælingar og prófanir sem færast til stofnunarinnar verði aðlagaðar að alþjóðlegum gæðastöðlum og ferlum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Vinnumarkaður Stjórnsýsla Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra hefur undirritað samkomulag þessa efnis við Hafrannsóknastofnun. Í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að starfsmönnum Efnagreiningar, sem eru tíu, hafi verið boðin vinna hjá Hafró. Sé gert ráð fyrir að allir muni þeir færa sig yfir. Verkefnum NMÍ fundinn staður annars staðar Ráðherra nýsköpunarmála tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin hefur sinnt fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum og sagði ráðherra að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu að ráðist sé í flutning verkefna Efnagreiningar að undangengnu mati á samlegðaráhrifum þess að Hafrannsóknastofnun taki við starfseminni. „Með þessu viljum við ná fram aukinni samþættingu og samvinnu hvað varðar söfnun sýna, nýtingu tækja og aðstöðu, innleiðingu gæðastjórnunarferla, auk rekstrarlegs ávinnings. Þetta er góð niðurstaða sem mun styrkja rannsóknir og prófanir á sviði efnamælinga umtalsvert, ekki síst mælinga á sviði umhverfisvöktunar,“ segir Þórdís Kolbrún. Með sameiningunni mun Hafrannsóknastofnun taka við framkvæmd þeirra þjónustumælinga sem Efnagreiningar bjóða upp á í dag, taka við tækjabúnaði Efnagreininga og vinna að því að þær mælingar og prófanir sem færast til stofnunarinnar verði aðlagaðar að alþjóðlegum gæðastöðlum og ferlum, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Vinnumarkaður Stjórnsýsla Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira