Flytjum störf en ekki stofnanir út á land Jón Ingi Hákonarson skrifar 16. desember 2020 08:01 Það er of algengt að ráðherrar taki það upp hjá sjálfum sér að flytja heilu stofnanirnar í kjördæmin sín með öllu því raski sem því fylgir á starfseminni. Niðurstaðan er oft sú að mikilvæg þekking, reynsla og mannauður tapast með þeim afleiðingum að mörg ár getur tekið að gera brottfluttar stofnanir öflugar og skilvirkar á ný. Við erum fámenn þjóð og mikilvægt að stofnanir okkar séu eins sterkar og öflugar eins og frekast er kostur. Það að lama þær til lengri eða skemmri tíma með þessum hætti er óboðlegt. Aftur á móti er mikilvægt að fjölga markvisst atvinnutækifærum úti á landsbyggðinni. Lífsgæði þar eru mikil og mikilvægt að stuðla að sem fjölbreyttustu atvinnulífi sem víðast. Því þarf ríkisvaldið að móta sér stefnu varðandi rekstur stofnana með það að markmiði að færa einstök störf stofnanna þangað sem hæft starfsfólk býr. Kófið hefur sýnt okkur fram á að hægt er að sinna margvíslegum sérfræðistörfum hvar sem er, við erum ekki bundinn skrifstofunni átthagafjötrum. Stórfyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á þessum nýja veruleika starfa án staðsetningar og farin að nýta sér með góðum árangri. Það eru tækifæri í því að nýta húsnæði úti á landi fyrir sérfræðinga stofnana á Höfuðborgarsvæðinu. Nýlegt dæmi frá Flateyri sýnir okkur að möguleikar okkar til að glæða fámennari byggðarlög lífi felast í því að leyfa fólki að velja sér búsetu og færa störfin til þeirra. Gamla símstöðin er að öðlast nýtt líf þar sem nýsköpun og frumkvöðlakraftur fær að ríkja. Ríkið getur vel komið inn í slík verkefni með því að setja sér markmið um að ákveðið hlutfall sérfræðistarfa færist á staði eins og Flateyri. Þannig náum við að viðhalda og efla stofnanir okkar og efla og tengja betur byggðina um allt land. Leggjum af þá óværu að flytja heilu stofnanirnar í heilu lagi með öllu því raski sem því fylgir. Þessi, „allt eða ekkert“, hugsunarháttur er óþarfur ósiður. Verum heldur markviss í aðgerðum okkar öllum til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Byggðamál Mest lesið Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Sjá meira
Það er of algengt að ráðherrar taki það upp hjá sjálfum sér að flytja heilu stofnanirnar í kjördæmin sín með öllu því raski sem því fylgir á starfseminni. Niðurstaðan er oft sú að mikilvæg þekking, reynsla og mannauður tapast með þeim afleiðingum að mörg ár getur tekið að gera brottfluttar stofnanir öflugar og skilvirkar á ný. Við erum fámenn þjóð og mikilvægt að stofnanir okkar séu eins sterkar og öflugar eins og frekast er kostur. Það að lama þær til lengri eða skemmri tíma með þessum hætti er óboðlegt. Aftur á móti er mikilvægt að fjölga markvisst atvinnutækifærum úti á landsbyggðinni. Lífsgæði þar eru mikil og mikilvægt að stuðla að sem fjölbreyttustu atvinnulífi sem víðast. Því þarf ríkisvaldið að móta sér stefnu varðandi rekstur stofnana með það að markmiði að færa einstök störf stofnanna þangað sem hæft starfsfólk býr. Kófið hefur sýnt okkur fram á að hægt er að sinna margvíslegum sérfræðistörfum hvar sem er, við erum ekki bundinn skrifstofunni átthagafjötrum. Stórfyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á þessum nýja veruleika starfa án staðsetningar og farin að nýta sér með góðum árangri. Það eru tækifæri í því að nýta húsnæði úti á landi fyrir sérfræðinga stofnana á Höfuðborgarsvæðinu. Nýlegt dæmi frá Flateyri sýnir okkur að möguleikar okkar til að glæða fámennari byggðarlög lífi felast í því að leyfa fólki að velja sér búsetu og færa störfin til þeirra. Gamla símstöðin er að öðlast nýtt líf þar sem nýsköpun og frumkvöðlakraftur fær að ríkja. Ríkið getur vel komið inn í slík verkefni með því að setja sér markmið um að ákveðið hlutfall sérfræðistarfa færist á staði eins og Flateyri. Þannig náum við að viðhalda og efla stofnanir okkar og efla og tengja betur byggðina um allt land. Leggjum af þá óværu að flytja heilu stofnanirnar í heilu lagi með öllu því raski sem því fylgir. Þessi, „allt eða ekkert“, hugsunarháttur er óþarfur ósiður. Verum heldur markviss í aðgerðum okkar öllum til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun