Fimmtíu gráum skuggum varpað á hálendi Íslands Tómas Ellert Tómasson skrifar 16. desember 2020 07:30 Frumvarp umhverfisráðherra til laga um Hálendisþjóðgarð í boði ríkisstjórnar Íslands mun seint geta talist til rómantískrar og ómótstæðilegrar lesningar. Fimmtíu blaðsíðna lagafrumvarpið ásamt greinargerð með frumvarpinu, þar sem orðið „ráðherra“ kemur 75 sinnum fyrir, varpar að minnsta kosti fimmtíu skuggum á samstöðu þjóðarinnar um yfirráða- og umgengnisrétt hálendisins. Samþykkt í óbreyttri eða lítið breyttri mynd mun það sitja í þjóðinni um ókomna tíð. Gráu skuggarnir Allur almenningur hefur skilning á því að bera skuli virðingu fyrir hálendinu, njóta þess, ganga vel um það og nýta það á skynsamlegan hátt. Frumvarpið sem nú er lagt fram af umhverfisráðherra ber ekki saman við skilning almennings. Í átta köflum frumvarpsins og greinargerðinni sem fylgir má finna á fimmtíu blaðsíðum svaðalegar lýsingar á hugarórum umhverfisráðherra, forseta Alþingis og kammerötum í VG. Af greinargerðinni má einnig draga þá ályktun að lítið sem ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda og ábendinga sveitarfélaga, sérfræðinga og almennings við fyrirkomulag fyrirhugaðs Hálendisþjóðgarðs. Framlagning frumvarpsins á Alþingi fór heldur ekki vel af stað. Það var dapurlegt að sjá forseta Alþingis í ræðustól mæla með frumvarpinu með gamalkunnugum hætti, veifandi höndum og öskrandi með niðrandi hætti, að einungis „grenjandi minnihluti“ væri andsnúinn frumvarpinu. Hátterni sem ekki sæmir forseta Alþingis og er skýrt brot á siðareglum alþingismanna, en þar segir meðal annars að: „Alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni“. Klúður, trúður! Það er ljóst að útfærslan á háleitum markmiðum frumvarpsins í tíu liðum, hefur gjörsamlega mislukkast og að óþægilega margar af greinunum í frumvarpinu orka mjög tvímælis. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að umhverfisráðherra geti með reglugerð sett reglur af eigin geðþótta: „um dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja í þjóðgarðinum“. Auk þessa er ráðherra: „heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum þjóðgarðsins allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins“. Þær eru fleiri greinarnar sem orka tvímælis í frumvarpinu og margar þeirra bera þess merki að lítið hafi verið tekið mark á þeim ábendingum og athugasemdum sem þó komu fram í hinu svokallaða samráðsferli. Í þeim greinum lagafrumvarpsins þar sem fjallað er um stjórnun, eignarhald, valdheimildir, boð og bönn o.s.frv. kemur fram stjórnlyndi af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést hér á landi. Frumvarpið í þeirri mynd sem að það er nú, varpar fimmtíu blaðsíðna skuggum á hálendi Íslands. Algjört klúður, trúður! Nú er mál að linni Samstöðu þjóðar um hálendi Íslands var fórnað í upphafi kjörtímabils vegna ásóknar breyskra manna í völd, breyskra manna sem samþykktu í stjórnarsáttmála að flýta stofnun Hálendisþjóðgarðs, hvernig sem það yrði gert og hvað sem það kostaði, í skiptum fyrir nokkra ráðherrastóla - og bílstjóra. Þetta eldfima samband stjórnarflokkana hefur þróast líkt og önnur eldfim sambönd vanalega þróast. Þegar líður á slík sambönd, að þá uppgötvar fólk æði margt um sínar eigin þrár og þau myrku leyndarmál sem hinn aðilinn í sambandinu býr yfir. Nú eru hin myrku leyndarmál eins samstarfsflokksins í ríkistjórninni smám saman að opinberast eitt af öðru fyrir hinum ríkisstjórnarflokkunum. Þrá meðlima hinna ríkisstjórnarflokkanna hlýtur þá að vera sú að koma sér út úr þessu eldfima ástarsambandi sem fyrst, áður en stuðningur almennings við þá fuðrar upp. Stjórnlyndið og þær takmarkanir á athafnafrelsi sem kemur fram í þessu lagafrumvarpi sem og öðrum furðufrumvörpum sem koma nú á færibandi frá fylgjendum forseta Alþingis til afgreiðslu þingsins, ættu að vekja með hinum á stjórnarheimilinu þær hugsanir, að nú sé mál að linni í ríkisstjórnarsamstarfinu svo landsmenn þurfi ekki að horfa uppá þessa sorgarsögu lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Hálendisþjóðgarður Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Frumvarp umhverfisráðherra til laga um Hálendisþjóðgarð í boði ríkisstjórnar Íslands mun seint geta talist til rómantískrar og ómótstæðilegrar lesningar. Fimmtíu blaðsíðna lagafrumvarpið ásamt greinargerð með frumvarpinu, þar sem orðið „ráðherra“ kemur 75 sinnum fyrir, varpar að minnsta kosti fimmtíu skuggum á samstöðu þjóðarinnar um yfirráða- og umgengnisrétt hálendisins. Samþykkt í óbreyttri eða lítið breyttri mynd mun það sitja í þjóðinni um ókomna tíð. Gráu skuggarnir Allur almenningur hefur skilning á því að bera skuli virðingu fyrir hálendinu, njóta þess, ganga vel um það og nýta það á skynsamlegan hátt. Frumvarpið sem nú er lagt fram af umhverfisráðherra ber ekki saman við skilning almennings. Í átta köflum frumvarpsins og greinargerðinni sem fylgir má finna á fimmtíu blaðsíðum svaðalegar lýsingar á hugarórum umhverfisráðherra, forseta Alþingis og kammerötum í VG. Af greinargerðinni má einnig draga þá ályktun að lítið sem ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda og ábendinga sveitarfélaga, sérfræðinga og almennings við fyrirkomulag fyrirhugaðs Hálendisþjóðgarðs. Framlagning frumvarpsins á Alþingi fór heldur ekki vel af stað. Það var dapurlegt að sjá forseta Alþingis í ræðustól mæla með frumvarpinu með gamalkunnugum hætti, veifandi höndum og öskrandi með niðrandi hætti, að einungis „grenjandi minnihluti“ væri andsnúinn frumvarpinu. Hátterni sem ekki sæmir forseta Alþingis og er skýrt brot á siðareglum alþingismanna, en þar segir meðal annars að: „Alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni“. Klúður, trúður! Það er ljóst að útfærslan á háleitum markmiðum frumvarpsins í tíu liðum, hefur gjörsamlega mislukkast og að óþægilega margar af greinunum í frumvarpinu orka mjög tvímælis. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að umhverfisráðherra geti með reglugerð sett reglur af eigin geðþótta: „um dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja í þjóðgarðinum“. Auk þessa er ráðherra: „heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum þjóðgarðsins allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins“. Þær eru fleiri greinarnar sem orka tvímælis í frumvarpinu og margar þeirra bera þess merki að lítið hafi verið tekið mark á þeim ábendingum og athugasemdum sem þó komu fram í hinu svokallaða samráðsferli. Í þeim greinum lagafrumvarpsins þar sem fjallað er um stjórnun, eignarhald, valdheimildir, boð og bönn o.s.frv. kemur fram stjórnlyndi af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést hér á landi. Frumvarpið í þeirri mynd sem að það er nú, varpar fimmtíu blaðsíðna skuggum á hálendi Íslands. Algjört klúður, trúður! Nú er mál að linni Samstöðu þjóðar um hálendi Íslands var fórnað í upphafi kjörtímabils vegna ásóknar breyskra manna í völd, breyskra manna sem samþykktu í stjórnarsáttmála að flýta stofnun Hálendisþjóðgarðs, hvernig sem það yrði gert og hvað sem það kostaði, í skiptum fyrir nokkra ráðherrastóla - og bílstjóra. Þetta eldfima samband stjórnarflokkana hefur þróast líkt og önnur eldfim sambönd vanalega þróast. Þegar líður á slík sambönd, að þá uppgötvar fólk æði margt um sínar eigin þrár og þau myrku leyndarmál sem hinn aðilinn í sambandinu býr yfir. Nú eru hin myrku leyndarmál eins samstarfsflokksins í ríkistjórninni smám saman að opinberast eitt af öðru fyrir hinum ríkisstjórnarflokkunum. Þrá meðlima hinna ríkisstjórnarflokkanna hlýtur þá að vera sú að koma sér út úr þessu eldfima ástarsambandi sem fyrst, áður en stuðningur almennings við þá fuðrar upp. Stjórnlyndið og þær takmarkanir á athafnafrelsi sem kemur fram í þessu lagafrumvarpi sem og öðrum furðufrumvörpum sem koma nú á færibandi frá fylgjendum forseta Alþingis til afgreiðslu þingsins, ættu að vekja með hinum á stjórnarheimilinu þær hugsanir, að nú sé mál að linni í ríkisstjórnarsamstarfinu svo landsmenn þurfi ekki að horfa uppá þessa sorgarsögu lengur. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun