Nets-tvíeykið er farið af stað, Giannis á eftir að skrifa undir og óvænt stjarna hjá Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2020 16:00 Kevin Durant og Kyrie Irving léku í fyrsta sinn saman hjá Brooklyn Nets þann 13. desember. Sarah Stier/Getty Images Eftir vægast sagt stutt „sumarfrí“ eru lið NBA-deildarinnar í körfubolta farin að undirbúa komandi tímabil. Þann 12. des hófu liðin að leika æfingaleiki og eru nokkrir hlutir sem vekja strax athygli. Þar ber hæst að Brooklyn Nets-tvíeykið er þegar byrjað að stilla saman strengi. Hér er um að ræða þá Kevin Durant og Kyrie Irving, sá fyrrnefndi hefur ekki leikið í 18 mánuði. Durant lék 24 mínútur í fimm stiga sigri Nets á Washington Wizards í fyrsta æfingaleik tímabilsins. Lokatölur leiksins 119-114 þar sem Durant skoraði 15 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Irving skoraði 18 stig og gaf fjórar stoðsendingar á þeim 17 mínútum sem hann lék. 15 for @KDTrey5 in his @BrooklynNets debut! pic.twitter.com/GynywniKsz— NBA (@NBA) December 14, 2020 Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig Steve Nash gengur í sínu fyrsta starfi sem þjálfari en ef þeir Durant og Irving verða upp á sitt besta í vetur má reikna með fantagóðu Brooklyn-liði. Meistarar Los Angeles Lakers hafa unnið nágranna sína í Clippers tvívegis nú á þremur dögum. Hvorki LeBron James né Anthony Davis hafa leikið með liðinu til þessa. Fyrri leikinn van Lakers 87-81 en þann síðari 131-106. Í síðari leik liðanna var það hinn tvítugi Talen Horton-Tucker sem stal senunni. Hann lék 41 mínútu og gerði 33 stig ásamt því að tíu fráköst. Enginn leikmaður vallarins skoraði fleiri stig né tók fleiri fráköst. Var hann einnig stigahæstur í fyrri leiknum, þá með 19 stig. Talen Horton-Tucker (@Thortontucker) GOES OFF in the @Lakers win! #NBAPreseason33 PTS | 10 REB | 4 AST | 4-5 3PM pic.twitter.com/F4KOLfDNM4— NBA (@NBA) December 14, 2020 Milwaukee Bucks og Dallas Mavericks eru búin með einn af tveimur æfingaleikjum sínum. Þó svo að Giannis Antetokounmpo hafi verið með tvöfalda tvennu - 25 stig og tíu fráköst - þá vann Dallas samt tíu stiga sigur, 112-102. Athygli vekur þó að Giannis á enn eftir að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Bucks. Ef hann skrifar ekki undir fyrir 21. desember getur hann samið við annað lið næsta sumar. 25 points in 25 mins.The back-to-back MVP at work: pic.twitter.com/UUDoumHLKa— Milwaukee Bucks (@Bucks) December 13, 2020 Hjá Dallas var Luka Dončić að sjálfsögðu stigahæstur í liði Dallas með 13 stig á þeim 16 mínútum sem hann lék. Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í liði Dallas. NBA-deildin fer af stað á nýjan leik þann 23. desember og þá fyrst skiptir máli hvernig leikur Lakers og Clippers fer en liðin mætast strax í fyrstu umferð deildarinnar. Deildinni er þannig skipt upp á komandi tímabili að fyrri hluti hennar verður leikinn 22. desember til 4. mars. Þá kemur hlé vegna Stjörnuleiksins og öllu sem honum tilheyrir. Síðari hluti tímabilsins fer fram frá 11. mars til 16. maí og frá 22. maí til 22. júlí er úrslitakeppnin á dagskrá. Körfubolti NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Þar ber hæst að Brooklyn Nets-tvíeykið er þegar byrjað að stilla saman strengi. Hér er um að ræða þá Kevin Durant og Kyrie Irving, sá fyrrnefndi hefur ekki leikið í 18 mánuði. Durant lék 24 mínútur í fimm stiga sigri Nets á Washington Wizards í fyrsta æfingaleik tímabilsins. Lokatölur leiksins 119-114 þar sem Durant skoraði 15 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Irving skoraði 18 stig og gaf fjórar stoðsendingar á þeim 17 mínútum sem hann lék. 15 for @KDTrey5 in his @BrooklynNets debut! pic.twitter.com/GynywniKsz— NBA (@NBA) December 14, 2020 Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig Steve Nash gengur í sínu fyrsta starfi sem þjálfari en ef þeir Durant og Irving verða upp á sitt besta í vetur má reikna með fantagóðu Brooklyn-liði. Meistarar Los Angeles Lakers hafa unnið nágranna sína í Clippers tvívegis nú á þremur dögum. Hvorki LeBron James né Anthony Davis hafa leikið með liðinu til þessa. Fyrri leikinn van Lakers 87-81 en þann síðari 131-106. Í síðari leik liðanna var það hinn tvítugi Talen Horton-Tucker sem stal senunni. Hann lék 41 mínútu og gerði 33 stig ásamt því að tíu fráköst. Enginn leikmaður vallarins skoraði fleiri stig né tók fleiri fráköst. Var hann einnig stigahæstur í fyrri leiknum, þá með 19 stig. Talen Horton-Tucker (@Thortontucker) GOES OFF in the @Lakers win! #NBAPreseason33 PTS | 10 REB | 4 AST | 4-5 3PM pic.twitter.com/F4KOLfDNM4— NBA (@NBA) December 14, 2020 Milwaukee Bucks og Dallas Mavericks eru búin með einn af tveimur æfingaleikjum sínum. Þó svo að Giannis Antetokounmpo hafi verið með tvöfalda tvennu - 25 stig og tíu fráköst - þá vann Dallas samt tíu stiga sigur, 112-102. Athygli vekur þó að Giannis á enn eftir að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Bucks. Ef hann skrifar ekki undir fyrir 21. desember getur hann samið við annað lið næsta sumar. 25 points in 25 mins.The back-to-back MVP at work: pic.twitter.com/UUDoumHLKa— Milwaukee Bucks (@Bucks) December 13, 2020 Hjá Dallas var Luka Dončić að sjálfsögðu stigahæstur í liði Dallas með 13 stig á þeim 16 mínútum sem hann lék. Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í liði Dallas. NBA-deildin fer af stað á nýjan leik þann 23. desember og þá fyrst skiptir máli hvernig leikur Lakers og Clippers fer en liðin mætast strax í fyrstu umferð deildarinnar. Deildinni er þannig skipt upp á komandi tímabili að fyrri hluti hennar verður leikinn 22. desember til 4. mars. Þá kemur hlé vegna Stjörnuleiksins og öllu sem honum tilheyrir. Síðari hluti tímabilsins fer fram frá 11. mars til 16. maí og frá 22. maí til 22. júlí er úrslitakeppnin á dagskrá.
Körfubolti NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli